Tíminn - 25.05.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. maí 1989
Tíminn 9
VETTVANGUR
Einar Freyr:
I tilefni af heimsókn páfa
Það ætti að vera siðferðileg skylda íslendinga að taka vel
á móti Jóhannesi Páli II páfa þar sem hann er nú einn af
mestu friðflytjendum heimsins og hefur í mörg ár ferðast
um lönd og ríki til að vinna að sættum manna og friði á jörð.
í tilefni af þessari merku og jákvæðu heimsókn langar
mig til að minnast á annan páfa sem einnig var mjög
merkur og einn af stærstu fulltrúum húmanismans.
aði þannig að hinni þjóðfélagslegu
Páfinn Nicholas V.
(1447-55)
Nicholas V. varð páfi 1447.
Hann hét upphaflega Tomaso Ra-
inallucci. Þótt faðir hans væri lækn-
ir þá voru foreldrar hans af alþýðu-
fólki komnir. Hann var fæddur
1397 í Sarzana og sem ungur húm-
anisti kallaði hann sig Tomaso da
Sarzana. Sem húmanisti varðTom-
aso einn af embættismönnum páf-
ans Eugen IV. þegar sá síðarnefndi
var landflótta í Flórens. Það kom í
hlut Tomaso da Sarzana að koma
upp og skipuleggja hið nýja bóka-
safn í Flórens sem Cosimo de’Me-
dici lét reisa um þessar mundir.
Þetta var eitt af fyrstu opinberu
bókasöfnum á Ítalíu og þótt víðar
væri leitað. Nokkru seinna eða
1444 varð Tomaso da Sarzana
biskup í Bologna og síðar páfi í
Róm og tók sér nafnið Nicholas V.
Vegna þess að Nicholas V. var
mikill stuðningsmaður de’Medici
ættarinnar og þar með einn af
frumkvöðlum endurreisnartíma-
bilsins er nauðsynlegt að varpa
dálítilli birtu yfir atburði í Flórens
á þessum tímum.
Þótt hin pólitíska barátta á þess-
um tímum væri með allt öðrum
hætti en nú tíðkast þá verður ekki
rangt að tala um hægri og vinstri
pólitík í Flórens á 15. öld. Þegar
mótsetningamar milli stórfyrir-
tækjanna og hinna lægri stétta í
Flórens voru orðnar mjög miklar,
þá var það de’Medici ættin sem tók
málstað og studdi hinar fátæku
undirstéttir er áttu í útistöðum við
hina ríkju verksmiðjueigendur.
Það var ekki eingöngu góðvild sem
réði slíkri afstöðu, heldur ekkert
síður heilbrigð skynsemi.
Vegna stuðnings við hinar vinn-
andi stéttir varð Cosimo de’Medici
gerður útlægur frá Flórens og vísað
til Padúa. Cosimo tilheyrði Lýð-
ræðisflokknum sem árið eftir vann
sigur í kosningunum eða 1434.
Þegar Cosimo fór í útlegð til Padúa
þá var hann einn af ríkustu mönn-
um Flórens, og þegar hann kom
aftur til Flórens og tók við borgar-
ráðinu (Signoria), varð hann brátt
valdamesti maður borgarinnar. En
hann varð það ekki vegna auðæfa
sinna, heldur vegna gáfna sinna og
annarra mannkosta.
Með snilli sinni og góðvild og
með hjálp Lýðræðisflokksins tókst
Cosimo að ná miklum völdum.
Hann var fjármálasnillingur og til-
heyrði hinum jákvæðu kaupmönn-
um eins og fyrstu heimspekingamir
frá Míletos. Hann lét reisa klaust-
ur, kirkjur, skóla og sjúkrahús.
Hann stofnaði eitt af allra fyrstu
bókasöfnum Ítalíu. Það hefur verið
reiknað út að hann hafi gefið
400.000 gullflóríur til fátæklinga
og opinberra bygginga. Áríðandi
er að minna á það, að Cosimo
de’Medici stjórnaði Flórens án
vopna og án þess að bera sérstakan
titil.
Það var Cosimo sem fyrstur
manna fékk ungt fólk til að læra
gríska tungu, en grískan hafði ekki
áður verið námsgrein á Ítalíu.
Sjálfur nam hann grísku og hóf
lestur grískra heimspekirita. Hann
lánaði öðrum ríkjum, konungum
og furstum mikla peninga og stuðl-
þróun. Sagt var, að með skipum
sínum hafi hann flutt inn kryddvör-
ur frá Indlandi og grískar bækur og
handrit með sömu skipum. Hann
notaði auðæfi sín í þágu mannkyns-
ins. Það hefði verið mjög erfitt
fyrir Cosimo að vinna þannig að
uppbyggingu endurreisnartíma-
bilsins ef hann hefði ekki notið
mikils stuðnings páfans Nocholas
V.
borið fyrir hinum fornu menning-
arverðmætum. Þegar þessir villi-
menn höfðu eyðilagt bysantiska
bókasafnið, fluttu margir gáfaðir
grískir menntamenn til Ítalíu.
Sumir þeirra hófu kennslu í grísku
í húsi Cosimo de’Medici í Flórens.
Fall Miklagarðs verkaði sem
taugaáfall á Evrópubúa svo meira
að segja páfinn Nicholas V. varð
miður sín. Hærðsla greip um sig og
varð meiri en ástæða var til. Því
miður varð hræðslan til þess að efla
hin herskáu öfl meira en nauðsyn
krafði. Hinir frumstæðu einstakl-
ingar höfðu bætt aðstöðu sína í
lífsbáráttunni. Slíkt boðaði ekki
gott. En þrátt fyrir þetta hélt þróun
húmanismans áfram að verka í
Flórens.
Með Flórens sem fyrirmynd hófu
lllllHSfelS?*
Jóhannes Páll II veitir blessun af svölum Péturskirkjunnar í Róm daginn sem hann var kjörinn páfl.
II.
Cosimo de’Medici notaði pen-
ingana sem tæki til að efla menn-
ingu fólksins, en hjá óvinum
hans voru peningarnir takmark í
sjálfu sér. Cosimo, sem gerði
menninguna að takmarki, gat
stjórnað ríkinu án vopna af því að
fólkið tileinkaði sér hina heilbrigðu
skynsemi. En hinir sem gerðu pen-
ingana og auðæfin að takmarki
þurfa að stjóma ríkinu með
vopnum. Þennan lærdóm mátti
draga af þróun húmanismans og
endurreisnartímabilsinu á dögum
Cosimo. Afstaða einstaklinga til
peninga er því mjög þýðingarmikil.
Fmmstæðir einstaklingar sem hafa
mikla peninga eru í raun og vem
mjög hættulegir fyrir allt sem lifir
á jörðinni.
Það var vissulega margt sem gat
ógnað hinni jákvæðu húmanísku
þróun í Flórens á þessum tímum
meðal annars fmmstæðir og valda-
sjúkir menn sem af öfund hötuðu
Cosimo, hættuleg dulhyggja sem
þróaðist í hinum ýmsu ídaustmm,
frumstæðir furstar og konungar er
lögðu áherslu á vopnavald, barátta
innan kirkjunnar milli húmanista
og dulhyggjumanna og einnig hætt-
an frá hinum svo kölluðu aristó-
krötum sem gerðu sér alltof háar
hugmyndir um sitt ágæti og voru í
raun og veru mjög frumstæðir í
skoðunum þegar til kastanna kom.
Árið 1453 hertóku Tyrkir Mikla-
garð (Konstantínópel) og lögðu
borgina í rúst. Með falli borgarinn-
ar voru mörg fegurstu og dýrmæt-
ustu listaverk grískrar menningar
eyðilögð, mörg sígild grísk handrit
voru rifin sundur eða brennd. En
þarna voru ekki aðeins Tyrkir að
verki heldur einnig Fransmenn,
Feneyingar og ýmsir frumstæðir
kaupmenn sem enga virðingu gátu
hin ýmsu borgríki á Ítalíu að keppa
sín á milli um að fá til sín einhverja
af hinum gáfuðu húmanistum til að
efla menntun, menningarlílf og
heiður borgarinnar. Að reyna að
koma gáfuðu hæfileikafólki fyrir
kattarnef var talinn hinn versti
glæpur.
Hinir grísku kennarar í Flórens
lögðu áherslu á hinn hljómfagra
attíska framburð grískunnar. Rit
Platons og annarra Grikkja voru
lesin með alveg nýjum hætti, sem
ekki hafði áður þekkst í Evrópu.
Jafnvel guðsþjónusturnar í Flórens
höfðu gagn af þessum nýju grísku
áhrifum, umburðarlyndi meðal
hins venjulega fólks varð meira en
áður og kristindómurinn varð
dýpri.
Margir lærðir menn úti í Evrópu
fóru til Flórens til að læra grísku.
Grískan varð einnig til þess að
auka áhuga manna á hinum Iatn-
esku klassísku ritum eins og m.a.
ritum Marcus Fabius Quintilianus-
ar. Þessar fornu klassísku bók-
menntir opnuðu Evrópubúum nýja
andlega heimsálfu sem varð bæði
styrkur og góð vörn meðal annars
gegn hinum mjög svo andlega
sjúku áhrifum frá dulhyggju sumra
klaustranna.
En þá eins og nú á dögum,
fannst lítil sem engin vörn gegn
hinum frumstæðu mönnum er
reyndu að útrýma gáfuðum ein-
staklingum með einhverju móti,
lygum og rógi eða dauða, og þannig
draga úr orðstír þjóðarinnar.
III.
Frægt dæmi um slíka frumstæða
einstaklinga er frá sunnudeginum
26. apríl 1469 þegar hin mjög svo
öfundsjúka Pazzi ætt, hafði ákveð-
ið, með utankomandi hjálp, að
bókstaflega útrýma de’Medici ætt-
inni, gera út af við hana í eitt skipti
fyrir öll. Öfundin og hatrið átti sér
engin takmörk. Meðal annars var
ákveðið að myrða de’Medici
bræðurna Lorenzo og Giuliano við
hátíðarmessuna í sjálfri kirkjunni.
Alþýðan í Flórens kallaði þetta
„tyranmorðið", eða harðstjóra-
morðið.
Þennan dag var Giuliano veikur
og ætlaði ekki til kirkju. En hinn
frumstæði Jacop Pazzi fór sjálfur
heim til Giuliano undir yfirskini
vináttu og vildi fá hann til hámess-
unnar. Þegar bræðurnir féllu á kné
fyrir altarinu, réðust morðingjanir
til atlögu og hjuggu í sundur höfuð
Giulianos. En morðinginn sem átti
að drepa Lorenzo hikaði lítið eitt,
en það nægði til þess að Lorenzo
tókst að hlaupa á braut. Á svo að
segja sömu stundu og þetta gerðist,
þá kom erkibiskupinn Jacopo Sal-
viati af Pisa, með herlið og hélt til
Plazzo della Signoria til að hertaka
borgarráðshúsið, en lið hans var
afvopnað og tekið til fanga. Hinn
frumstæði Jacop Pazzi reyndi sam-
tímis að fá alla íbúa Flórensborgar
til að gera uppreisn gegn de’Medici
ættinni, en fólkið svaraði með
herópi gegn Pazzi. Fólkið sjálft
handtók bæði Jacop og Francenoc
Pazzi ásamt mörgum liðsmönnum
þeirra.
Á þessum dögum var hin and-
Iega menning í Flórens komin á
það stig, að fólk almennt gat séð í
gegnum hina frumstæðu menn sem
ætluðu sér að útrýma de’Medici
ættinni og komast sjálfir til valda.
í þeta skipti biðu hinir öfundsjúku
og frumstæðu menn ósigur.
Eftir þessi átök var stofnað hið
svo kallaða Sjötíumannaráð í Flór-
ens sem átti að hafa eftirlit með
kosningum í borgarráðið eða Sign-
oríuna. Þetta ráð kaus tvennar
nefndir til sex mánaða. 8 menn
sem áttu að sjá um utanríkismál og
12, sem áttu að sjá um innanríkis-
mál.
Þegar þetta gerðist var Lorenzo
de’Medici aðeins 20 ára og átti eftir
að vinna sín miklu menningarafrek
í þágu húmanismans og öðlast
nafnið il magnifico, hinn stórkost-
. legi.
Það er löngu kunnugt, að de’Me-
dici ættin hjálpaði öllu fólki sem
i átti við erfiðleika að búa í Flórens,
og sérstök áhersla var lögð á það
styðja hæfileikafólk á hinum ýmsu
sviðum. Skáld, rithöfundar og
listamenn fengu sérstakan stuðning
eins og frægt er orðið.
Að t.d. koma miklu hæfileika-
fólki fyrir kattarnef, en styðja ein-
göngu þriðjaflokks rithöfunda eins
og nú er vanalegt, þekktist ekki á
dögum de’Medici ættarinnar í
Flórens.
IV.
Stuðningur páfans Nocholas V.
við hina húmanísku menningu í
Flórens er alkunnur. Nicholas V.
var sannkristinn og setti á laggirnar
bókasafn Vatikansins í Róm og
fyllti það með klassískum grískum
bókmenntum.
Þessi húmaníska menningar-
þróun sem Nicholas V. studdi, var
í raun og veru undirstaða endur-
reisnartímabilsins. Það var þessi
þróun sem leiddi fram menn eins
og meðal annars Erasmus Roder-
odamus og William Shakespeare.
En þekking okkar á framgangi
hinna frumstæðu manna sem mót-
að hafa hina neikvæðu félagslegu
þróun nútímans er því miður alltof
lítil, og enn er of lítið gert til þess
að hægt sé að rannsaka þessa
frumstæðu einstaklinga sem fengið
hafa að ráða svo miklu og svo lengi
og sem leitt hefur yfir þjóðir stríð
og aðrar hörmungar, ofsækja flest
allt hæfileikafólk og vilja aðeins
leyfa þriðjaflokks blaðamönnum
og þriðjaflokks rithöfundum að
starfa. Slík neikvæð þróun er í
raun og veru miklu hættulegri fyrir
smáþjóð en þótt hún hafi t.d.
félagsskap á borð við Greenpeace
á móti sér.
Merkur sálfræðingur sem fengist
hefur við rannsóknir á slíkum nei-
kvæðum og frumstæðum einstakl-
ingum vitnar í einu riti sínu í þýska
skáldið H. Heine þar sem finna má
hin stranglega bönnuðu sannindi
um slíka frumstæða menn og hið
innra hugarfar þeirra:
„Ég hef hið friðsamasta sinni.
Ósk mín er: látlaus bústaður,
hálmþak, þægiiegt rúm, góðan
mat, mjólk og smjör, mikið græn-
meti, blóm við gluggann, fögur tré
við innganginn, og ef góður Guð
vill gera mig fullkomlega hamingju-
saman, lætur hann mig fá að
upplifa þá ánægju, að sjá sex eða
sjö óvini mína hengda í þessum
trjám. Með hrærðu hjarta mun ég
fyrirgefa þeim rangindi þeirra áður
en þeir deyja, já, maður á að
fyrirgefa óvinum sínum, en ekki
fyrr en þeir hafa verið hengdir.“
Skáldið Heine gerði sér ljósa
grein fyrir dauðaóskum hinna
frumstæðu og öfundsjúku manna
sem þola ekki gáfað fólk sem
vinnur að jákvæðri menningu og
gerir miklar kröfur til opinberra
stofnana og starfsmanna þeirra.
Nú á dögum þegar Jóhannes Páll
II heimsækir fsland er ekki úr vegi
að hugleiða hin jákvæðu störf
hinna gömlu kaþólsku páfa eins og
hins mikla húmanista Nicholas V.
Lengi lifi friðarbarátta Jóhann-
esar Páls II. páfa.
Gautaborg í maí 1989.
Einar Freyr.