Tíminn - 25.05.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 25. maí 1989
Tíminn 19
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Haustbruður
u;iKi'f:i aí ;
RhrVK|AVlKl)R
SVEITASINFÓNÍA
eftir Ragnar Arnalds
Laugardag 27. maí kl. 20.30
Sunnudag 28. maí kl. 20.30
Aðeins sex sýningar eftir
Bókmenntadagskrá 3.
bekkjar Leiklistarskóla
íslands og Leikfélags
Reykjavíkur um ást og erótík
Fimmtudag 25. maí kl. 17.00.
Miðasala t Iðnó simi 16620.
Nýtt leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur
Föstudag kl. 20.00. Uppseit.
Sunnudag 4.6 kl. 20.00 Aukasýning.
Siðasta sýning á þessu leikári.
Ofviðrið
eftir William Shakespeare
Miðasalan er opin daglega kl. 14-19 og fram
að sýningu þá daga sem leikið er.
Símapantanir virka daga frá kl. 10-12.
Einnig símsala með VISAog EURO á sama
tíma.
Nú er verið að taka á móti pöntunum til 11.
júnf 1989.
NAUST VESTURGÖTU 6-8
eftir William Shakespeare
Þýðing: Helgi Hálfdanarson
i kvöld kl. 20.00. Sfðasta sýning.
HVÖRF
Fjórir ballettar eftir Hlif Svavarsdóttur
Laugardag kl. 19.00 8. sýning. Athugið
breyttan sýningartíma
Sunnudag kl. 20.00 9. sýning. Síðasta
sýning.
Áskrittarkort gilda
Bílaverkstæði
Badda
eftir Ólaf Hauk Símonarson.
LEIKFERÐ:
12.-15. júní kl. 21 Vestmannaeyjum
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 13-20.
Símapantanir einnig frá kl. 10-12. Sími
11200.
Leikhúskjallarinn er opinn öll
sýningarkvöld frá kl. 18.00.
Lelkhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíð og
miði á gjafverði.
SAMKORT
Borðapantanir 17759
Eldhús 17758
Simonarsalur 17759
Brigitte Nielsen
er leið á að vera alltaf í
hlutverki „heimsku
ljóskunnar". Hún segist
vera viss um að fengi hún
gott taekifæri, þá gæti hún
sýnt góðan og áhrifamikinn
leik. I maímánuði mun
Brigitte Nielsen koma fram
í CBS-sjónvarpsmynd sem
kölluð er „Morð á
mánanum" (Murder on the
Moon) og þar segist hún
ætla að láta ljós sitt skína
sem leikkona. „Ég er send
til tunglstöðvar þar sem er
stunduð leit að dýrmætum
málum, og þar á ég að
upplýsa hræðilegt morð,"
segir Brigitte. „Persónan
sem ég leik er þrisvar
sinnum fráskilin, - svo ég
ætti að geta sett mig í
fótspor hennar. Ég get
dregið ýmsan lærdóm af
samskiptum okkar
Sylvesters (Stallone)".
Hér má sjá Poul Schluter forsætisráðherra Danmmerkur með Lisbeth eiginkonu sinni heitinni ásamt þeim hjónunum Steingrímil
Hermannssyni og Eddu Guðmundsdóttur í veislu sem haldin var á Hótel Sögu árið 1984 þegar dönsku forsætisráðherrahjóninl
komu í opinbera heimsókn til íslands. Nú hefur Schliiter fundið sér nýjan lífsförunaut eftir fráfall Lisbethar. Verðandi eiginkonal
Schluters er Annie Marie Vessel framkvæmdastjóri Hins konunglega danska ballettskóla. 1
Poul Schluter giftir
sig í þriðja skipti
Poul Schluter sem verið
hefur forsætisráðherra Dan-
merkur frá þvf árið 1982
hyggst nú ganga í það heilaga
í þriðja skipti. Schluter missti
Lisbeth aðra eiginkonu sína
úr krabbameini í febrúar-
mánuði 1988, en hún hafði
átt í harðri baráttu við krabb-
ann um nokkurt skeið og tók
Schluter fráfall hennar mjög
nærri sér.
Nú hefur hann aftur fundið
hamingjuna hjá hinni fertugu
Anne Marie Vessel, en hún
er framkvæmdastjóri Hins
konunglega danska ballett-
skóla.
Poul Schluter sem nú er
sextugur að aldri skildi við
fyrstu konu sína, en átti í
mjög farsælu hjónabandi með
Lisbeth sinni. Vonandi verð-
ur hann eins hamingjusamur
með Anne Marie, en brúð-
kaup þeirra mun fara fram
ll.ágúst.
Moskvuferð J.R. kostaði sitt:
Dallas frá Dallas
vegna blankheita!
Þó Ewing fjölskyldan hafi
alla tíð vaðið í peningum ef
marka má hina sívinsælu Dal-
las þætti, þá hafa blankheit
neytt Lorimar fyrirtækið sem
framleiðir þessa vinsælu þætti
til að flytja upptökur á þættin-
um frá Southfork og Dallas.
Ein ástæða þessa er sú að
vinsældir þáttarins hafa farið
dvínandi á sama tíma og
kostnaður við upptökurnar
hafa aukist.
J.R. Ewing ku vera á fullu
í fjármálabraski sínu þrátt
fyrir að næstu tólf þættir verði
ekki teknir upp í Dallas. Að
vísu hefur rísandi efnahags-
veldi Japana komið honum
illa í augnablikinu, en það er
næsta víst að J.R. mun ná
fyrri gróða með bellibrögðum
sínum sem fyrr.
J.R. var nýlega í Sovétríkj-
unum þar sem hann ræddi við
forráðamenn fyrirtækja í
Moskvu sem nú eru óðir og
uppvægir að fá erlend fyrir-
tæki til að fjárfesta í Sovét-
ríkjunum. Þannighyggst J.R.
græða á umbótastefnu Gor-
batsjofs.
Það voru einmitt upptök-
urnar á Rauða torginu í
Moskvu og víðar í Sovétríkj-
unum og Austur-Evrópu sem
urðu til þess að forráðamenn
Lorimar fyrirtækisins ákváðu
að taka næstu tólf þætti upp á
ódýrari máta en áður. Mikl-
um fjármunum var eytt í
þann túr, en verið er að sýna
þættina sem þar voru teknir
upp um þessar mundir í
Bandaríkjunum.
Talið er að borgarsjóður-
inn í Dallas verði af fimm
milljónum dollurum á þessu
ári ef allar upptökur á Dallas
verði fluttar annað þar sem
kostnaðurinn er lægri.
Ljóst er að Larry Hagman
mun leika J.R. Ewing eitt
árið enn þó að vinsældir þátt-
anna hafi rénað. Dallas er nú
í 30.sæti vinsældalistans í
Bandaríkjunum, en voru
langvinsælustu framhalds-
þættimir veturinn 1983 til
1984.