Tíminn - 25.05.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.05.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 25. maí 1989 Hvernig gat Flugstöðin! hækkað um Þjóðarbókhlöðu? „Þeirri spurningu er enn ósvarað hvers vegna svona gat farið. Hvernig gat hækkun framkvæmdakostnaðar (við Flugstöð Leifs Eiríkssonar) um fjárhæð sem er hærrí en t.d. framkvæmdakostnaður ríkisins á öllum skólabygging- um í landinu, og ámóta og öll bygging Þjóðarbókhlöðunnar til þessa, komist í gegn án þess að nokkur tæki eftir honum fyrr en um seinan? Þessi spurning er enn áleitnarí þegar það er haft í huga að ekki var staðið að framkvæmdinni af tæknilegum vanefnum né til sparað í þeim hlutum sem lúta að áætlanagerð og stjórnun“. Þannig spurði Indriði H. Þor- láksson hagsýslustjóri á ráðstefnu sem haldin var um verkefnastjóm- un við Flugstöðina í gær, og hvort eitthvað mætti af þeim fram- kvæmdum læra. Og Indriði hélt áfram: Ekki skil á gjörðum sínum... „Svarið er varla einfalt og engin ein skýring rétt. Mér sýnist Iíklegt að rekja megi þetta að einhverju og væntanlega verulegu leyti til þess að heildarskipulagning á fram- kvæmdinni var ekki með nógu góðum hætti. Hlutverk og skyldur einstakra aðila í því kerfi voru ekki nægjanlega skilgreind og þeim ekki gert að standa skil á gjörðum sínum með réttum hætti.“ „Ákvarðanir um framkvæmdir og eftirlit var á ábyrgð sama aðila og sá um áætlanagerð og hönnun. AHt þetta gerði það að verkum að allar breytingar og frávik frá áætl- unum voru næsta auðveld í fram- kvæmd og kallaði ekki á þann hvimleiða þátt að menn veltu fyrir sér hvort breytingar kostuðu pen- inga, og enn síður því að ástæður væru til að afla þeirra. Fjármála- legri stjórn var ábótavant og heildaryfirsýn vantaði." Þótt gerðar hafi verið haldgóðar áætlanir um verkáfanga sagði Indr- iði algerlega hafa láðst að gera samanburð á áætlun fyrir heildar- verkið, með þeim breytingum sem hún tók í tímans rás og á upphaf- legri áætlun og þar með þeim fjárhagsramma sem var fyrir hendi. „Æðsta yfirstjórn framkvæmd- anna tekur ákvarðanir um veiga- mikla þætti á grundvelli tillagna frá þeim sem verkefninu stjórna, en ekki er hirt um að koma upplýsing- um um fjármálalegar afleiðingar þess til skila.“ í erindi sínu hafði Indriði áður rakið það víðtæka hlutverk sem Fjárlaga- og hagsýslustofnun er lögum samkvæmt ætlað varðandi opinberar framkvæmdir og síðan hvernig staðið var að byggingu Flugstöðvarinnar með allt öðrum hætti. Þegar unnið er að opinber- um byggingum á vegum Fjárlaga- og hagsýslustofnunar og Fram- kvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins sagði Indriði m.a. óhjá- kvæmilegt að gera a.m.k. einu sinni á ári grein fyrir framkvæmda- legri og fjárhagslegri stöðu verks- ins og áætluðum heildarkostnaði. Varðandi Flugstöðina var hins vegar ákveðið með sérstökum lög- um að yfirstjórn þeirra fram- kvæmda yrði hjá utanríkisráðu- neytinu. „Lög þessi eru býsna óljós, en af greinargerð ... . má þó ráða að lögin hafi einungis átt að ná til fjármálalegrar og verklegrar yfírstjómar, en að öðru leyti hafi átt að fara eftir lögum um skipan opinberra framkvæmda m.a. að því er varðar skyldu til að leggja fyrir fjármálaráðuneytið allar breytingar á kostnaðar- og tíma- áætlunum." Hundruð milljóna umfram... Indriði kvaðst ekki fjölyrða um hvort mikið hafi farið úrskeiðis varðandi Flugstöðina, eða hvers vegna. Aðeins benda á þá stað- reynd, „að við verklok kemur í Ijós að til þessa verks hefur verið ráðstafað fé sem nemur hundruð- um milljóna, meira en allar sam- þykktir og allar áætlanir höfðu áður gert ráð fyrir.“ ... varla upp úr þurru... „Það sem ég hef í huga er að þessi staðreynd er ekki ný þegar hún kemur fram, heldur hefur hún verið á ferðinni um hendur þeirra aðila sem áætlunum og fram- kvæmdum stýrðu. Það fer ekki hjá því að upplýsingar um þessa fjár- vöntun hafi verið fyrir hendi í áætlunum og bókhaldi. Það sem vantar er að skipulega hafi verið haldið utan um þessar upplýsingar. Það vantaði heildar- yfirsýn á hverjum tíma. Yfir fjár- hagsstöðuna, t.d. í formi heildar- áætlunar sem tæki við upplýsingum á hverjum tíma. Um áfallinn kostnað, gerðar skuldbindingar og áætlanir um ólokna verkþætti." „Það vantaði líka að tiltækum upplýsingum um kostnað og skuld- bindingar væri komið á framfæri við fjármálayfirvöld, hvort sem það stafaði af því að heildaryfirsýn- ina skorti eða þau viðhorf hafi ríkt að ekki væri þörf á slíkri upplýs- ingamiðlun. Þegar litið er til framkvæmda við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og at- hugað hvað þar er sérstakt og frábrugðið því sem almennt gerist um opinberar framkvæmdir kemur í ljós að afbrigði eru í undirbún- ingsferli, í framkvæmdaferli og fjármögnun. Þegar á undirbúningsstigi er vik- ið verulega frá almennum ferli. Undirbúningurinn er unninn af nefnd sem skipuð er af því ráðu- neyti sem eðli málsins samkvæmt fór með þessi mál........ þessi áætlanagerð, bæði frumáætlun og endanleg áætlun, fór aldrei í hend- ur utanaðkomandi aðila til skoðun- ar eða athugasemda." Allt í utanríkisráðu- neytinu; ákvarðanir, framkvæmd og eftirlit Indriði benti á að sú breyting að færa yfirstjórn byggingar Flug- stöðvarinnar til utanríkisráðuneyt- isins hafi falið í sér að ferill um- fjöllunar og ákvarðana Fjárlaga- og hagsýslustofnunar féll niður. „Hvorki áætlanir né fram- kvæmdaákvarðanir voru lagðar fyrir einn eða annan aðila utan þeirra sem sóttu umboð sitt til utanríkisráðuneytisins. Þessi breyting þýddi líka það, að einn og sami aðili sá um áætlanagerð og undirbúning og tók ákvarðanir á grundvelli þeirra, sá um fram- kvæmd og hafði eftirlit með þeim og stýrði fjármálum...Skipulega uppbyggingu á nauðsynlegum eftirlits- og boðkerfum vantaði," sagði Indriði. -HEI Happdrætti til styrktar landgræðslu Á síðasta ári hófst átak í landgræðslu undir orðunum „græðum ísland - fsland græðir“. A því ári sem liðið er hafa safnast nokkrar milljónir króna og verður þeim peningum varið í samráði við Landgræðslu ríkisins. Átakinu verður nú haldið áfram og framundan er landshappdrætti til styrktar landgræðslu og verða miðar sendir til allra íslendinga 16-75 ára. Vinningar verða dregnir út í stuttum þáttum á undan fréttum Ríkissjón- varpsins dagana 10.-18. júní, að þjóðhátíðardeginum undanskildum. Stjórnandi þáttanna verður Ólína Þorvarðardóttir, fréttamaður. Með þessu happdrætti vonast Landgræðslan til að raungildi ráð- stöfunarfjár verði það sama og í fyrra, en það svaraði til um 6000 tonna af áburði, ef öll opinber fjárveiting væri notuð til áburðar- kaupa. Þvt er gert ráð fyrir að hlutur almennings verði um 15% af ráð- stöfunarfé Landgræðslunnar. Fjölmargir aðilar styðja átakið, bæði fjárhagslega eða með öðru móti, og munu þeir vekja athygli á málstaðnum og koma fram í sjón- varpsþáttum happdrættisins. í fréttatilkynningu frá Átaki í landgræðslu segir m.a.: „Skuld okk- ar við ísland er löngu fallin í gjald- daga og við getum ekki beitt fyrir okkur afsökunum á borð við fátækt eða þekkingarskort, fyrir því að ná ekki stærri áföngum í varðveislu og endurheimt gróðurlendi landsins. Það er íslendingum ljúf skylda en ótvíræð, að endurheimta fyrri land- gæði og skila landinu byggilegra til afkomenda okkar en sú kynslóð sem nú heldur um stjórnvölinn tók við því.“ -gs Krakkarnir sem fengu viðurkenningu fyrir teikningar. Þau sem hlutu önnur og fyrstu verðlaun eru til vinstri á myndinni. Tinna Dögg Gunnarsdóttir og Helgi Páll Jónsson. Umhverf isátak á Króknum Umhverfismálanefnd í Sauðár- króksbæ gekkst fyrir áróðursherferð fyrir bættri umgengni í bænum, eink- um meðal skólafólks. Farið var í allar bekkjardeildir í grunnskólan- um og rætt við nemendur um gildi góðrar umgengni til að gera bæinn hreinan og snyrtilegan. Sveit Boga Sigurbjörnssonar frá Siglufirði sigraði á Norðurlandamót- inu í Brids sem fram fór í Félagsborg á Akureyri nýverið. Sveit Boga hafði nokkra yfirburði á mótinu, híaut 159 stig af 175 mögulegum. AIIs tóku 16 sveitir af svæðinu frá Hvammstanga til Akureyrar þátt í mótinu, spilaðar voru 7 umferðir eftir monradkerfi. Eins og áður sagði hlaut sveit Boga 159 stig, í öðru sæti varð sveit Grettis Frímannssonar Akureyri með 138 stig, þriðja sveit Kristjáns Guðjónssonar Akureyri með 120 stig, fjórða sveit Gylfa Pálssonar Akureyri 118 stig, fimmta sveit Gunnars Berg Akureyri 115 stig og sjötta sveit Hellusteypunnar Akur- eyri með 112 stig. Sigursveitina skip- uðu Ólafur og Steinar Jónssynir og bræðurnir Anton, Ásgrímur, Bogi og Jón Sigurbjörnssynir, þess má geta að sveitin vann nú Norður- landamótið í þriðja skiptið í röð og verðlaunagrip mótsins til eignar. Mótsstjóri var Albert Sigurðsson. Sveit Boga Sigurbjömssonar í mótslok. ÖÞ. Fljótuirf Norðurlandameistarar í Brids í þessu sambandi var efnt til hugmyndasamkeppni meðal nem- endanna og verðlaun veitt fyrir bestu teikningarnar og var góð þátttaka meðal þeirra. Fyrstu verðlaun hlaut Helgi Páll Jónsson, fékk hann að launum reiðhjól og önnur verðlaun, myndavél hlaut Tinna Dögg Gunn- arsdóttir. Þá ætlar umhverfismálanefnd að gangast fyrir gróðursetningu víðs- vegar í bænum í júnímánuði og hefur verið leitað til klúbba og frjálsra félagasamtaka í bænum að leggja hönd á plóginn með kaup á plöntum eða fjárframlögum og vinnuframlagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.