Tíminn - 25.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.05.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 25. maí 1989 Tíminn 15 Ræöa Magnúsar Gunnarssonar stjórnarformanns Útflutningsráðs (slands flutt á aöalfundi Útflutningsráðs islands 12. maí 1989: Aukin samkeppni — aukin alþjóðahyggja Árið 1986 stofnuðu stóru sölu- samtökin í sjávarútvegi ráðgjafa- fyrirtækið Icecon til að markaðs- setja íslenska þekkingu á sviði fiskveiða og vinnslu. Icecon hefur fram til þessa selt framleiðslu og þjónustu íslenskra fyrirtækja fyrir milli 20 og 30 milljónir dollara og er í örum vexti. Hér er ekki eingöngu um að ræða tæki og vélar, heldur einnig um leið verk- takastarfsemi, skip og ýmiss konar þjónustustarfsemi. Svipað samstarf má hugsa sér á fjölmörgum sviðum t.d. með sam- starfi ferðaþjónustu og sjávarútvegs með öflugu ráðstefnuhaldi um ýmis áhugaverð málefni tengd sjávarút- vegi á hinum ýmsu sviðum og öflugum vörusýningum, eins og þegar er reyndar kominn vísir að. Annað dæmi er útgáfustarfsemi, þar sem sérgreind fréttabréf, tíma- rit og bækur um mál tengd sjávar- útvegi eru mikið seld til þess stóra hóps sem starfar að sjávarútvegs- málum í heiminum. Við höfum verið að reyna að markaðssetja tískuvörur úr ull, í stað þess að reyna að verða Benett- on hlífðarfatnaður fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk. Tölvuvæðing sjávarútvegs um allan heim býður einnig uppá ótelj- andi möguleika á markaðssetningu á íslensku hugviti á þessu sviði. Ég nefni hér aðeins nokkur dæmi, þarsem við gætum notað þann velvilja sem íslenskar sjávar- afurðir hafa aflað á liðnum árum, til að selja og markaðssetja fram- leiðslu annarra atvinnugreina. Pó ég undirstriki hér mikilvægi íslensks sjávarútvegs af ef til vill of miklum krafti að sumra mati er það ekki svo, að ég telji allt vera fullkomið á þeim vettvangi. Eins og kom fram hér áðan tel ég ýmsar blikur vera á lofti fyrir íslenskan sjávarútveg og nauðsynlegt að við höldum vöku okkar á því sviði ekki síður en öðrum. Breytingar á mörkuðum kalla á ný vinnubrögð og nýjar áherslur og á fiskmörkuð- um er sú krafa neytenda að fá fiskinn í sem þægilegustum umbúð- um og í því formi, að auðvelt sé að matbúa hann. Slík vöruþróun er rekin af fullum krafti innan sjávar- útvegsins og árangur óðum að skila sér. Vöruþróun og markaðssetning slíkrar neytendavöru er dýr og áhættusöm og samhliða því sem kaupendur slíkrar vöru verða stöð- ugt færri og stærri. Það er því nauðsynlegt fyrir fslendinga að styrkja þau sölufyrirtæki, sem standa í baráttunni á mörkuðunum og efla samstarf þeirra, eins og frekast er kostur. Til þess að ná árangri á þessum markaði þurfa íslendingar að geta boðið upp á breitt úrval afurða til að þjóna stöðugt stærri og stærri stórmörkuðum. Þátttaka íslendinga í alþjóðavið- skiptum með sjávarafurðir ætti að geta aukist. Við erum þegar kaup- endur á ýmsum fisktegundum, sem hráefni fyrir íslenskar verksmiðjur erlendis. Samdráttur í fiskveiðum og aukningu endurvinnslu hér heima hljóta að kalla á aukin hráefniskaup á alþjóðamörkuðum fyrir íslenska fiskvinnslu. Við þurf- um að kanna aukna möguleika á nýtingu á umfram fiskiskipastól okkar á erlendu miðunum. Það er til umhugsunar, hvort ekki eigi að reyna að efna til álíka samstarfs um stofnun slíks verslunarfyrirtæk- is í líkingu við Icecon til að leita eftir og þróa slík viðskipti. Svo ég haldi áfram slíku hugar- flugi má nefna hugmyndir sem fram hafa komið um stofnun al- þjóðlegs skóla á íslandi sem þjálfar nemendur fyrir alla þætti sjávarút- vegs, bæði veiðar, vinnslu og fi- skeldi. Þessi skóli gæti hugsanlega starfað í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar með svipuðum hætti og Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna gerir, en hann hefur nú starfað á Islandi £ mörg ár. Er hugsanlegt að setja upp al- þjóðlegan fiskmarkað á Islandi, sem fjarskiptamarkað, sem mundi gegna sama hlutverki fyrir viðskipti og skráningu verðlags á sjávaraf- urðum og Rotterdam hefur fyrir olíuvörur, London fyrir gull og New York fyrir dollar? Ég geri mér grein fyrir, að ýms- um muni þykja sumar af þessum hugmyndum fjarstæðukenndar, en ef þær hreyfa við ímyndunarafli fundarmanna er tilganginum náð. Við erum hér til að skapa umræðu og hreyfa við nýjum hugmyndum og það gerist ekkert, ef við leyfum okkur ekki að láta gamminn geysa svolítið. íslendingar hafa á undanförnum áratugum lagt mikla áherslu á fjár- festingu í menntun. Menntunarstig Islendinga er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það gefur Islendingum mikla möguleika, því vel menntað fólk á auðveldara með að bregast við utanaðkomandi breytingum og aðlaga sig að breytt- um aðstæðum. íslendingar búa við þá sérstöðu, að flestir hafa haft tækifæri til að kynnast almennum störfum í sumarfríum á yngri árum. Fyrirtækin okkar eru líka yfirleitt það lítil, að hver einstaklingur verður að geta tekið bendi til við fjölbreytileg viðfangsefni. Þessi sveigjanleiki eykur samkeppnis- stöðu okkar við útflutning á þekk- ingu og þjónustu. Flest verkefni á erlendum vettvangi krefjast út- boða og framangreindir þættir geta bætt samkeppnisstöðu okkar. Ég nefndi áðan fyrirtækið Icecon sem var stofnað á árinu 1986 og hóf reglubundna starfsemi fyrir u.þ.b. 1 Vi ári síðan. Síðan þá hefur fyrirtækið tekið að sér verkefni fyrir fjölda viðskiptavina og selt vörur og þjónustu fyrir vænlegar fjárhæðir. Annað dæmi, sem ég nefni oft í þessu sambandi er flugrekstur. Þrátt fyrir að íslendingar séu ekki nema fjórðungur úr milljón hafa íslendingar verið stórvirkir á sviði flugrekstrar. Á undanförnum árum hafa íslensk fyrirtæki leigt bæði flugvélar og áhafnir til aðila víðs- vegar um heim. Tæknilega hafa þessi verkefni gengið vel, þó að stundum hafi verið um fjárhagslega erfiðleika að ræða. Að mínu mati eru á þessum vettvangi enn mörg tækifæri og væri óskandi að íslensk- ir flugrekstraraðilar efldust svo að hægt væri að markaðssetja á öflug- an hátt íslenska flugrekstrarþekk- ingu á nýjan leik. Eitt svið er til viðbótar, þar sem fslendingar njóta álits, það er nýt- ing jarðvarma. I mörg ár hefur fyrirtækið Virkir selt ráðgjafaþjón- ustu og tekið að sér verkefni á sviði jarðvarmanýtingar. Ýmislegt fleira mætti nefna, svo sem skráningu á flugvélum og skipum, auk alþjóð- legrar fjármála- og tryggingarstarf- semi. Magnús Gunnarsson. íslendingar hafa mikla mögu- leika, jafnvel meiri en þeir ímynda sér til að taka að sér verkefni erlendis. Smæð landsins gæti jafn- vel reynst vera kostur. Á undan- förnum árum hef ég haft fjölmörg tækifæri til að ferðast víðsvegar um heim til að ræða um einstök verk- efni á sviði flugrekstrar og fisk- veiða. I mörgum tilfellum hef ég hitt fólk, sem hefur haft meiri áhuga á samvinnu við fulltrúa lítill- ar þjóðar, sem þeir geta talað við á jafnréttisgrundvelli, en að fara í samstarf með stærri þjóðum, sem Seinni hluti gjarnan voru nýlenduherrar þeirra áður fyrr. I þeim tilgangi m.a. tók útflutn- ingsráð að sér að framkvæma at- hugun á möguleikum á auknu sam- starfi íslenskra og erlendra fyrir- tækja í samstarfi við iðnaðarráðu- neyti og ýmis samtök, sjóði og stofnanir iðnaðarins. Niðurstaða þeirrar athugunar liggur nú fyrir ásamt tillögum um það hvemig auka megi slíkt samstarf í framtíð- inni. Útflutningsráð mun í sam- vinnu við hagsmunaaðila vinna að framgangi þess máls. I samvinnu við hagsmunasamtök atvinnulífsins hefur Útflutningsráð tekið að sér að safna upplýsingum um það sem er að gerast innan EFTA og Evrópubandalagsins og dreifa þeim upplýsingum til at- vinnulífsins. Útflutningsráð færfrá utanríkisráðuneyti eintak af öllum þeim gögnum sem ráðuneytið fær um málefni EFTA og Évrópu- bandalagsins og hefur skráð þau með skipulögðum hætti í bókasafni sínu. Til viðbótar fær Útflutnings- ráð ýmis önnur gögn sem til reiðu eru. Að undanförnu hefur verið unn- ið að því að afla sambanda erlendis til að fá greiðari aðgang að upplýs- ingum um það sem er að gerast á sjávarafurðamörkuðum. Þegar eru til upplýsingar hjá Útflutningsráði um flesta þá markaði, sem áhuga- verðir eru fyrir íslenska útflytjend- ur. Hér eru m.a. að ræða upplýs- ingar um veiðar, vinnslu, innflutn- ing á sjávarafurðum, útflutning á sjávarafurðum, verð og fleira. Til að bæta þessa upplýsingamiðlun er gert ráð fyrir að fljótlega komi hingað til lands fulltrúi frá FAO í Róm, sem mun kynna Globefish gagnabankann. I Globefish gagna- bankanum er að finna nýlegar upplýsingar um helstu stærðir, sem máli skipta í markaðsmálum sjávar- útvegs í öllum heiminum. Þar er jafnframt að finna upplýsingar um umfjöllun fjölmiðla um sjávarút- veg. Tel ég mjög mikilvægt, að þessar upplýsingar séu til á að- gengilegu formi fyrir útflytjendur og hvet ég þá til þess að nýta sér þær í framtíðinni. Útflutningsráð hefur lagt mikla áherslu á aðstoð við útflytjendur véla og tækja fyrir sjávarútveg. Eins og ég nefndi hér að framan er hér um að ræða eitt hið athygl- isverðasta sem gerst hefur í útflutn- ingi nýrra afurða á undanförnum árum. Útflutningsráð hefur staðið að stofnun fjögurra útflutnings- hópa, skipulagt sameiginlega þátt- töku fyrirtækjanna á fjölmörgum vörusýningum, staðið að útgáfu sameiginlegs kynningarbæklings fyrir greinina og auk þess verið í samstarfi við erlend fagtímarit, sem hafa gefið út sérrit um ísland. Útflutningsráð mun áfram leggja áherslu á iðnað £ tengslum við sjávarútveg og er verkefni kom- andi ára m.a. að auðvelda þessum fyrirtækjum að ná árangri á fjar- lægari mörkuðum. Útflutningsráð hefur látið endurvinna skýrslu um verkefna- útflutning, sem nefnd á vegum sjávarútvegsráðuneytisins vann fyrir nokkrum árum síðan. Skýrsl- an verður kynnt fljótlega og er vonast til að hún verði kveikja að enn öflugra starfi á sviði verkefna- útflutnings. Ég nefndi að framan fyrirtækin Icecon og Virki, sem unnið hafa mjög gott starf á þessum sviðum, en eins og ég sagði er um ótal aðra möguleika að ræða. Út- flutningsráð hefur tekið þátt í sam- starfi útflutningsráða Norðurland- anna og Norræna verkefnisútflutn- ingssjóðsins á þessu sviði og er ekki nokkur vafi á því, að íslensk fyrirtæki eiga mikla möguleika á þátttöku í ýmsum norrænum verk- efnum. Einnig er mjög líklegt, að íslensk ráðgjafafyrirtæki geti feng- ið verkefni við mat á verkefnum hinna þjóðanna. Á þeim starfstíma Útflutnings- ráðs, sem liðinn er frá stofnun hefur aðal áhersla verið lögð á náið samstarf við útflytjendur og aðstoð við kynningu á Islandi erlendis. Kynningarmál á Islandi eru viða- mikil viðfangsefni. Hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir að stórátök í þeim eru fjármagns- frek og fram til þessa hafa þeir fjármunir ekki verið til staðar. Annað verkefni, sem Útflutn- * ingsráð hefur hug á að sinna er mótun útflutningsstefnu fyrir ísland. Eins og ég sagði í upphafi erindis míns hefur of mikiil inn- flutningur miklu fremur en of lítill útflutningur skaðað þróun efna- hagsmála á Islandi á undanförnum árum. Núverandi ástand efnahags- mála er því ekki vegna þess, að íslenskir útflytjendur hafi ekki staðið sig á erlendum mörkuðum. Miðað við umfjöllun fjölmiðla mætti hins vegar ímynda sér að svo væri. Það er því jafnframt eitt af hlutverkum Útflutningsráðs að gera íslendingum grein fyrir stöðu útflutningsmála þjóðarinnar og því sem útflutningsfyrirtækin eru að gera erlendis. Eitt af því sem Útflutningsráð hefur gert í þessu sambandi var að leggja til að árlega yrðu veitt útflutningsverðlaun forseta íslands. Þessi verðlaun voru veitt í fyrsta skipti á Bessastöðum á Sumardaginn fyrsta 20. apríl s.l. Verðlaunin hlutu Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og dótturfyrir- tæki hennar erlendis. Það er von Útflutningsráðs, að verðlaun þessi hvetji bæði núverandi útflytjendur til dáða á erlendum mörkuðum og jafnframt nýja til að hefjast handa. Margt af því, sem ég hef nefnt er komið vel af stað, en aukin sam- vinna okkar allra er af hinu góða. Við þurfum að hugsa stórt og hafa víðan sjóndeildarhring og við get- um tekið ýmsar aðrar smáþjóðir til fyrirmyndar. Við þurfum að stýra bæði fyrirtækjunum og efnahag þjóðarinnar betur en gert hefur verið, en við eigum ekki að sökkva okkur niður í óvæga sjálfsgagnrýni og bölsýni. Við skulurn meta að verðleikum þá miklu vinnu og árangur sem náðst hefur á liðnum árum því ég er sannfærður um að ef þeir sem nú stjórna skila þjóðarbúinu með álíka framförum næstu 20 árin og þeir sem störfuðu í landinu síðustu 20 árin, þurfum við ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Við þurfum að setja okkur lang- tímamarkmið og aðlaga hugsunar- hátt okkar þeim miklu breytingum, sem eru að gerast í heiminum umhverfis okkur. Ef við gerum það tel ég, að íslendingar hafi mikla möguleika á því að hasla sér völl á mörgum nýjum sviðum í framtíðinni. Grundvallaratriði í þessu sambandi er, að með sam- starfi stjórnvalda og atvinnulífs sé á hverjum tíma til staðar það umhverfi, sem tryggir íslenskum fyrirtækjum jafna samkeppnis- stöðu við þau lönd, sem eru í harðri samkeppni við okkur. Án skilnings á þessu grundvallaratriði fækkar möguleikunum verulega. Ég hef oft notað þá samlíkingu áður, að þegar fyrstu landnemarnir komu til fslands fyrir meira en ellefu hundruð árum, þá var það venjan, að ungir íslendingar leggð- ust í víking erlendis í leit að ríkidæmi og heiðri. Við þurfum nú frekar en nokkru sinni fyrr að sækja lífsafkomu okkar til annarra landa og að hætti þessara fulltrúa fyrsta blómaskeiðs þessa lands, leggjast í víking. Magnús Gunnarsson stjórnarformaður Útflutningsráðs íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.