Tíminn - 25.05.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 25. maí 1989
FRÉTTAYFIRLIT
PEKING - Mótmæli og verk-
föll halda áfram í höfuðborg
Kina þar sem kínverskir stúd-
entar hafa lagt undir sig Torg
hins himneska friðar, nú hátt á
aðra viku. Erlendir frétta-
skýrendur telja að enn sé ekki
útséð um hver hafi yfir í valda-
baráttu harðlínumannsins Lj
Peng og umbótasinnans Zhai
Ziyang, sem er formaður kín-
verska kommúnistaflokksins.
Stúdentar og aðrir mótmæl-
endur bíða nú komu Wan Li,
þingforseta, sem stytti opin-
bera heimsókn sina til Banda-
ríkjanna vegna róstanna.
HONG KONG - Öll undir-
búningsvinna við stjórnarskrá
Hong Kong sem gilda á eftir
1997, þegar þessi breska ný-
lenda verour hluti af Kínaveldi,
hefur verið lögð niður þar til
niðurstaða fæst í mótmælun-
um í Kína. Sérstök nefnd Hong
Kong-manna sem unnið hefur
að undirbúningi grundvallar-
laganna taldi atburðina i Kína
hafa rýrt traust almennings þar
í landi.
VARSJÁ - Setuverkfall
stúdenta breiðist út um pólska
háskóla vegna þess að dóm-
stólar þar neituðu að viður-
kenna verkalýðsfélag stúd-
enta, NZS á þeim forsendum
að það vilji fá verkfallsrétt.
Kommúnistastjórnin í Póllandi
leyfði starfsemi verkalýðsfé-
lagsins Einingar eftir viðræður
vio stjórnarandstöðuna.
KABUL - Skriðdrekar og
önnur vopn streyma nú frá
Sovétríkjunum inn í höfuðborg
Afganistans. Þessi hernaðar-
stuðningur við stjórnina kemur
aðeins nokkrum dögum eftir
að Najibullah forseti hvatti leið-
toga skæruliða til að taka þátt
í friðarviðræðum, þar sem eng-
in von væri fyrir þá á hernaðar-
. sigri.
Skotárásir Palestínumanna síðustu daga á ísraelska hermenn hafa valdið mönnum verulegum áhyggjum vegna þess að þær eru taldar benda til að
uppreisnin þróist yfir í vopnaða borgarastyrjöld.
Spennan á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum vex og menn hafa verulegar
NIKÓSÍA - Iranar fagna nú
einum sínum stærsta sigri
gegn Irökum. Trúarleiðtogi
þeirra, Ayatollah Khomeini, er
að jafna sig eftir skurðaðgerö
sem gerð var á honum til að
stöðva innvortis blæðingar.
Khomeini, 86 ára, hefur enn
ekki fundið sér eftirmann.
PARÍS - Einn mesti stríðs-
glæpamaður Frakklands, Paul
Touvier, var handtekinn eftir
að hafa verið á flótta í 45 ár.
Franska útvarpið sagði að
kirkjunnar menn hefðu skotið
yfir hann skjólshúsi allt frá
stríðslokum.
W áhyggjur af stigmögnun átakanna:
Ottast að uppreisnin
þróist í vopnuð átðk
ísraelskir hermenn urðu fyrir skotárás í gær, í fjórða sinn
í þessari viku. Áhyggjur manna í ísrael fara nú vaxandi af því
að uppreisn Palestínumanna sem hófst fyrir um 17 mánuðum
sé að þróast yfir í vopnaða styrjöld.
CASABLANCA - Fundur
Arababandalagsins hófst á
friðsamlegum nótum, og enn
hafa engar harðorðar sam-
þykktir verið gerðar um deilu
Líbýumanna og Palestínu-
manna.
PANAMA - Ríkisstjórn og
stjórnarandstaða í Panama
tóku fyrir allar sáttaumleitanir
bandarískrar nefndar sem falið
var að reyna að leysa deilur
vegna kosninganna þar á
dögunum.
JÓHANNESARBORG-
Tveir hvítir menn frá Suður-
Afríku voru hengdir fyrir morð,
en tveir svartir landar þeirra
sluppu fyrir horn vegna fram-
göngu lögfræðinga þeirra, en
þá átti að hengja líka. Fjór-
menningarnir höfðu allir reynt
að fá dóminn mildaðan.
—
Árásin í gær var á fótgangandi
hermenn í arabahluta Bethlehem,
sem er 35.000 manna bær á Vestur-
bakkanum. Þessi árás kemur í kjöl-
far áskorunar leiðtoga uppreisnar-
innar um að gjalda líku líkt, að einn
ísraelskur hermaður eða landnemi
skuli falla fyrir hvern Palestínumann
sem drepinn er af ísraelum. Enginn
særðist þó í þessari árás, en herinn
fyrirskipaði útgöngubann í bænum
sem náði jafnt til múslíma og krist-
inna manna á meðan leitað var að
grunsamlegu fólki sem gæti hafa
staðið að tilræðinu.
Talið er að aukinn fjöldi skotárása
á ísraelska hermenn að undanförnu
og tónninn í þeim dreifibréfum sem
aðstandendur uppreisnasinnar hafa
dreift síðustu daga bendi eindregið
til þess að deilan sé að stigmagnast
og gæti jafnvel leitt til almennra
vopnaðra átaka Palestínumanna og
ísraela. Joel Greenberg, sem er
> ■ kunnur-dálkahöfundur í Jer-usalem-
Post skrifaði í blað sitt í vikunni og
telur að þetta sé einmitt raunin.
Forysta PLO, sem hefur aðsetur í
Túnis segist ekki kannast við að
dreifibréf sem hvetja til vopnaðra
átaka hafi verið gefin út á hennar
vegum, en fréttaskýrendur segja að
það bendi til klofnings í röðum
Palestínumanna um baráttuaðferðir
á hernumdu svæðunum. Segja
fréttaskýrendurnir að klofningurinn
sé á milli þeirra sem vilji nú þegar
beina baráttunni inn á vopnaðar
brautir annars vegar og svo hinna
sem vilja bíða lengur og sjá hvort
alþjóðlegur þrýstingur á ísraels-
menn verði þeim ekki svo þungbær
að þeir neyðist til að gefa eftir og
gera tilslakanir.
Síðastliðinn mánudag var skotið á
lögreglusveit í eftirlitsferð og sama
dag skaut maður í bíl með sjálfvirkri
byssu á þrjá ísraela sem stóðu í
vegkanti við þjóðbraut í-suðurhluta
ísraels. Enginn slasaðist í þessum
árásum. Hins vegar braust út skot-
bardagi sl. föstudag sem var sá
blóðugasti síðan uppreisnin hófst.
Einn Israeli dó í þeim bardaga og
þrír Palestínumenn. Herinn sagði
að þessir þrír Palestínumenn hafi
verið eftirlýstir fyrir að hafa ráðist á
araba sem taldir voru hafa veitt
ísraelsmönnum aðstoð.
Vopnaðar árásir sem þessar ganga
í berhögg við yfirlýsta stefnu PLO
um baráttuaðferðir á herteknu svæð-
unum. PLO hefur lagt áherslu á
„steinkasts-mótmæli“, sem eru lík-
leg til þess að vekja upp samúð
umheimsins á málstað Palestínu-
manna. Ýmsir hafa fullyrt að það
séu róttækir hópar araba sem standa
á bakvið þessar skotárásir í þeim
tilgangi að eyðileggja þann vísi að
friðarumleitunum sem verið hefur
milli Palestínumanna og ísraels-
manna.
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels var í Madrid á Spáni í vikunni
og varnarmálaráðherrann Yitzhak
Rabin var í Washington um svipað
leyti og voru þeir báðir að reyna að
afla tillögum sínum fylgis, en þær
gera ráð fyrir að að Palestínumenn
á herteknu svæðunum fái að-kjósa-
sér samningamenn til að semja frið
við ísraelsstjóm.
Shaike Erez, hershöfðingi og yfir-
maður stjórnsýslu á Vesturbakkan-
um hefur átt fund með 10 palestínsk-
um aðilum og gert þeim grein fyrir
friðaráætlun stjórnar sinnar, en allir
leiðtogar upreisnarinnar og leiðtog-
ar PLO hafa vísað þessum áformum
á bug.
Á sama tíma hefur yfirmaður
herafla ísraelsmanna lýst yfir
áhyggjum sínum vegna ofsafenginna
viðbragða ísraelskra landnema á
hernumdu svæðunum sem vilja
hefna fyrir skaða af steinkasti Pales-
tínumanna. Hann varaði þingnefnd
við því að hægri sinnaðir ísraelskir
stjórnmálamenn hvettu landnemana
til hefndaraðgerða á Vesturbakkan-
um og Gaza, en á þessum svæðum
eru nú um 70.000 landnemar búnir
að taka sér bólfestu. Á Gaza svæðinu
skutu ísraelskir hermenn á a.m.k. 7
Palestínumenn sl. miðvikudag, sam-
kvæmt upplýsingum frá sjúkrahús-
um, þar á meðal fékk 3 ára barn skot
í eyra og sjötug kona fékk skot í
andlitið. Ástandið á þessu svæði má
því, að dómi yfirmanns ísraelska
heraflans, ekki við því að hefndar-
- verk-landnema auki^ftn-á-epennuna.'-