Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 3. febrúar 1990 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL Celine var ung og óreynd og galt fyrir það með lífi sínu að eiga of eftiriáta móðurog of ákafan aðdá- anda. Stundum er banvœnt að vísa ________ brjálœðingi á bug Að morgni miðvikudagsins 29. mars 1989 fór hin 44 ára Mauricette Clavirola að heiman ásamt Jean sambýlismanni sínum. Hún ók honum jafnan til vinnu í Parempuyre, útborg Bordeaux áður en hún verslaði fyrir daginn og fór svo heim aftur. Mauricelte hafði tekið hið nýja frjálsrœði í áslamálum svo alvarlega að hún skildi við mann sinn nokkr- um árum áöur og hóf sambúð meö Jean. Hún var í góðu skapi þennan dag því dóttir hennar átli afmœli og um kvöldið skyldi haldin veisla. Celine Rouilliere var 18 ára og augasteinn móður sinnar. Hún var falleg og fíngerð og frábœr nemandi auk þess sem hún stundaði dans og starfaði í tómstundum að velferð eldri borgara í Bordeaux. Meiri fyr- irmyndardóttur var varla hœgl að hugsa sér. Mauricette skilaði Jean í vinn- una, keypti brauð og sneri svo heim. Þá var klukkan hálfníu og dagurinn lofaði góðu veðri. Bordeaux er það sunnarlega í Frakklandi að þar vorar snemma. Af því Celine átti afmœli fékk hún að sofa frarn eftir eins lengi og hún vildi. Mauricelte átti því ekki von á að hitta hana í eldhúsinu en hana langaöi í morgunverð og kaus að borða hann í félagsskap dóttur sinnar. Þess vegna smuröi hún brauð, setti fatið á borðið, lagaði kaffi og fór svo inn til að vekja Celine. Hurð- in að herbergi Celine virtist standa á sér. Þótt ekki vœri lœst þá gat Maur- icette ekki opnað. Það var eins og eitthvað vœri fyrir. — Komdu nú, svefnpurka, kall- aði Mauricette. — Við þurfum að scekja tertuna þína fyrir hádegi. Hún lagðist því nœst á hurðina sem lét smám saman undan. Þegar rifan var orðin nœgilega stór stakk Mauricette höföinu inn fyrir til að aðgœta hvað vœri fyrir. Það var Celine. Hún Iá á gólfinu í ljósbláum náltkjól og lítiö eitt dekkri slopp. Hvort tveggja var nú uppi undir höndum hennar þannig að hún var nánast nakin. Stór blóðpollur var á gólfinu og enn blœddi úr ótal sár- um um allan líkamann. Hljóp eftir lœkninum Mauricelte rak upp þvílíkt skelf- ingaróp að raddbönd hennar biðu tjón af. Hún gat aöeins hvíslað í viku á eftir og þá með miklum sársauka. En meöan hún œpti fann hún ekkert til. Öll meðvitund hennar beindist að limlestu líki dótturinnar á gólfinu. Jafnvel þá hlýtur Mauricette að hafa gert sér grein fyrir að Celine var látin en hún var ófœr um að meðtaka það. Það eina sem þaut um huga hennar var að sœkja lœkni og láta gefa Celine blóð. Lœknir var með stofu skammt frá og Mauricette hljóp úl og niður götuna og var oflsinnis nœrri dotlin í flýlinum. Hún ruddist gegnum bið- stofuna og inn til lœknisins en þegar hún œtlaði að skýra málið þá var röddin horfin svo hún kom ekki upp orði.Hún tók það til bragðs að grípa í lœkninn og bókstaflega draga hann með sér út. Lucien Delamere lœknir streittist ekki á móti. Hann kannaðist við Mauricette og gerði sér grein fyrir að eilthvað alvarlegt hefði gerst og að lœknishjálpar vœri þörf. Hann hafði búist við einhvers konar slysi en þegar hann kom inn í herbergi Celine sá hann þegar í slað að um var að rœöa ofbeldisverk. Hann sá líka að hann gat ekkert að gert. Af stœrð og fjölda áverkanna á slúlkunni og blóðmagninu á gólfinu málti ráða að vœri Celine ekki þegar lálin þá skipli þaö ekki nema mínút- um. — Gefðu henni blóð, reyndi Mauricette að segja og virtist œtlast til að lœknirinn gerði það á stund- inni. Hann kraup niöur og þreifaði eft- ir púlsi en það var bara til mála- mynda enda var enginn púls finnan- legur. Þegar hann stóö upp, var buxnahnéð gegndrepa af blóði. Hann hálfbar Mauricette fram í stofu, lagði hana í sófann, hringdi til lögreglunnar og tilkynnli morð. I sófanum andvarpaði Mauricelte og missti meðvitund. Það yrði engin afmœlisveisla í kvöld. Brjálœðingur að verki I Bordeaux búa um 250 þúsund manns og eins og aðrar franskar borgir af þeirri stœrð er hún ekki ör- uggur staður. Samt sem áður eru glœpir tíðastir meðal fíkniefnaneyl- enda, melludólga og annarra glœpa- manna. Morð eru fremur fátíð þar í Marc Bardot var ofbeldishnelgöur vandrœöagepill sem þoldl ekki að vera vísað á bug. röðum venjulegra borgarMorð ein- hvers sem tilheyrir undirheimunum krefst yfirleitt lítillar vinnu af hálfu lögreglunnar því ofast liggur ástœð- an í augum uppi og morðinginn nœst fljótlega. Charles Poulain, yfirmaður hjá morðdeildinni, bjóst ekki viö öðru en hér vœri um að rœöa eitthvað slíkt þegar hann kom á heimili Mauricetle klukkan rúmlega níu um morguninn. Mauricette var þá komin til meðvitundar og lœknirinn búinn að gefa henni róandi lyf. — Það var Marc Bardot, tókst henni að hvísla. — Hvernig datt mér í hug að hleypa þessum geöbilaða öfugugga inn í húsiö? Finnið hann og drepið hann. Nei, annars, ég vil gera það sjálf. — Konan þarf að fara á sjúkra- hús, sagði Poulain. — Eg get ekki tekið af henni skýrslu í þessu áslandi. Viltu hringja á sjúkrabíl? — Eg vildi gera þaö fyrr, svaraði lœknirinn. — Ég vissi bara ekki hvað lögreglan vildi. Ég hef aldrei lent í svona löguöu áður. Um leiö og lœknirinn fór í sí- mann, sagði hann Poulain hvar líkið vœri að finna. Mauricette sat í sóf- anum með andlitiö í höndum sér og skalf af ekka. Poulain opnaði dyrnar að her- bergi Celine og leit inn en fór síðan úl í bíl til aöstoðarmanns síns sem þar beið. — Hér hefur brjálœðingur verið að verki, sagði hann. — Ég hef aldrei séð jafnsundurstungið lík. Þetta er bara nýskeö. Láttu afgirða svœðið Desmoines, aðstoðarmaður hans, seildist eflir símanum og nokkrum mínútum síðar var búið að loka göt- unni. — Er vitað hver var að verki? spurði Desmoines. — Er einhver lýsing fyrir hendi? — Engin Iýsing, svaraði Poulain. — Móðirin segir að það hafi verið einhver Marc Bardol en hún er varla í áslandi til að segja neilt af viti. Ég veit ekki hvort hún sá þetta eða heldur það bara. Fullyrðing móðurinnar Desmoines kallaði í snatri út tœknilið og sérfrœðinga morðdeild- arinnar. Hugsanlega var ekki þörf fyrir slíkt en það var formsatrði sem þurfti að fullnœgja. Síðan biðu þeir félagar í bílnum eftir að locknir og ljósmyndarar lykju sér af innni í húsinu. Frome lœknir sá strax að Celine hafði aðeins verið látin skamma stund, innan vil hálfa aðra klukku- stund. Hann kvaðst efasl um að henni hefði verið nauðgað heldur heföi verknaöurinn verið framinn í ofsabrœði. Það kœmi hins vegar bet- ur í ljós við krufningu. — Það liggur blóðugur hnífur hjá líkinu, bœtti hann við áður en hann gekk að bíl sínum ók burt. — Viltu líta inn fyrir? spurði Po- ulain félaga sinn en Desmoines hristi höfuðið. — Er nokkur þörf á því? Hann hafði þegar séð fleiri illa útleikin lík en hann kœrði sig um. — Nei, en þú verður samt aö vera hér og líta eftir öllu. Ég œtla á sjúkrahúsið og athuga hvort hœgt er að rœöa viö konuna núna. A stöðinni var Poulain sagt að enginn grunsamlegur hefði náðst við vegatálmana og hann fyrirskipaði að þeir skyldu fjarlœgðir. Umferðin var nógu erfið í borginni þótl lögreglan tefði hana ekki frekar aö óþörfu. Á sjúkrahúsinu var staðan öllu betri. Mauricette hafði fengið lyf við hœfi og þótt hún gœti ekki nema hvíslað, vildi hún endilega segja allt sem hún vissi. Hún fullyrti að morðingi dóttur sinnar vœri liinn 21 árs Marc Bard- ot, húsamálari sem hafði búið á heimilinu þar til fyrir þremur vikum. — Hvernig stóð á því? vildi Po- ulain vita. — Hann var vinur Celine, svar- aði Mauricelte og fór augljóslega hjá sér. — Eric sonur minn er í herþjón- ustu svo herbergið hans var laust og — Hversu náinn vinur? greip Po- ulain fram í. — Mjög náinn, svaraði Mauricetle vandrœðalega. — Unga fólkið er svona nú á dögum. — Hvað var dóttir þín gömul? — Hún hefði orðið 18 ára í dag, svaraði Mauricelte og brast í ákafan grát. Vinurinn flutti inn Poulain beið þar til hún jafnaði sig en hélt þá áfram: — Segðu mér frá þessum Bardot. Hvað höfðu þau þekkst lengi og hvar kynntust þau? Af hverju heldurðu að hann hafi myrt hanal ljós kom að Mauricette vissi raunar harla fátl um manninn sem hún hafði hleypt inn í húsið og upp í rúm til dóttur sinnar. Celine kynntist honum árið áður á skemmt- un þar sem hún tók þátt í danssýn- ingu. Marc lék á trompet í hljóm- sveitinni „Rauðu neislunum". Eftir skemmtunina fór unga fólkið á veit- ingslað til að svala þorsta sinum í hitanum og þar kynntisl Celine Marc. Hann átti heima í úlhverfinu Pessac. Celine sagði móður sinni frá nýja vininum og kom síðan með hann heim og kynnti hann fyrir Mauric- ette og Jean. Marc kom vel fyrir. Hann var ekkert sérstakt glœsi- menni, grannlejtur og með mikið og óstýrilátt har. Á nútfma mœlikvarða var hann snyrlimenni. — Celine sagði að þetta vœri ekkerl alvarlegt og ég spurði liana ekkert út úr, sagði Mauricette dapur- lega. — Maður á að láta unga fólkið í friði með sitt— Ekki 17 ára ung- linga, sagði Poulain í áminningartón. — Hún var undir lögaldri og því barstu ábyrgð á henni. Poulain átti sjálfur dœtur og var ekkert hrifinn af hinu nýja frjálsrœði í ástamálum. — Hvernig stóð á því að Marc flulti inn til ykkar? vildi hann vita. — Hann sagðist þurfa að rýma húsnœðið sem hann hafði, svaraði Mauricette. — Það var í byrjun des-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.