Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. febrúar 1990 HÉLGIN 19 fram margar skilgreiningar á heim- speki: Sumir sögöu aö heimspeki og hlutverk hennar vœri aö samrœma allar vísindalegar niöurstöður í eina heildarmynd. Aðrir sögðu að heimspeki vœri aö kortleggja mannleg og félagsleg gildi. Enn aðrir sögöu aö heimspeki vœri rökfrœðileg rannsókn á stað- hœfingum manna. Sumir héldu fram aö heimspeki vœri eingöngu aö gera grein fyrir hlulveruleikanum. Til voru heimspekingar sem sögöu aö heimspeki œtti aö fjalla um guö, sálina og frelsi mannsins. Margir töldu að heimspeki vœri fyrst og fremst aö skilgreina hugar- starfsemi og eðli þekkingarinn- arÞannig moelli lengi telja. Einhver ein skilgreining, sem allirheimspek- ingar gátu fallisl á, var einfaldlega aldrei til. Ef menn skilgreina heimspeki sem aöferö lil að skilja og skilgreina veruleika þá œttu öll vísindi að telj- ast heimspeki. En vöxtur tœkni og vísinda varð svo gífurlegur á nœstu öldum að til uröu fjölmörg sérsvið. Vísindin voru þó fyrstu treg til aö yfirgefa heimspekina. Isaac Newton (1642- 1727) kallar t.d. helsta vís- indarit sitt „Mathematical Principles og Natural Philosophy". í lok 19. aldar fóru margir vísindamenn að af- neila „gamalli heimspeki" af grimmd og orð eins og náttúruheim- speki var sniðgengið. Þekkingin hundraðfaldaðist og í stað heildar- rnyndar komu fram sérsviö sem eng- inn maður gat þekkl. Samt hélt að áfram að vera ástríða heimspekinga að leita heildarmynda. Sérfrœðingur, sem þekkir aðeins sitt sérsvið, býr alltaf til afskrœmda heildarmynd með því að œtla eigin jjekkingu of stóran hlut í myndinni. I lilveru okk- ar eru engin lokið kerfi til. Allt í til- verunni tengist öllu öðru með ein- hverjum hœtti. A síðustu árum hefur það því aftur komist í tísku að leita að rót hlutanna. Og þróaðasti hluli hverrar frœðigreinar hverfur aftur lil móður sinnar heimspekinnar. Heimspeki frá aldamótum er nefnd samtímaheimspeki. Þar er að- allega um að rœða fjóra sterka strauma sem felst heimspekileg fley okkar hafa borist með. Þessar fjórar aðaltegundir á 20. öld eru: 1. Rökfrœðileg heimspeki. 2. Heimspekiskóli Ludwigs Wiltgenstein, en þar er gagnrýni múlsins meginviðfangsefni. 3. Díalektísk efnishyggja eins og hún birtist í heimspeki marx- ismans. 4. Tilvistarheimspeki og fyrir- brigðafrœði. Og hver þessara hópa markar heimspeki bás og skilgreinir hana viö sitt hœfi. Það er ekki nema eðlilegt aö heimspekingar telji sín sjónarmiö öörum fremri. Sumir telja sig jafnvel vera komna með endanleg svör. En stundum heyrist líka það sjónarmiö að fiestir heimspekingar 20. aldar sýni menningarlega hnignun. Verk þeirra standist engan samanburð við verk fyrri heimspekinga. En allt er þetta undir skilgreiningum komið. Hitt er augljósl að þekking hefur Gunnar Dal: margfaldast á okkar tíð þótt lilulur heimspekinga í þeirri þróun sé þar ekki meiri en annarra. Jörðin er ekki nauðsynlega miðja alheimsins og staða mannsins er ekki sértök í tilverunni. Samt er sjónarhorn mannsins sérstakt. Hann sér á sinn hátt hvað fram fer og svið hans er allur hinn þekkti alheimur. Við getum séð milljarða sólna og vertrarbrauta. Við getum séð millj- arða ára aftur í tímann og skoðað fœðingu alheims okkar. Viö getum séö fyrir um endalok hans. Menn telja sig þekkja lögmálin sem þar ríkja og kraftana sem stjórna öllu sem þar gerist. En hvað veit maöur- inn um sína eigin vitund, sjálfan dómarann sem skynjar þetta allt, semur forsendur og kveður upp dóma? Gamaldags eðlisfrœöingur t.d. hefur sjálfur, án þess að gera sér það fyllilega ljóst, aldrei haft reynslu fyrir öðru en sinni eigin vitund. Honum er samt meinilla við hugtak- ið vitund og vill ekki á nokkurn hátt blanda því inni í hina „hreinu vís- indalegu þekkingu" sína. Astœðan er augljós. Hann veit að í upphafi gefur enginn af þekktum eiginleikum al- heimsins minnstu vísbendingu um að vitund geli orðið til. Vitund er „óvísindaleg" vegna þess að það er erfitt að gera hana að mœlanlegum staðreyndum. En okkar sérstaka vit- und ákvarðar hvað við veljum úr þegar við skoðum veröldina. Maður- inn, hvort sem hann er vísindamaður eða rökfrœðingur, er sjálfu mœlitœki sérstakrar gerðar og niðurstöður hans verða óhjákvœmilega í sam- rœmi við það. Heimspekingar hafa í gegnum tíðina auðvitað skapað margar heimsmyndir. Það er því e.t.v. ekki rétt að tala um heimsmynd heimspekinnar. Samt sýnir öll saga heimspekinnar að heimspekingur nálgast veruleikana aðallega með skynseminni einni. Við gœtum kall- að veruleika heimspekingsins hug- takaveruleika, þótt það sé á engan hátt tœmandi. Bjartsýnir rökfrœðingar telja sig geta, með nógu skarpri og agaðri hugsun, byggt staðhœfingar sínar á traustum grunni. En rökfrœðingar verða eins og allir aðrir að byggja á ósönnuðum fullyrðingum. Og það sem skiptir sköpum um gerð heims- myndarinnar er hver hinna ósönnuðu fullyrðinga er valin. Menn hafa t.d. alltaf trúað á þá ósönnuðu fullyrð- ingu að mannshugurinn sé sjálfsagð- ur grundvöllur „sannana", „stað- reynda" og „veruleika“. Þessi trú hefur orðið grundvöllur allrar heim- speki. Þetta er ósannaður grundvöll- ur. Jafnvel ekki sennilegur. En er um annan grundvöll að rœða? Já, við trúum því. Á síðustu árum hafa komið fram nýir heimspekingar sent telja fjórar aðalstefnur 20. aldar blindgötur sem ntenn hafa senn gengið á enda. Þess- ir heimspekingar byggja á miklu meiri þekkingu en fyrri heimspek- ingar. Og þeir byggja á þróaöri stœrðfrœði. Þeir leitast viö aö út- skýra samrœmda heildarmynd. Þeirra rannsókn beinist að samband- inu milli vitundar og þeirra krafta sem hafa hannaö alheiminn og sljórna öllu í hinum efnislega heimi. Hlutirnir eru, að þeirra dómi, ekki eins og þeir eru vegna tilviljana eða úrvals úr fjölmörgum möguleikum eins og Darwinssinnar halda. Allir hlutir eru afleiöing af nauðsyn. I allri tilverunni eru ákveðnir fastar (konst- ants). Tilvera þeirra er enn í nokk- urri þoku eins og öll ný vísindi. En heimssamrœmið sem birtist Pýþag- orasi sem „tölur“ birtist áhorfandan- um nú í lok 20. aldar sem fastar. Það er hvorki vélrœnt náttúrleg úrvall né tilviljun sem rœður því að til er t.d. rökfrœðingur. Fastar tilverunnar ráða öllu afstœði. Ef afstœði kjarna- krafta og rafsegulkrafta vœri t.d. ör- lílið öðruvísi þá hefðu engin kolefn- isatóm myndast og þess vegna eng- inn rökfrœðingur orðið til. JOLA- KROSS- GATAN Dregið hefur verið í Jólakross- gátu Tímans og að vanda bárust ógrynni lausna. Lykilsetning gát- unnar var: „Sjá himins opnast hlið“. Upp kom nafn Hólmfríðar Helgadóttur að Setbergi í Fella- hreppi. Hólmfríður á von á verð- laununum í pósti innan skamms. ÁRAMÓTA- MYNDA- GÁTAN Mikill fjöldi lausna barst við áramótamyndagátu Tímans og voru langflestar réttar. Helst hnutu menn um mynd neðst til vinstri í síöustu línunni. En hér birtist rétt ráðning: Níundi áratugur aldarinnar á vafalaust eftir að verða í minni hafður. Rúmenar hafa fengið skötuhjúin fjarlœgð og í Berlín fagna Þjóðverjar. Biðjum að nýtt ár muni fœra (flytja) þjáöri mann- kind betri heim. Dregið var úr réttum lausnum og kom upp nafn Braga V. Berg- manns, Einholti 8 b, Akureyri, sem í verðlaun hlýtur kr. 5000. Verðlaunin verða send Braga innan skamms. ARAMÓTA-MYNDAGÁTA Armoumyndagíu limjm cr ckki •uc'raAin oy: laUvcrl afl idk.isl i vi<V Aíl vcnju gcrum vrA ckki grciminiun i txSkviolunum ■ og á. c og c. i og i. o og •• cAauogú. Fyrir rílln Uumi cr hcilrA vcrAUunum »A upphxA kr. 50110.00. DrcgiA vcrAur úr réllum lausnum. scm purlu »A hdfn borisl fyrir 15. janúar. Uunáskrili cr: DagbluA- iATlMINN, Lynghálu V - 110 Rcykjavik hxp'D / Rl/hEIM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.