Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.02.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. febrúar 1990 HELGIN I 17 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL Gamall vinur heimsótti Celine á 18 ára afmœlisdaginn. Hún vildi ekki þýðast hann og þá ákvað hann að enginn annar skyldifá hana heldur. ember og Eric var þá nýfarinn svo lierbergið hans var laust. Mér fannst bara sjálfsagt að bjóða Marc það og Jean var samniála. Flutli hann þá inn? Hvað gerðist svo? spurði Poulain. — Eg fór að sjá marbletti á hand- leggjunt Celine og stundum jafnvel áverka á andliti hennar. Þegar ég spurði þá hafði hún alltaf rökrélta skýringu. Slundum hafði hún hrasað á dnasœfingu eða rekið sig á œfinga- tœkin. Mig grunaði ekkert fyrr en í byrjun mars. — Barði hann hana? spurði Po- ulain. Fleygt út vegna ofbeldis Mauricetle kinkaði kolli og augu hennar fylltust tárum. — Það var á þriöjudegi og Celine var marin í andliti. Eg sagðist ekki skilja hvern- ig hún hefði farið að þessu á dans- œfingu og þá brast hún í grát og sagði að Marc hefði barið sig allt síðan hann flulti inn. Það mœtti ekki oröinu halla við hann og hún vœri orðin dauðhrœdd við hann. Hann vann ekki nema stopult því hann var alltaf rekinn úr vinnu og því var hann heima þann daginn. Eg fór upp og skipaði honum að láta niður og hypja sig. Ég vildi aldrei sjá hann framar. Hann reyndi ekki einu sinni að afsaka sig, tók bara dótið og fór. Þegar hann gekk út úr dyrunum, sneri hann sér að Celine og sagði: — Ég kem á afmœlisdaginn þinn. Þá erlu lögráöa og skalt ákveða hvort þú vilt mig eða mömmu þína. Ég sá hann ekki eftir það og Ce- line ekki heldur. Hún var hrœdd við hann og vildi ekkert hafa saman við hann að sœlda frekarÁ föstudaginn var fékk hún kort frá honum, fullt af ástarvellu en hún skrifaði „Lygari“ þvert yfir það. Það gœli legið ein- hvers staðar ennþá. Kortið fannst á skritborði Celine en ekki fannst neitt annað sem tengt gœti Marc Bardot morðinu. Fingra- för hans voru unt allt húsið og líka í herbergi Celine en engin blóðug fingaför fundust sem hefðu getað verið sönnunargögn. Morðvopnið, stór eldhúshnífur, var úr eldhúsi Mauricetle og þar sem hann var allur ataður blóði voru eng- in greinanleg fingraför á honum. Honum hafði verið beitt af miklu afli. — Stungurnar voru 96 talsins og þar af fóru sex beint í hjartað, til- kynnti Frome lœknir. — Það eina já- kvœða viö þetta var aö stúlkan lést nœr samstundis. Henni gafst ekkert tcekifœri lil að snúast til varnar. Það sér ekki á höndum hennar eftir átök. Ofbeldishneigður vand- rœðagepill — Veistu nokkuð nákvœmlega hvenœr hún lést? spurði Poula- inRúmlega álta og ekki seinna en 20 mínútur yfir, svaraði Frome strax. — Móðir hennar fór út rétt rúm- lega átta svo þarna er um að rœða 15 mínútur, sagði Poulain hugsi. — Er nokkuö fleira? — Henni var ekki nauðgað, svar- aði Frome. — Hún var alveg óspjölluð. — Hún hefur greinilega verið skynsamari en móðir hennar, varð Poulain aö orði. Síöan skýrði hann stöðu málsins fyrir Desmoines. — Marc Bardot er sá eini grunaði en við þurfum aö ganga varlega til verks. Éf hann hefði í hyggju að játa þá vœri liann búinn að því svo það er eins líklegt að hann sé búinn að koma sér upp fjarvistarsönnun. Setlu ntann í að afla sem niestra upplýs- inga um liann áður en við reynum aö handlaka hann. — Hann er ekki á sakaskrá, svar- aði Desmoines. — Ég er búinn að athuga það. Þú fœrð meira síðdegis á morgun. Desmoines bjóst ekki við mikilli sögu af 21 árs nianni sem aldrei hafði komist í kast við lögin. Marc Bardot var fœddur í Albi, 150 km austur af Bordeaux, og fluttist barn- ungur til Gironde. Fjölskyldan var ljölmenn og Marc átti fjölda systk- ina.Honum gekk illa í skóla og hann átti í stöðugum erjum við skóla- systkini og kennarar réðu ekkert við hann. Hann tók ekki próf en hœtti skólagöngu 16 ára. Hann fór á nám- skeið til að lœra húsamálun og þar kom fram sama ofbeldishneigðin og í skólanum. Málarameistarinn sagði Desmoines aö hann heföi leyfl hon- um að ljúka námskeiðinu fremur til að losna við hann en að það vœri viðurkenning fyrir hœfni. Það sama var uppi á leningnum hvar sem Marc hafði verið í vinnu. Enginn vildi vinna með honum og hann var alltaf rekinn fyrir áflog eða óhlýöni, nema hvort tveggja vœri. Fjarvistarsönnun Nítján ára var Marc kallaður til herþjónustu en var sendur heim eftir tvo mánuði þar sem hann taldist ófœr unr að hlíta heraga. Síðan hafði hann haldið áfram að skipta oft um vinnu og verið atvinnulaus öðru hverju. Hann álti enga vini og þar til hann kynntist Celine hafði hann heldur ekki ált vinkonu. — Hann var að vinna á morðdag- inn, sagði Desmoines. — Hann átti að byrja klukkan sjö um morguninn og verkstjórinn segir að hann hafi komið þá. — Það á þá að vera fjarvistar- sönnunin, sagði Poulain. — Hann œtlar að halda því fram að hann hafi verið að vinna þegar morðið var framið. Á hann bíl? — Gamlan og lúinn Renault 12, gulan að lit, svaraði Desmoines. — Gott og vel, sagði Poulain. — Sœkið kauða. Við grœðum ekkert á að bíða og það er best að heyra hvað hann hefur að segj Marc Bardot sagði nákvœmlega það sem Poulain hafði búisl við. — Ég var að vinna. Verkstjóri minn getur staðfesl það. Allt sem verksljórinn gat þó slaö- fest var að Bardot hafði komið til vinnu klukkan sjö en hann var einn í að mála íbúið þar sem enginn vildi vinna með honum. Verkstjórinn hafi ekki litið eftir honum fyrr en skömmu fyrir hádegi. — Fjarvistarsönnunin er einskis virði, sagði Poulain við Desmoines. — Það gagnar okkur ekkert því við getum ekki sannað að hann hafi ekki verið að vinna allan morguninn. Þetta stœðist aldrei fyrir rétti. Við þurfum sannanir. — Hann hlýtur að hafa verið al- blóðugur, sagði Desmoines. — Láttu taka alll sem hann á og rannsaka í leit að blóöleifum, skip- aði Poulain. — Því miður held ég að ekkert finnist. Maðurinn er ekki bara óþokki heldur kœnn líka. Hann hef- ur eflaust brennt fötin á stundinni. — Hvað þá um bflinn? stakk De- smoines upp á. — Hann vann of langt frá lil að hafa farið gangandi. — Það er möguleiki, svaraði Po- ulain. — Viltu hvort þú finnur ein- hvern sem goeli hafa séð bílinn í göt- unni hjá Celinu þennan morgun. Bíllinn var of áberandi Þarna var atriði sem Marc Bardot hafði yftrsésl. Hann hafði gœtt þess að skilja ekki eftir ummerki á morö- stað og brennt blóðugu fötin en hann gleymdi að bíllinn hans var allnokk- uð áberandi, beyglaður og skœrgul- ur, auk þess sent nágrannarnir þekktu hann mœtavel eftir þriggja mánaða búsetu í götunni. Ekki fœrri en fimm manns höfðu séð bílinn úti fyrir húsi Mauricette um áttaleytið að morgni morðdagsins og tveir þeirra höfðu meira að segja séð Marc sjálfan. Þótt hann héldi áfrani aö halda fram sakleysi sínu og að hafa verið að vinna allan morguninn þá nœgði framburður vilnanna til hand- töku og ákœru. Marc var ákœöur fyrir morð að yfirlögðu ráði og var það byggt á framburði Mauricelte og Je- ans um að Marc hefði sagt að hann œtlaði að vitja Celine á afmoclisdegi hennar. í kjölfar ákœrunnar ákvað Marc nú að breyta framburði sínum og viöurkenndi að hann hefði farið að hitta Celine uni morguninn. Hann hafði rœtt við hana um að hún fœri að heirnan og þau tœkju upp sam- búð. Hún hefði samœykkt það og þau hefðu alls ekki rifist, síöur en svo. Hún hefði verið á lífi og hlakk- að til framtíðar þeirra saman þegar hann yfirgaf hana um hálfníuleytið. Marc var óheppinn með tímaákvörðunina því löngu var Ijóst aö Celine var látin nokkru fyrir hálfníu. Er Marc heyrði það gafst hann upp og játaöi á sig morðið. Hann kvaðst hafa farið inn um gluggann á herbergi Celine og kom- ið henni í opna skjöldu. Hann bað hana að korna með sér burt en hún þverneitaði. — Henni var bara nœr að hafna ntér, sagöi hann. — Ég varaði Itana við og sagði að annaðhvort fengi ég hana eða enginn. Marc Bardot bíður enn rétlarhalda. Hann hefur gengisl undir ítarlega geörannsókn og veriö úr- skurðaður sakhœfur og ábyrgur gerða sinna. BLAÐBERA VANTAR víðsvegar á Reykjavfkursvæöinu Tíminn Lynghálsi 9,sími 686300 Nýmjólk í nýjum ham... GMJÓLK G-mjólkin geymist mánudum saman, utan kælis, sem kemur sér vel þegar langt er í næstu búð. Vel kæld bragðast hún sem besta nýmjólk og þegar Cappuccino-kaffi er annars vegar hentar engin mjólk betur. Leggðu nýja útlitið á minnið. nms- Fæst einnig í 1 lítra fernum G-MJÓLK ■ GEYMSLUÞOLIN MJÓLK ■ G-MJÓLK ■ GEYMSLUÞOLIN MJÓLK ■ G-MJÓLK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.