Tíminn - 20.08.1996, Qupperneq 3

Tíminn - 20.08.1996, Qupperneq 3
Þri&judagur 20. ágúst 1996 3 Seblabankinn: Rekstrarhalli 13 stœrstu sveitarfélaganna 1,7 milljaröar 1985: Halli upp á 8-10% af tekjum stenst ekki til frambúðar Þótt sveitarfélögin hafi náb verulegum árangri í ab draga úr hallarekstri 1995 má meira til ef duga skal. „Halli upp á 8- 10% af tekjum stenst ekki til frambú&ar", segir Seölabank- inn, sem í nýjum Hagtölum fjallar um framgang mála hjá 13 af 14 stærstu sveitarfélög- um landsins þar sem 75% landsmanna eru búsettir. Um 6,2 milljarða halli var á rekstri þessara þrettán sveitarfélaga árið 1994, eða um 32% af skatttekjum. Þetta segir Seðla- bankinn samsvara 40 millj- arða halla á ríkissjóði, sem „hlyti á fáum árum ab lei&a sveitarfélögin í alvarlega skuldakreppu". Með marg- háttuðum aðgerbum tókst ab minnka hailann í 1,7 millj- arða 1995, eða í tæp 8% af tekjum. En meira þarf til að mati Seðlabankans, sem fyrr segir. Fjárhagsáætlanir fyrir 1996 sýni enda áform um að ljúka því verki sem hafið var á síðasta ári. Rekstrargjöld eigi að lækka kringum hálfan annan milljarð og fyrirhugað sé að skera fjár- festingar nibur í einungis um 4 milljarða 1996, borið saman vib rúma 7 milljarða 1994. „Með því er viðbúið að fjárfesting sveitarfélaganna í heild verbi með því minnsta sem verið hef- ur síðastliðin 10 ár og vekur það nokkurn ugg um að svo lágu fjárfestingarstigi verði haldið til lengdar, þótt skynsamlegt kunni að vera að tímasetja fjár- festingu sveitarfélaga fremur í efnahagssamsdrætti en upp- sveiflu á borð við þá sem nú virðist hafin", segir greinarhöf- undur. Hreinar skuldir sveitarfélag- anna (sem á máli sveitarstjórn- armanna hallast peningaleg staða) voru í árslok 1994 komn- ar .í 22 milljarða, sem svaraði til Sjö hross í valnum eftir oð jeppi ók inn í stóö: Glanna- skapur „Þeir eru þab alltaf," svaraöi lögregluþjónn á Saubárkróki aöspuröur hvort ökumaöur jeppa sem ók á hrossastóö vib Varmahlíö í Skagafiröi í fyrrinótt hefbi veriö á lögleg- um hraöa. Lögregluþjónn- inn heldur aö glannaskapur hafi fyrst og fremst veriö ástæöa óhappsins. Ökumaðurinn ók inn í fjór- tán hrossa stób, en við árekst- urinn slösuðust eða drápust sjö hross. Þau sem ekki dráp- ust viö áreksturinn varö að af- lífa. „Bestu aðstæður," sagöi lög- regluþjónninn um aðstæðurn- ar, „hálfbjart," og taldi aö öku- maðurinn hefði átt að sjá hrossin. Engin slys urðu á fólki, en bíllinn er talinn ónýt- ur. -ohr 5% af landsframleiðslu og um 80% skattrekna sveitarfélag- anna. Þessar skuldir hafa síðan hækkað meb verðlagsbreyting- um og viðbótarhalla 1995 og býst seðlabankinn við að þær verði komnar í 25 milljarða (5,1% af landsframleiðslu) í lok þessa árs. Þar við bætist síðan uppsafnaðar skuldbindingar sveitarfélaganna við lífeyris- sjóbi, sem gætu numið allt ab 15-20 milljörðum að mati Seðlabankans. Með slíkri viðbót verbur hrein skuld sveitarfélaganna í landinu 8-9% af landsframleiðslu og um 130-150% af skatttekjum. Slíkar skuldir eru viðráðanlegar fyrir sveitarfélög í vexti, en viðsjár- verbar ef tekjur og umsvif drag- ast saman". ■ Myndl Fjárfesting sveitarfélaga % % aflanéframleiðslu Mynd5 Skuldir sveitarfélaga % af landsframleiðslu % Sveitarfélögin stefna ab því aö minnka fjárfestingu um nærri helming milli 1994 og 1996, þegar hún verbur minni en íáratug a.m.k. Hreinar skuldir sveitarfélaganna voru sáralitlar fram yfir 1985 en hafa síban aukist gríbarlega á fáum árum, t.d. minna en I % árib 1988 í 5% árib 1994. Nóttin var afslöppuö en um leiö hátíöleg, segir verkefnastjóri Menningarnœtur Reykjvíkur: Miðborgin full af menningu Aðstandendur Menningar- næturinnar í miðborg Reykjavíkur sem var haldin aðfararnótt sunnudagsins, þ.e. nóttina fyrir 210 ára af- mæli Reykjavíkur, eru mjög ánægöir meö hvemig til tókst. „Fólk var í hátíðarst- emningu, þab skapaðist nýtt andrúmsloft, ekki 17. júní- eða kamival stemming, held- ur haföi nóttin afslappað og jákvætt yfirbragð," segir El- ísabet B. Þórisdóttir, verk- efnastjóri Menningamætur- innar. Elísabet segir allt eins líklegt að Reykjavíkurborg muni standa fyrir slíkum nóttum í framtíðinni, ab borgin muni halda utan um þess háttar dag- Líf og fjör var í Reykjavík abfaranótt sunnudagsins. Birgir Cuömundsson, aöstoöarritstjóri Dags-Tímans: Nú er unnið á mörg- um vígstöðvum „Ég myndi segja að undirbúning- urinn gengi eftir atvikum vel," sagði Birgir Guðmundsson sem ráðinn hefur verib aðstobarrit- stjóri Dags-Tímans þegar hann var inntur eftir hvemig undir- búningi fyrir nýja blabib miðaði. „Þessa dagana er unnið á mörg- um vígstöðvum. Meðal þess sem mér finnst persónulega einna mest spennandi er að sjá hvernig gengur að tengjast hérðasfréttablöbum og öðmm héraðstengiliðum um land- ib allt, því það samband held ég að sé lykillinn að árangri þessa blaðs. Sem betur fer sýnist mér að þessi landsbyggðartenging ætli að ganga vel og úrvalsfólk að slást í lið með okkur. Það háir okkur óneitanlega aðeins að sumarleyfistíminn er enn ekki búinn og vib erum að gefa út blöð bæði norðan og sunnan heiða samhliða undirbúningnum, en við látum ekki deigan síga og stefnum ótrauð á að gefa fyrsta blaðið út á fimmtudaginn í næstu viku," sagði Birgir enn- fremur. Birgir verður með að- setur á ritstjórn blaðsins á Akur- eyri, en er nú búsettur í Reykjavik. „Já, það verður halló Akureyri hjá mér, og ég mun flytja noröur mjög fljótlega. Fjölskyldan mun svo fylgja á eftir þegar konan hefur fengið sig lausa úr vinnu og við höfum gengið frá okkar málum. Það leggst vel í mig að flytja, enda er ég ættaður frá Akureyri í móður- ætt, móöir mín Áslaug Brynjólfs- dóttir er frá Krossanesi og ég á heil- mikið skyldulið í höfuðstað Norð- urlands. Þar að auki eru mágur minn og svilkona til þess að gera nýlega flutt norður og ég á þar að auki vini og kunningja þarna." Aðspurður segist Birgir vera þokkalega bjartsýnn á viðtökur nýja blaðsins. „Mér finnst vera talsveröur spenningur fyrir þessu og maður finnur greinilega fyrir já- kvæðum straumum gagnvart þess- ari hugmynd. Auðvitað munum við lenda í einhverjum byrjunar- örðugleikum þegar farið er af stað með nýtt blað, sem þar að auki byggir á talsvert nýstárlegri tækni — hérlendis í það minnsta. En allir sem að þessu koma hafa góða reynslu að baki á ólíkum sviðum og blaðið byggir á tveimur traust- um stoðum sem eru Tíminn og Dagur, þannig að engin ástæða er til að ætla annað en menn sigrist á þeim vandamálum sem upp munu koma. Þess vegna er ég fyrst og fremst bjartsýnn," sagði Birgir Guðmundsson. ■ skrá og samræma hana. „Við eigum eftir að ræða við alla þá aðila sem stóðu að menningar- nóttinni með okkur, sjá hvaða form er best að hafa á þessu og hvaða lærdóm megi draga af nóttinni." Aðspurð segir hún að sér hafi komið skemmtilega á óvart hve þátttakan var almenn, bæði margir sem komu og fólk á öll- um aldri sem tók virkan þátt í þeim viðburðum sem í bobi voru. „Stemmningin sem skap- aðist við tjarnarbakkan var t.d. ólýsanleg, samkenndin var svo mikil þegar mannfjöldin sam- einaðist í fjöldasöng, söng af- mælissönginn, Svífur yfir Esj- una og Fyrir sunnan Fríkirkj- una." Að lokum vill Elísabet koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem tóku áskoruninni, þ.e. mættu og tóku þátt í við- burðum Menningarnæturinn- ar. „Það sem stendur upp úr er ný áhersla sem við eigum að hamra á. Hér í miðborginni er fullt af menningu af öllu tagi, s.s. galleríum og sérverslunum og öðru sem er full ástæða til að gefa betur gaum og gefa sér tíma til njóta." -gos Wmingar FJÖJdl vfnnlngahafa Upphaaö á hvarn vtnnlngahafa 1. 0 2.021.106 2.4-á fflf 1 247.140 3. «-• 49 8.700 4. >-. 1.523 650 ðsmtahi: 1*573 ^ Uppy«inQ» um vinningvtofcjr fáat «innio I aWiavara 60B-1611 •öaGranu númari 800-6611 og ftoxtMrpi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.