Tíminn - 20.08.1996, Side 11

Tíminn - 20.08.1996, Side 11
Þjóbhátíbardagur (Indipendence Day) * * * 1/2 Handrit: Dean Devl- in og Roland Emme- rich Leikstjóri: Roland ^^^mmmm Emmerich Abalhlutverk: Bill Pullman, Jeff Gold- blum, Will Smith, Randy Quaid, judd Hirch, Mary McDonnell, Margaret Col- in, James Rebhorn, Robert Loggia og Harvey Fierstein Borgarbíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Regnboginn og Stjörnubíó Bönnub innan 12 ára í einu leikrita Sams Shep- hard kemur fram að Banda- ríkjamenn búi til bíómyndir en láti Frakkana um kvik- myndirnar. Þessi skoðun virk- ar ekkert vitlaus eftir að maður hefur séð Þjóðhátíðardaginn sem stefnir í að verða aðsókn- armesta mynd allra tíma. Hún hefur að geyma það besta sem afþreyingariðnaðurinn í Hollywood hefur upp á ab bjóða og ekki er verra ab hafa söguþráb sem allir jarðarbúar hafa einhvern tímann velt fyr- ir sér. Þetta (og frábær mark- aðssetning) gerir Þjóðhátíðar- daginn að ansi merkilegri bíó- mynd. Þetta byrjar allt saman með komu risageimskipa sem taka sér stöðu yfir stærstu borgum jarðarinnar. Í fyrstu virðast þau ekki vera fjandsamleg en árásin hefst næsta dag, 3. júlí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna. í hreint mögnuðu atribi eyða geim- skipin heilu borgunum með gereyðingarvopnum sem ekk- ert virðist geta unnið á. Tak- markið er eyðing lífs á jörð- inni og nýting orkulindanna. Jörðin er bara ein af mörgum plánetum sem geimverurnar leiðinlegu ætla aö nota til þessa. Eins og við var að búast gef- ast jarðarbúar ekki upp þegj- andi og hljóðalaust og svara fyrir sig undir forystu Banda- ríkjaforseta, hins unga Thom- as J. Whitmore (Pullman). Þetta gerist á þjóöhátíðardeg- inum sjálfum en þótt geimver- urnar ráðist á jörðina sem slíka þá er bandarískt sjónarhorn ráðandi — með tilheyrandi þjóðrembu. Það er nú eins og það er. Þetta dregur þó lítið úr miklu skemmtanagildi því at- burðarásin er einfaldlega svo spennandi megnið af mynd- inni og tæknibrellurnar slá öll met. Ahrifin á fullan sal bíó- gesta leyndu sér ekki þegar risavaxin geimskipin höfbu lokið sér af í bili og milljóna- borgir voru rústir einar. Þetta var kuldalegra stríð en Kalda KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON s t r í ð i ð sjálft. Það þarf að sjálf- ——— sögðu ekki að spyrja að leikslokum og lausnin í bar- áttunni gegn þessum slímugu verum er skemmtileg nútíma- útgáfa af lausninni í skáldsögu H.G. Wells, Innrásinni frá Mars, en þab gefur auga leið að stuðst er við hana að ein- hverju leyti. Persónurnar eru margar og erfitt að skipa þeim í aðal- og aukahlutverk. Líklega mæðir þó mest á Bill Pullman sem leikur viðkunnanlegan Banda- ríkjaforseta en síðan berjast Jeff Goldblum, Will Smith og m* - Randy Quaid um að stela sen- unni og þá oftast með húmor- inn að vopni. Leikhópurinn er annars vel mannaður og greinilegt að Bill Pullman er orðinn eitt af stóru nöfnunum í Hollywood. Kaninn er oft ruglaöur en þetta kunna þeir, að búa til skothelda afþreyingu, og þeir gera það betur en allir abrir. Þjóðhátíðardagurinn er ein- faldlega bara svo flott. Þótt einstaka atriði fari í taugarnar á manni þá er heildin það sterk að það væri bara röfl að fara fetta fingur út í þau. Af- þreyingargildi þessarar bíó- myndar er ótvírætt. „Þau skjóta á okkur! "

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.