Réttur


Réttur - 01.01.1943, Qupperneq 30

Réttur - 01.01.1943, Qupperneq 30
34 RÉTTUR Þar eru í rauninni síSustu vígi Bandamanna á Kyrrahafi. En þar hafa þeir einnig vígstöðu til að hefja sókn noröur á bóginn og ná aftur úr greipum Japana hinum mikla eyjaklasa Kyrrahafsins. Þótt ekki verði neinu spáð um þessa sókn, þá er þó fullvíst, að hún verður bæði hörð og erfið. Bardagarnir á Guadalcanal og á Nýju Gíneu, sem staðið hafa nálega í 9 mánuði, sýna greinilega, hvílíkt feikna starf það verður að hrekja hina gulu drottnara burt af eyj- unum. Hernaðarlega skoðað virðist það varla vera vinnandi vegur nema að sókn verði hafin á hendur Japönum frá meginlandi Asíu. Nú er öll strandlengja Asíu frá Vladivostok til landamæra Indlands í höndum Japana. Af því má ráða, að Ráðstjórnarríkin munu ráða úrslitum um það, hvort takast mun að sigra Japana í náinni fram- tíð. Asíulönd Ráðstjórnarríkjanna eru tilvalinn staður til sóknar gegn Japan sjólfu, iðnaðarmiðstöðvum þess og aðdráttarleiðum. Þess mun þó ekki að vænta, að Rússland muni rjúfa frið á Japön- um meÖan það stendur eitt uppi í vörninni gegn Evrópuher Þýzka- lands. Hins vegar er þess að gæta, að Þýzkaland hefur lagt mjög að Japönum um að hefja sókn inn í Síberíu, svo að Rússar yrðu að berjast á tvær hendur. Til þessa hefur Japönum þó ekki þótt árennilegt að leita á Rússa — þeir hafa þegar nokkra hernaðarlega reynslu í þeim efnum! — þótt jafnan megi búast við því, að þeir freisti að lama hið rússneska stórveldi, sem fyrir allra hluta sakir er hættulegasti andstæðingur hins japanska keisaradæmis. Hið ný- stofnaða nýlenduveldi Japana í Asíu og á Kyrrahafinu hefur gjör- breytt fornri valdaskipan á þessum slóðum. Hið hráefnasnauða Japan er nú orðið með hráefnaauðugustu stórveldum heimsins. Japanar ráða nú yfir geysimiklum hráefnalindum, tini, olíu, baðm- ull, kolum og járni, og þeir hafa sýnt það áður, að þeim er mjög lagið að nýta þær. Því lengur sem styrjöldin varir, því meir sem þeim verður ágengt í Kínastyrjöldinni, því meir munu Japanar festa sig í sessi og styrkjast að hernaöarmætti. Fyrir þá sök er hinum engilsaxnesku stórveldum mjög í mun, að hernaðarleg sam- vinna takist með þeim og Ráðstjórnarríkjunum á vígstöðvum Aust- urasíu. Og þegar Iengra líður á styrjöldina mun vígstaða Rússlands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.