Réttur


Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 43

Réttur - 01.01.1943, Blaðsíða 43
RÉTTUR 47 ner, söguritari Síberíustríðsins, höfundur leiftrandi snjallra lýsinga á atburðum reynslu sinnar, er báru vott ósviknum hæfileika til að tjá ofsalegar tilfinningar, bæri með sér þá harmleiki, sem hann hafði lifað og lýst í ritum, að ævi hans væri í vitund manna runnin saman við hetjusögu hinnar tötrum klæddu Síberíu. Það var í allra vitund, að hann hafði dvalið í Þýzkalandi eftir valdatöku nazista, og allir hinir sigruðu litu til hans sem félaga (hlutverk hans var mikilvægt, en þó ekkert aðalhlutverk) og sem söguritarans, sem síðar mundi lýsa áþján þeirra. Einnig meðal óvinanna var hann það, sem vitað var um ævi hans, líkt og maður tengist landi, sem hann ferðast um, líkt og óviðkomandi maður er bendlaður við slys, sem hann rétt sleppur frá. Allir bjuggust við andliti merktu af Síberíu, höfðu eflaust þótzt finna slíks merki á ljósmyndum þeim, sem oft sáust í blöðum fyrir nokkru, — þar var auðvelt að skapa sér þau. Lifandi andlit er örðugra viðfangs til slíkra breyt- inga. Foringinn fór út úr varðstofunni, kom aftur, lokaði spjald- skránni og gerði samskonar hökuhreyfingu og þegar fyrri yfir- heyrslunni lauk. Tveir stormsveitarmenn ýttu Kassner í átt til dyra, og síðan með hrindingum og spörkum (þó ekki tilfinnanlegri en venjulegum lögregluhrottaskap) til fangelsisins. Ef þeir ætluðu að gera út af við mig formálalaust, hugsaði Kassner, hefðu þeir farið með mig til varðarhússins. Onei: Gangar og aftur gangar. Hann var loks látinn inn í fremur rúmgóðan, dimman klefa. Er nokkur stund var liðin tóku veggirnir að drekka í sig myrkrið °g grá málningin að sjást. Kassner gekk fram og aftur um klefann, eins og ósjálfrátt, hugsaði án þess að vera sér hugsana sinna með- vitandi; þegar honum varð það ljóst, stanzaði hann. Hann tók eftir því að veggirnir voru óhreinastir við dyrnar og niður við gólfið. Eftir þ á, sem höfðu gengið þar fram og aftur, eins og hann? En ekkert ryk. Klefinn bar vitni þýzku hreinlæti! Skyldi hann vera rakur? Hann varð þess snögglega var, að spurningarnar voru ó- sjálfráðar, meðan hugsanir hans hringsóluðu líkt og hinn andlausi líkami (ég hlýt að líkjast hrossi meir og meir!) hafði reikult augna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.