Réttur


Réttur - 01.01.1943, Side 44

Réttur - 01.01.1943, Side 44
48 RÉTTUK ráð hans gefið staðar, augun sáu áður en heilinn skynjaði: Vegg- urinn, neðst, var allur útkrotaður. Hugsunin greip allt, sem kom innan skynhrings hennar, til að losna frá veruleikanum. En hvað gat hann hugsað? Ef þeir kæm- ust að því, hver hann var, væri ekki um annað að ræða en það, hvort þeir kæmu bráðlega til að drepa hann, til að pynda hann, eða aðeins til að berja hann þar til hann missti meðvitund; hann gerði ekki annað þarfara en lesa það, sem krotað var á veggina. Sumar áletranirnar voru nærri útþurrkaðar. Nokkrar voru rit- aðar dulmáli (ef ég verð hér lengi reyni ég að lesa úr þeim). Aðrar voru vel skýrar. Hann tók að ganga um klefann á ný, lötur- hægt, festi augu á þeim skýrustu, og las er hann þokaðist nær: „Ég vil ekki. . . .“ Áframhaldið þurrkað út. Önnur áletrun: „Víst hefði það verið bærilegra að falla í götubardaga en deyja hér.“ Nokkrum sinnum frá því að Kassner varð fangi hafði það hvarflað að honum hvort þeir hefðu ekki getað unnið þann meirihluta verka- lýðsins, sem þá vantaði, ef lagt hefði verið til úrslitabaráttu um völdin, en honum var fullkunnugt að sér hætti til að láta óskir sínar lita skoðanir og var á verði gegn því. Setning eftir Lenin vék ekki úr huga lians: „Sigur vinnst ekki með forustusveitunum einum.“ Kassner hafði fundið til þess, frá því hann kom heim til Þýzkalands, að óhugsandi var að skapa einingu verkalýðsins neina með starfi í verkalýðsfélögum sósíaldemókrata og kaþólskra, að starf innan verkalýðsfélaganna og í verksmiðjunum var ónógt til þess að þjálfa verkamenn eins og þurfti til harðrar baráttu: rót- tæku verkamönnunum var alls staðar sagt upp fyrst, þeir höfðu verið neyddir inn í handiðnir, aðeins tíundi hver flokksmaður vann í stórum verksmiðjum. Árið áður voru færri verkföll í Þýzka- landi en í Frakklandi, Englandi, Bandaríkjunum.. . . Kassner hafði unnið að skipulagningu róttæku verkalýðsfélaganna, félagatala þeirra var kominn yfir þrjú hundruð þúsund í árslok. En samt var það of lítið. Nú þegar Hitler var kominn að, varð að skipuleggja einingu allra byltingarafla innan verksmiðjanna, og sameina þessi öfl um málefni dagsins; það varð að koma á nánu sambandi milli stjórnar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.