Réttur - 01.01.1943, Síða 50
54
RÉTTUR
bráðabirgÖalögum. Það er alltaf gott að vita hvar í flokki formæl-
endur einræðisins standa. Hitt er annað mál, að það er stundum
meiri stjórnmálakænska að þegja, þegar mann skortir valdið til
framkvæmdanna. Þingið hafnaði frumvarpi stjórnarinnar um þing-
frestunina, gegn atkvæðum „Sjálfstæðismanna“. Hinsvegar var sam-
þykkt að reglulegt Alþingi skyldi koma saman fjórum dögum eftir
að þessu aukaþingi er slitið, en í síðasta lagi 15. apríl.
Nú var ekki lengur eftir neinu að bíða fyrir ríkisstjórnina og
hún lagði fyrir þingið í frumvarpsformi aðaltillögur sínar í dýr-
tíðarmálunum. Frumvarpið er í 5 köflum. 1. kaflinn mælir svo fyrir,
að afnema skuli skattfrelsi fyrir varasjóðstillag félaga, annarra en
útgerðarfélaga 'og samvinnufélaga. Annar kaflinn er um viðbótar-
skatt á miðlungstekjur og skal fara með lítinn hluta skattsins sem
skyldusparnað, er endurgreiðist að styrjöldinni lokinni. Þriðji kafl-
inn er um smávægilegan eignaaukningarskatt, og er þar svo losara-
lega búið um alla hnúta, að furðu sætir. Þá kemur fjórði kaflinn,
sem er rúsínan. Samkvæmt honum skal verðlagsuppbót allra launa-
manna í landinu lækka um 20 af hundraði. Jafngildir það 12—13%
kauplækkun. En af grunnlaunum, sem fara fram úr 650 kr. á mán-
uði, skal enga verðlagsuppbót greiða. Samkvæmt fimmta kaflanum
á verð á landbúnaðarafurðum að lækka um 10%. Jafnframt skal
skipa svokallaða kauplagsnefnd landbúnaðarafurða. Fjórir nefnd-
armenn skulu kosnir af Alþingi og sá fimmti skipaður af ríkis-
stjórninni. Nefndin skal gera vísitölu, sem fara skal eftir við ákvörð-
un verðs landbúnaðarafurða. Ilafi nefndin ekki lokið þessu starfi
fyrir 1. maí skal verðlag á landbúnaðarafurðum lækka eftir viss-
um reglum miðað við framfærsluvísitölu og kemur það til fram-
kvæmda frá 1. maí fyrir mjólkurafurðir, en frá 1. september fyrir
kjöt.
Skattatillögurnar í frumvarpi þessu eru harla lítils virði og hefur
sumt í þeim vakið mikla kátínu meðal landsmanna. Afnám skatt-
frelsisins fyrir varasjóðstillög snertir aðeins verzlunarfélög og hluta-
félög, sem reka iðnað. Félög þessi liafa óhemjugróða, sem komið
er undan skatti. Vandamálið er að ná til þessa gróða. Til þess
kann ríkisstjórnin engin ráð. Þá kemur „viðreisnarskatturinn“ á