Réttur - 01.01.1943, Page 55
RÉTTUR
59
vcrð á innlendum og erlendum neyzluvörum og verkum inn-
lendra fyrirtækja.
d) v Skömmtun á þeim innlendum og erlendum nauðsynjavörum,
sem skortur er á.
e) Sérstakur stríðsgróðaskattur á eignaaukningu, sem orðið
hefur síðan í árslok 1939, hækkun á stríðsgróðaskatti, og af-
nám hins skattfrjálsa tillags til varasjóða. Stórum aukið eft-
irlit með framtölum.
f) 8 stunda vinnudagur og vinnuvernd.
g) Víðtækar endurbætur á alþýðutryggingunum.
2. Flokkarnir beri fram sameiginlegar tillögur til tryggingar at-
vinnunni í landinu.
3. Flokkarnir beiti sér sameiginlega fyrir ]iví, að í samkomulagi
við bændur verði ákveðið sanngjarnt grunnverð á landbúnaðar-
afurðir, er breytist samkvæmt sérstakri vísitölu.
Ennfremur vill flokkurinn gjarnan hafa samstarf við flokk yðar
um önnur mál, sem samkomulag kann að nást um.
Jafnframt væntum vér þess, að þér séuð reiðubúinn að taka upp
umræður um málefnagrundvöll fyrir ríkisstjórn, er þér tækjuð þátt
í ásamt Sósíalistaflokknum."
Bréfið til Framsóknar:
„Með skírskotun lil starfsskrár Framsóknarflokksins, sem birt er
i Tímanum 25. nóv. þ. á., og þess, sem fram hefur komið í umræð-
um í 8 manna nefndinni, fer Sósíalistaflokkurinn þess á leit við yð-
ur, að þér hafið samstarf við hann um að hrinda í framkvæmd eft-
irfarandi málum, sem flokkarnir virðast sammála um:
1- Flokkarnir undirbúi og flytji sameiginlega frumvörp um eftir-
farandi mál, á Alþingi:
a) Lækkun tolla og endurskoðun tollalöggjafarinnar til að
vinna gegn dýrtíðinni.
b) Þingið komi á fót stofnun til að hafa yfirstjórn utanríkis-
verzlunarinnar með höndum í því skyni að hagnýta skipa-
kostinn sem bezt og stuðla að lækkun vöruverðs.