Réttur


Réttur - 01.01.1943, Síða 57

Réttur - 01.01.1943, Síða 57
Réttur 61 a) Hækkun skatta á hátekjum. b) Dregið úr skattaívilnunum hlutafélaga. c) Felld verði niður varasjóðshlunnindi útgerðarinnar. d) Innheimtur eignaskattur af eignaaukningu stríðsáranna. e) Skerpt eftirlit með skattaframtali. 2. Ráðstafanir til að hagnýta skipakostinn og tryggja birgðir nauð- synja í landinu. 3. Ráðstafanir til að tryggja ríkissjóði mestan hluta verzlunar- gróðans.. Ennfremur um önnur mál er samkomulag kann að vera um.“ Eins og skýrt var frá í síðustu Víðsjá varð árangurinn af hréfi þessu sá, að Framsóknarflokkurinn, AljDýðuflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn skipuðu 9 manna samstarfsnefnd, 3 menn frá hverjum flokki. Voru strax settar nokkrar undirnefndir til að rannsaka ein- stök mál. Seint hefur starf nefndar Jressarar unnizt, svo að ekki er hægt að skýra frá neinum árangri enn. Eins og sjá má af bréfum þessum, hafa flokkar þeir, sem skipa meirihluta AlJjingis, lýst fylgi sínu við nokkur atriði í dýrtíðar- stefnuskrá Sósíalistaflokksins. I sambandi við afgreiðslu stjórnar- frumvarpsins um „dýrtíðarmálin“ munu Jreir nú ekki komast hjá að svara Jtví, hvort þeir vilja standa við þessar yfirlýsingar sínar, Jreg- ar á hólminn kemur. SVIPUR ALÞINGIS Sigrar Sósíalistaflokksins og verkalýðssamtakanna á síðasta ári hafa ekki aðeins haft úrslitaáhrif á afskipti AlJjingis af launamál- um og réttindum alþýðusamtakanna. Þeir hafa einnig sett nokkuð annan svip á Alþingi að öðru leyti. Mjög Jrungur er róðurinn að visu, en þó hefur ýmislegt náð fram að ganga fyrir atbeina Sósíal- istaflokksins, sem óhugsandi hefði verið fyrir ári síðan. Fjárlögin fengu allt aðra afgreiðslu en afturhaldið í ríkisstjórn °g Alþingi vildu og tóku ærið miklum stakkaskiptum frá því sem

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.