Réttur


Réttur - 01.01.1943, Síða 64

Réttur - 01.01.1943, Síða 64
68 RÉTTUR Ætlum vér íslendingar að vera menn til þess að byggja þetta land áfram, nema það til íullnustu, — eða koma aðrir til að nema það, máske frá þeim löndum, sem vér námum fyrir tæpum þúsund árurn ? Vér skulum gera oss ljóst, að vér erum að svara þessari spurn- ingu með breytni vorri hvern dag, — einmitt á þessum árum, sem nú eru að líða. Hafi Sigurður Nordal þökk fyrir þetta rit sitt. Með þeim hluta ævistarfs síns, sem í því liggur, leggur hann fram drjúgan skerf til þess að gera íslenzku þjóðina færa um að varðveita arf sinn, land sitt, tilveru sína og frelsi. Einar Olgeirsson. UM ERLENDAR BÆKUR Það hefur oftast fylgt örlögum smáþjóða, að þær hafa orðið að nema mál hinna stóru menningarþjóða, ef þær hafa viljað fylgjast með þeim nýjungum, sem gerast í heimi bókmennta-og vísinda. Við Islendingar erum þar engin undantekning, nema síður sé. Sérstak- lega á þetta þó við um sósíalistisk fræðirit. Er það hvorttveggja, að verkalýðshreyfing íslands er ung að árum, enda má svo heita, að á íslenzku séu vart til nein sósíalistisk fræðirit, hvorki þýdd né frumsamin. Með stórþjóðum lieims er hinsvegar allmikið slíkra rita eins og að líkum lætur. Um langt skeið var Þýzkaland öndVegisland sósíalistiskra bók- mennta, enda átti það bezt menntan sósíalistaflokk á 19. öldinni og höfundar hins vísindalega sósíalisma sömdu rit sín á þýzku. Jafn- vel eftir að alþýða Sovétríkjanna hófst til valda, og Sovétríkin tóku að sér forystuna í þessum efnum, var þýzkan enn aðalmiðill sós- íalistiskra hókmennta í Vestur- og Norður-Evrópu. Eftir valdatöku nazismans jókst sósíalistisk útgáfustarfsemi bæði í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Má nú svo heita, að hin

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.