Réttur


Réttur - 01.03.1937, Page 13

Réttur - 01.03.1937, Page 13
verkamenn, bændur og fiskimenn að koma á þessum samtryggingum sínum gegn þeim óvættum, er að steðja. Fyrir verkamennina þarf að fullkomna núverandi alþýðutryggingar, sem ekki eru nema svipur hjá sjón og jaf'nframt að láta sjúkra-, elli- og slysa-trygging- arnar ná til bænda og smáútvegsmanna. Jafnframt verður að athuga hvort hægt sé að tengja saman alþýðutryggingar og vátryggingar, sem hjálpað gætu smáframleiðendum all-verulega, þegar aflaleysi, grasleysi og fjárpestir bera að. Væru slíkar vátryggingar einskonar ,,jöfnunarsjóður“ þjóðfélags- ins. Tekjuöflunin til alþýðutrygginganna verður að breytast, nefskattsaðferðin er í senn sú dýrasta og ranglátasta. Það verður að afla teknanna til trygg- ir.ganna með ágóða vissra ríkisfyrirtækja og skött- um á þá ríku. Að kosta sérstaka innheimtu til þessa er vitleysa. Miklu betra er að láta innheimta það með tekjum ríkisins. Að sanaa skapi og þessar tryggingar yrðu alhliða og fullkomnar, hyrfi fátækraframfærið úr sögunni, einn svartasti bletturinn á íslenzku þjóðfélagi máðist af, skipulag „þrælahaldsins á 20. öld“ viki fyrir sam- eiginlegum tryggingum jafnrétthárra manna. Og þessar tryggingar yrðu um leið ein aSaltrygg- ing lýSræSisins gegn fasismanum. Samfara þessum tryggingum væri sjálfsagt að koma á meira eftirliti með allri framleiðslu og fram- leiðslutækjum frá hendi allra, er að því vinna. Eftir- lit verkalýðs og sjómanna á öllum vinnustöðvum, togurum og verksmiðjum er bráðnauðsynlegt bæði til að tryggja öryggi við vinnuna og að atvinnurek- endur segi ekki upp fólki að ástæðulausu, sem og til að hindra eyðslu að óþörfu (t. d. á veiðiskipunum) og bæta rekstursskipulagið. 13

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.