Réttur


Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 1

Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 1
65. árgangur 1982 — 3. hefti Heimskreppa auðvaldsskipulagsins er að nálgast ísland. í tvö ár hefur hún þegarsýnt það erlendis hvert hinn „frjálsi markaður" leiðir. Stærstu auðhringar ramba á barmi gjaldþrots (eins og AEG) eða eru reknir með slíku stórtapi að ríkið verður að styrkja þá (sbr. Pan American — flugfélagið o.fl.). Jafnvel ríkasta fyrirtæki heims, General Motors, tapar of fjár. Og enginn sér fyrir endann á þessu hruni: Atvinnuleysið og gjaldþrotin aukast hröðum skrefum. Sjálft auðvaldsskipulagið rambar á heljarbarmi. Menn muna að í síðustu heimskreppu var það fasisminn, sem sigraði í þorra auðvaldslanda, fílefldur af blaðakosti auðvaldsins og skefjalausu lýðskrumi. Harðstjórnin gegn verkalýðnum er þegarhafin í Bandaríkjunum og Bretiandi — og í undirbúningi í Vestur-Þýskalandi. „Velferðarríkin" eru að hrynja hvert á fætur öðru. Auðvaldið kýs heldur herbúnað en almannatryggingar. Og loks byrja blindingjarnir hér heima að sjá hver hætta er á ferðum fyrir íslenskt atvinnulíf og sjálfstæðið, ef þjóðin er fjötruð á kreppubási auðvalds- ins. Atvinnurekendur stöðva sumir framleiðslu sína og gerast heildsalar, það kvað vera öruggur gróði. Og samtímis koma þeir óvart upp um hvað þeir vilja: „Gengislækkunin þarf að vera helmingi meiri en var“, sagði einn þeirra í útvarpinu—og auðvitað átti hann þá við að kaupið ætti ekkert að hækka. „Leiftursóknin" er í fullum undirbúningi: gífurleg gengislækkun, bann við kauphækkunum, 5—10% atvinnuleysi, — það er það, sem afturhaldið ætlar launastéttunum, en varast að tala um það fyrir kosningar, — bara framkvæma það eftir kosningar. Verkalýður íslands og allt launafólk verður að vera á verði í kosningum. Atkvæðaseðillinn verður í framtíðinni aðalvopn launafólksins. Verkföll, — eftir að atvinnuleysið er skollið á í stórum stíl, — verða dýr og erfið, þegar atvinnurekendur láta þau máske standa í 1—2 mánuði, til þess að brjóta samtökin á bak aftur og gera verkamannafjölskyldurnar gjaldþrota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.