Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 1
65. árgangur
1982 — 3. hefti
Heimskreppa auðvaldsskipulagsins er að nálgast ísland. í tvö ár hefur hún
þegarsýnt það erlendis hvert hinn „frjálsi markaður" leiðir. Stærstu auðhringar
ramba á barmi gjaldþrots (eins og AEG) eða eru reknir með slíku stórtapi að
ríkið verður að styrkja þá (sbr. Pan American — flugfélagið o.fl.). Jafnvel
ríkasta fyrirtæki heims, General Motors, tapar of fjár. Og enginn sér fyrir
endann á þessu hruni: Atvinnuleysið og gjaldþrotin aukast hröðum skrefum.
Sjálft auðvaldsskipulagið rambar á heljarbarmi. Menn muna að í síðustu
heimskreppu var það fasisminn, sem sigraði í þorra auðvaldslanda, fílefldur
af blaðakosti auðvaldsins og skefjalausu lýðskrumi. Harðstjórnin gegn
verkalýðnum er þegarhafin í Bandaríkjunum og Bretiandi — og í undirbúningi
í Vestur-Þýskalandi. „Velferðarríkin" eru að hrynja hvert á fætur öðru.
Auðvaldið kýs heldur herbúnað en almannatryggingar.
Og loks byrja blindingjarnir hér heima að sjá hver hætta er á ferðum fyrir
íslenskt atvinnulíf og sjálfstæðið, ef þjóðin er fjötruð á kreppubási auðvalds-
ins. Atvinnurekendur stöðva sumir framleiðslu sína og gerast heildsalar, það
kvað vera öruggur gróði. Og samtímis koma þeir óvart upp um hvað þeir
vilja: „Gengislækkunin þarf að vera helmingi meiri en var“, sagði einn þeirra
í útvarpinu—og auðvitað átti hann þá við að kaupið ætti ekkert að hækka.
„Leiftursóknin" er í fullum undirbúningi: gífurleg gengislækkun, bann við
kauphækkunum, 5—10% atvinnuleysi, — það er það, sem afturhaldið ætlar
launastéttunum, en varast að tala um það fyrir kosningar, — bara framkvæma
það eftir kosningar.
Verkalýður íslands og allt launafólk verður að vera á verði í kosningum.
Atkvæðaseðillinn verður í framtíðinni aðalvopn launafólksins. Verkföll,
— eftir að atvinnuleysið er skollið á í stórum stíl, — verða dýr og erfið, þegar
atvinnurekendur láta þau máske standa í 1—2 mánuði, til þess að brjóta
samtökin á bak aftur og gera verkamannafjölskyldurnar gjaldþrota.