Réttur


Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 59

Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 59
Bandaríkjamenn byrja að rísa upp gegn fyrirhuguðu atómstríði Reagans: Gífurleg efling friðaraflanna í Evrópu hefur friðarhreyfingin vaxið hröðum skrefum. Mótmælun- um gegn kjarnorkuvígbúnaðinum rignir yfír stjórnimar, nú síðast í júní fékk Reagan að vita af mótmælum hundruð þúsunda friðarsinna í Evrópu, er hann sat fund í Bonn. En einnig í Bandaríkjunum hefur vaxið upp á örskömmum tíma voldug fjöldahreyfíng gegn kjarnorkuvopnunum og nær forusta hennar inn á þingið, svo ótta hefur slegið á Reagan vegna þingkosninga í haust og hann tekið að hræsna með friðarhjali um leið og hann eykur vígbúnaðinn. Ef til vill stendur þessi skjóta aukning friðarhreyfingar í Bandaríkjunum í nokkru sambandi við að nýlega urðu opinber þau skjöl, sem skýra frá því hvernig herstjórn Bandaríkjanna ætlaði að ganga frá Sovétþjóðunum dauðum, meðan Kaninn hafði enn einokun á atómvopnunum. — En þó mun aðalund- ir-rót friðarhreyfingarinnar vera hitt: að þjóðinni er að verða ljóst þvílík skelfing — tortíming — atómstríðið væri. í þessum umræddu skjölum er upplýst eftirfarandi um árásarfyrirætlanir banda- rísku herstjórnarinnar strax að stríði loknu 1945: 1945 var búin til áætlun um að tortíma 20 sovéskum stórborgum með atóm- sprengjum. Síðar, þegar Bandaríkin höfðu eflt atómsprengna-forðabúr sitt var áætlunin 1948 orðin sú, — sú áætlun hét „Chari- oteer“-áætlunin“ — að varpa 133 atóm- sprengjum á 70 sovéskar borgir. Ári síðar, 1949, var takmarkið með „Dropshot“-áætluninni að beita 300 atómsprengjum og 250 þúsund smálest- um af venjulegum sprengjum til þess að leggja í rúst 85% af iðnaði Sovétríkj- anna. — Og eftir „Trojan“-áætluninni 1950 átti að varpa atómsprengjum á 100 stórborgir Sovétríkjanna. Skjöl, sem Harvard háskólinn birti nýlega í ársfjórðungsriti sínu, sýna að hernaðaryfirvöldin bandarísku ætluðu eftir 1950 að gereyða Sovétríkjunum: það átti með samtíma og samræmdrí árás 735 sprengju-flugvéla af gerðunum B-47 og B-36 að gera allt Sovétlandið að rjúkandi geislavirkrí rúst á tveim klukku- tímum. 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.