Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 5

Réttur - 01.07.1982, Síða 5
Lúðvík Jósepsson: Nýr hafréttarsáttmáli og afstaða Bandaríkjastjórnar í nærfellt 10 ár hefur Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna unnið að gerð nýs hafréttarsáttmála, — sáttmála sem ætlað er að gilda sem alþjóðalög um hafréttarmál. Upphaf þessa mikla og merkilega verkefnid var sérstök samþykkt AHsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna um að úthafsbotninn, utan landhelgislögsögu strand- ríkja, og öll verðmæti hans skyldi teljast sameign mannkyns og að arður sem feng- ist við vinnslu á þessu gífurlega mikla botnsvæði, skyldi fyrst og fremst renna til hinna fátæku þjóða þ.e. til þriðja heimsins svonefnda. A grundvelli þessarar einróma sam þykktar AUsherjarþingsins átti Hafréttar- ráðstefnan að vinna og það var hennar verkefni að ganga frá alþjóðlegum reglum eða lögum, sem tryggðu þessa samþykkt. Síðar var Hafréttarráðstefnunni falið að setja nýjar reglur um allt sem varðar hafið, um landhelgi, efnahagslögsögu, um siglingar, um mengunarmál og að sjálf- sögðu um hvernig skyldi staðið að vinnslu málma og annarra verðmæta af úthafs- botninum, eða hinu alþjóðlega hafsbotns- svæði, sem ekkert einstakt ríki gæti gert eignarkröfu um. Störf Hafréttarráðstefnunnar hafa tek- ið langan tíma, enda verkefnið flókið og margþætt. Það hefur vissulega ekki verið auðvelt verk, að ná fram samkomulagi 150 þjóða um allar hafréttarreglur, enda vitað fyrirfram um mikinn ágreining um marga þætti þeirra mála. Við íslendingar þekkjum vel þann ágreining sem uppi hefur verið um landhelgi og fiskveiðirétt- indi. Við þekkjum kröfu Breta og fleiri þjóða um „sögulegan rétt“ sem átti m.a. að tryggja þeim lagalegan rétt til fisk- veiða, svo til upp í landsteina hér við land, af því að þeir höfðu stundað slíkar veiðar í hundruð ára. í þessari litlu grein verður ekki rætt almennt um hið stórmerka starf Hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, heldur er ætlunin að vekja nokkra athygli á aðeins 133

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.