Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 20

Réttur - 01.07.1982, Page 20
Roque Dalton (E1 Salvador, 1935—1975) I Pað rigndi kvöldið sem ég fór fyrst á sellufund rennvotum var mér fagnað af fjórum eða fimm persónum úr ríki Goya allir virtust ofurlítið leiðir kannski á ofsóknunum eða jafnvel pyntingunum sem þá dreymdi hverja nótt. Upphafsmenn stéttarfélaga og verkfalla sögðu hásum rómi að ég þyrfti að velja mér dulnefni ég ætti að borga fimm pesó á mánuði við kœmum saman á hverjum miðvikudegi spurðu hvernig námið gengi sögðu að nú skyldum við lesa bækling eftir Lenín það vœri óþarfi að segja „félagi“ í öðru hverju orði. Þegar við fórum var hœtt að rigna. Mamma skammaði mig fyrir að koma seint heim. Endurskoðunarstefna Ekki alltaf. í Macao, til dæmis, er ópíumið ópíum fólksins. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Sjá nánar um Roque Dalton í „Rétti" 1981, bls. 131. 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.