Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 29

Réttur - 01.07.1982, Page 29
Það er hart að þurfa að slá af móði þá, sem gegna réttvísinnar hljóði. Það er sárt að ata í bróðurblóði bóndaniðjans vinnufúsa hönd. Það er eins og rímlaus röst í Ijóði, rekin fram af sundurtættri önd. Nauðsyn lífs hvern lagastaf þó brýtur, langlund hinna snauðu eitt sinn þrýtur. Sá, sem á er barið, berjast hlýtur, bylting er hans eina ráð í neyð. Kúgun öll að feigðarósi flýtur, — frelsið er hin mikla sigurleið. V Hefjum vora stétt til stœrri dáða! Stofnum heilir bræðralagið þráða! Vörpum meira Ijósi á bóga báða! Brjótum dauðans gráu vígi senn! Starfsins þjóð skal vaka, vinna, ráða! Vort er ríkið, nýja tímans menn!

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.