Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 32

Réttur - 01.07.1982, Síða 32
ránstökum sínum, en skilyrðin til að brjóta þá hlekki voru sköpuð með sjálf- stæðinu — og fór eftir þroska og róttækni þjóðanna hve fljótt sú þróun gekk. Auðvald Evrópu hafði í aldarbyrjun byggt það á gífurlegu arðráni sínu á nýlendunum að geta látið nokkuð undan vaxandi kröfum verkalýðsins heima fyrir: auðvaldið vildi stéttarfrið heima meðan það stóð í kúgunarstríði erlendis. Og þessar kjarabætur skópu hjá ýmsum í verkalýðshreyfingunni tálvonir um að gera mætti kapítalismann viðunandi. (Undir- rót sósíaldemókratismans). Nú er grundvöllur þessa nýlendugróða að nokkru hruninn og skjálfti fer um leifar hans. Við auðmannastéttunum blasir í æ ríkara mæli hætta á valdamissi heima og erlendis, er þær sýna sig ófærar um að stórbæta kjör vinnandi stétta, heldur rýrir þau stórum og stöðugt. Gjald- þrot jafnvel voldugra auðhringa vofa yfir auk hruns hinna smáu fyrirtækja. „Vel- ferðarríkin“ hrynja, er grundvöllurinn brestur1. Kreppa auðvaldsskipulagsins virðist ólæknandi. Sá kapítalismi, er tók að mótast á 15. og 16. öld sem verslunar- auðvald, gerbreytti heiminum í krafti iðnbyltingar 18. og 19. aldar og tók á sig mynd heimsvaldastefnunnar um 1900 — er að komast á leiðarenda. Pólitískt gjaldþrot auðmannastétta heims blasir við. Auðvaldsþjóðfélaginu ferst nú, eins og Marx og Engels segja í „Kommúnistaá- varpinu“ (bls. 96) sem þeim „galdrameist- ara, sem fær ekki ráðið lengur við anda undirdjúpanna, er hann hefur vakið upp.“ Ýmist skapast offramleiðsla, er veldur kreppum, eða gengið er á auðæfi lands og sjávar, svo til þurrðar leiðir, — eða jafn- vel ætt út í algera tortímingarstyrjöld. En hvað getur tekið við eða gerst? Það er að mínu áliti um þrjá mögu- leika að ræða. 1. Mannkynið líði undir lok Þeir Marx og Engels segja í upphafi Kommúnistaávarpsins um þróun stétta- baráttu undanfarinna alda að henni hafi „gjarnan lokið á þá lund, að þjóðfélagið hafi tekið hamskiptum í byltingu eða báð- ar stéttir liðið undir lok“. Borgarastétt Evrópu megnaði á sínum tíma að taka við völdum af aðlinum með byltingum í Englandi, Frakklandi o.s.frv. Verkalýð og annarri alþýðu Rússlands tókst fyrir einstætt sögulegt kraftaverk að taka völdin af aðli, auðvaldi og keisara 1917. — Hins vegar var engin undirstétt fær um að taka við af valdastétt Rómarík- is, er það ríki hrundi smám saman, báðar aðalstéttir Rómar (keisaraleg embættis- stétt og undirokaðir þrælar og bændur) „liðu undir lok“ — og það liðu aldir uns þróun evrópska mannfélagsins aftur náði því stigi, er grísk og rómversk menning hafði skapað hæsta. í öllu öngþveiti auðvaldsins í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu er einn „grænn blettur“, einn „óasi“ þar sem gróðinn þrífst sem á bestu tímum auðvaldsins. Það er hergagnaframleiðslan. — Ráð auðvaldsins í kreppum undanfarið hefur hvað eftir annað verið að fara í stríð: trylla og blinda þjóðirnar og láta svo vopnin tala — og færa „kaupmönnum dauðans“ ómælanlegan gróða. Hitler tryllti þýsku þjóðina til styrjaldar gegn kommúnismanum í krafti einokunar auðvaldsblaðanna og útvarpsins á skoð- anamyndun fólksins og blekkti auðmanna- 160

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.