Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 37

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 37
Grænland minnist 1000 ára landnáms Eiríks rauða Heimastjórn Grænlands hélt veglega minningarhátíð um 1000 ára landnám íslendinga þar í landi. Það var veglegt og íslendingar tóku þátt í því með virðingu og kurteisi, er Grænlendingar höfðu fyrir eigin baráttu náð sinni heimastjórn. Það hefði verið betra, ef ríkisstjórn og Alþingi íslendinga hefði sýnt Græn- lendingum samúð og stuðning, er þeir stóðu í sinni sjálfstæðisbaráttu. Danir höfðu innlimað Grænland sem eitt „amt“ í Danmörku 1953, til þess að losna við að gefa Samenuðu þjóðunum skýrslu um það sem nýlendu, — og hétu því þá að Grænlendingar skyldu í öllu njóta sama réttar og „aðrir“ danskir borgarar. — Það var svikið: Grænlendingar fengu miklu lægra kaup en Danir og nutu ekki samskonar alþýðutrygginga.1 Ég flutti á Alþingi 1964 þingsályktunar- tillögu um „vináttuheimsókn fulltrúa Al- þingis til Grænlendinga“. (Nr. 44. 178. mál. A. 336). Segir m.a. í tillögugreininni: „Skal alþingisnefndinni heimilt að gera í förinni ýmsar ráðstafanir, er orðið gætu til þess að efla menningartengsl og vináttu þjóðanna. Skal þá meðal annars haft í huga, að komin væru á náin kynni og góð samskipti þjóðanna, er að því kæmi að minnast þess að 1000 ár væru liðin frá því Islendingar fundu Grænland.“ Forseti Al- þingis skyldi vera formaður sendinefndar- innar, en síðan einn maður tilnefndur úr hverjum flokki. Svona sendinefnd hefði á þessum tíma verið stuðningur við sjálfstæðisbaráttu Grænlendinnga. Og hefðu íslendingar allra þjóða fremst átt aö skilja það og renna blóðið til skyldunnar, er fámenn þjóð og fátæk háði sjálfstæðisbaráttu við danskt nýlendu- og einokunar-vald. En Nato-flokkarnir á Alþingi íslend- inga voru ekki alveg á því að sýna Grænlendingum þá kurteisi og áhuga sem fólst í því að Alþingi sendi slíka nefnd. Þeir hafa líklega óttast að móðga sína Nató-bræður í Danmörku — og svæfðu slíka tillögu. Grænlendingar skyldu fá að heyja sína baráttu einir, ísland skyldi ekki sýna vott af stuðningi, þá nánustu nágrönn- um okkar lá mest á. En það vantaði ekki mærðina, þegar Grænlendingar höfðu sigrað sjálfir og buðu íslendingum! E.O. Skýríngar: 1. í „Rétti“ 1975, bls. 97-101 er grein „Skyldan við Grænlendinga", þar sem nánar segir frá deilunum á Alþingi 1954 um afstöðu Alþingis til innlimunar Grænlands í Danmörku og fleira um þau mál. 165
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.