Réttur - 01.07.1982, Side 46
Bandaríkjastjórnar um 65 milljónir doll-
ara efnahagsaðstoð, þar af 55 milljónir
dollara til hernaðar. Vilmundur Gylfason
fór fram á það sem „stuðningsmaður At-
lantshafsbandalagsins hafandi verið það
og verandi það“, að utanríkisráðherra léti
einskis ófrestað að láta í ljós andúð
íslendinga á stuðningi Bandaríkjastjórnar
við ógnarstjórnina í E1 Salvador, „því að
það eru ekki góðir bandamenn sem haga
sér með þessum hætti“. Ámi Gunnarsson
þingmaður Alþýðuflokksins og Ólafur
Ragnar Grímsson tóku einnig undir það
að ekki mætti þegja lengur yfir ógnar-
stjórninni í E1 Salvador og stuðningi
ríkisstjórnar Reagans við hana. „Við meg-
um ekki sitja hjá ef svo stefnir sem nú
horfir, að nýtt Vietnam fæðist í E1 Salva-
dor“, sagði Ólafur Ragnar formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins. Enginn tals-
maður Sjálfstæðisflokksins tók til máls í
þessum umræðum 2. febrúar. Vakti það
að sjálfsögðu mikla athygli og hefur sjálf-
sagt orðið til þess að í næsta skipti þegar
málefni E1 Salvador voru til umræðu á
þinginu tók alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins til máls. Það var Pétur Sigurðs-
son, sem sagði m.a. að óeðlilegt væri að
ályktað væri um málefni E1 Salvador á
þinginu þar sem landið væri í fjarlægri
heimsálfu. Og af því tilefni spurði Svavar
gestsson formaður Alþýðubandalagsins
hvort menn ættu að leggja fjarlægðarmæli-
kvarða á mannréttindi?
Margir hafa óttast að hernaðarleg af-
skipti Bandaríkjanna myndu beinast í þá
átt að þriðji aðilinn yrði sendur með heri
inn í E1 Salvador. Og eftir kosningarnar
hafa hersveitir frá Hondúras hvað eftir
annað ráðist inní landið til aðstoðar stjóm-
arsveitum. 4. júlí sl. sendu FMLN—FDR
harðorð mótmæli til aðalritara Sameinuðu
þjóðanna og báðu SÞ að tryggja afskipta-
leysi Hondúras í stríðinu í E1 Salvador.
Kosningarnar 28. mars voru hreinn
skrípaleikur einsog fjölmargir viður-
kenndir aðiljar hafa sýnt fram á. Sigur-
vegarinn D’Abuisson er forseti stjórnlaga-
þingsins, sem er einn öflugasti hluti stjórn-
kerfisins í landinu. Hann var rekinn úr
hernum 1979 vegna þátttöku sinnar í
hryðjuverkum og pyndingum. í maí 1980
var hann handtekinn vegna áforma um
hallarbyltingu. í júlí 1980 var honum
vísað frá Bandaríkjunum sem hann hafði
heimsótt á ólöglegu vegabréfi, vegna sam-
banda sinna við hægrisinnaða hryðju-
verkamenn í E1 Salvador. Hann er orðað-
ur við að vera stofnandi dauðasveitanna
og við morðið á Romeró erkibiskupi. í
kosningabaráttunni hét D’Abuisson því
að gera útaf við skæruliðahreyfinguna
með napalmi ef nauðsynlegt reyndist.
Opinberlega hefur hann lofað nasista fyrir
að hafa skilið „að gyðingar voru ábyrgir
fyrir útbreiðslu kommúnismans og byrjað
á að útrýma þeim“. Honum var lýst svo
af Robert White fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna í E1 Salvador, að hann
væri „bandóður morðingi“.
Ástandið hefur ekkert skánað nema
síður væri í E1 Salvador eftir skrípakosn-
ingarnar í mars sl. Ógnarstjórnin stendur
fyrir hryðjuverkum og ríkisstjórn Ron-
alds Reagans styður við bakið á óhugnað-
inum, þrátt fyrir mótmæli demókratísku
stjórnarandstöðunnar, kaþólikka og fjölda
samtaka í Bandaríkjunum.
Á íslandi starfar É1 Salvadornefnd sem
stofnuð var í febrúarmánuði sl. og hefur
staðið fyrir útgáfu ýmissa upplýsinga um
land og þjóð og borgarastyrjöldina. í
mars sl. kom hingað á vegum nefndarinn-
ar Raul Flores Ayala fulltrúi FDR-FMLN
174