Réttur - 01.07.1982, Side 49
Ruth First myrt
af fasistastjórn Suður-Afríku
Ruth First, einn besti leiðtogi þjóðfrelsisfylkingar Suður-Afríku, ræðusnillingur
og rithöfundur góður, sístarfandi allt sitt líf fyrir frelsi hinna kúguðu í
Suður-Afríku, var myrt 17. ágúst sl. að undirlagi fasistastjórnar Suður-Afríku.
Hún var að opna pakka stödd í Eduardu Mondlane-háskólanum í Mobuto í
Mosambik, — en pakkinn reyndist innihalda sprengju, er olli dauða hennar
samstundis. Morðingjastjórnin í Pretoríu, Suður-Afríku, hefur undanfarið myrt
nokkra baráttumenn frelsishreyfingarinnar með þessum hætti.
Morðin
Pann 4. júní voru Petrus Nzima og
kona hans, fulltrúar þjóðfrelsishreyfingar-
innar í Swazilandi, rnyrt þannig með
sprengju í bíl. Og í sama mánuði var reynt
að myrða Winnie Mandela, konu Nelson
Mandela, foringja þjóðfrelsishreyfingar-
innar, sem hefur setið 20 ár í fangelsinu
á „Djöflaey“ fasistastjórnarinnar: Robb-
en-eyju, Winnie dvaldi þá í útlegð í
Brandfort í Orangefríríkinu. En mörg
slík morð fasstastjórnarinnar hafa því
miður heppnast. Eftir eitt af slíkum morð-
um gat Randall Robinson, framkvæmda-
stjóri amerískra samtaka í Washington:
Transafríka, sannað að embættismenn
bandaríska hermálaráðuneytisins
vissu um að Suður-Afríkustrjón hafði
skipulagt morðsveit til að drepa leiðtoga
Þjóðfrelsishreyfingarinnar, — en Banda-
ríkjastjórn gerði ekkert til að telja þennan
þokkalega bandamann sinn, Suður-Afr-
íkustjórn ofan af því að fremja slík
hryðjuverk. Bandaríkjastjóm Reagans
heldur verndarhendi sinni yfir þessari
fasistastjórn og er samsek henni um ó-
dæðisverkin.
177