Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 50

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 50
Æviatriði Ruth First Foreldrar Ruth, Julius og Matilda First, voru meðal stofnenda Kommúnista- flokks Suður-Afríku 1921, svo hún ólst upp í umhverfi, sem beindi huga hennar að frelsisbaráttu hinna kúguðu. Faðir hennar dó 1980 í útlegð í London, en móðir hennar lifir enn og var við jarðarför dóttur sinnar í Mobuto. Ruth var fædd 1925, gekk menntaveg- inn og varð doktor í félagsfræði við háskólann í Witwatersrand. — Hún hóf strax afskipti af stjórnmálum sem stúdent og starfaði í Félagi ungra kommúnista og stofnaði ásamt fleirum Samband fram- asinnaðra stúdenta 1942. Síðar varð hún félagi í Kommúnistaflokki Suður-Afríku, uns hann var bannaður með lögum 1950. Gerðist hún nú meðstarfsmaður að frjálslynda blaðinu Guardian og varð ritstjóri þess í Jóhannesborg. Þar með var hafin blaðamennskubraut hennar. Ruth var í senn afkastamikil og listræn sem blaðamaður. Hún afhjúpaði hvert hneykslið á fætur öðru í þessu þjóðfélagi hvítu yfirstéttarinnar í Suður-Afríku: misnotkun þá, sem embættismenn frömdu, kúgun verkalýðsins, ekki síst landbúnaðarverkamannanna, dýrslegt framferði lögreglunnar, — afhjúpaði smám saman það hyldýpi kúgunar og hræsni, sem hið „hákristilega“ þjóðfélag Búanna var. „Guardian“ var bannað 1952 og Ruth tók nú til að starfa við hvert tímaritið af öðru. Að síðustu fór hún að gefa út tímaritið „Fighting Talk“ (Bar- áttumál) og fékk hina færustu menn til að skrifa í það: Lutuli leiðtoga, er síðar fékk Nóbelsverðlaun, Nelson Mandela o.fl. o.fl. Glæsilegar gáfur hennar og óþrjótandi baráttukraftur urðu til þess að afla henni samstarfsmanna meðal bestu rithöfunda og listamanna, — svo tímarit hennar varð biturt vopn í frelsisbaráttunni. Þessu fylgdi auðvitað að hún var hund- elt af lögreglunni, stóð í eilífum mála- ferlum, — ásamt eiginmanni sínum Joe Slovo átti hún 1956—61 í „landráða“- málaferlum, — og eitt sinn var henni bönnuð þátttaka á fundum og svo sett í fangelsisklefa án dóms og laga, þar sem hún var einangruð í 117 daga. Um þá vist hefur hún skrifað bók, sem þýdd var á mörg tungumál, m.a. dönsku. 1963 var tímarit hennar bannað og henni fyrirskipað að koma hvergi nærri þeim stöðum, þar sem einhver útgáfu- starfsemi ætti sér stað. En vfirvöldunum tókst ekki að múl- binda Ruth First. Hún sneri sér nú meir að háskólanum, vann ýmis mikilvæg rann- sóknarstörf, var eftirsótt sem ræðumaður og reit hverja bókina af annarri („Barrel of a Gun“, Namibia, Libya o.fl. o.fl.) Hún var myrt, þegar glæsilegur baráttu- þróttur hennar enn var í hámarki. En eins og formaður þjóðfrelsishreyfingarinnar, Dr. Dadoo, sagði: „Líf hennar og starf mun halda áfram að hvetja þjóð vora í frelsisbaráttu hennar, löngu eftir að sagan hefur grafið þá, sem drýgðu þennan sví- virðilega glæp.“ Brian Branting, blaðamaður og rithöf- undur, ritstjóri ýmissa tímarita, sem hún skrifaði í, reit grein um Ruth látna og er að ýmsu leyti stuðst við hana hér. Það er hins vegar rétt að íslendingar geri sér það ljóst að öll þau morð og pyntingar, sem stjórn Suður-Afríku fram- kvæmir, eru óbeint framin undir vernd Bandaríkjastjórnar, sem heldur hlífskildi sínum yfir þessari fasistastjórn. 178
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.