Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 54

Réttur - 01.07.1982, Síða 54
ustu kringumstæðum. Hann var aðalritari flokksins til 3. september 1948. Gomulka var þá settur frá sem aðalrit- ari, en fékk um tíma að vera áfram í miðstjórninni. Nánustu félagar hans, eins og Zenon Klisko o.fl. voru reknir úr miðstjórninni. Það höfðu gerst atburðir, sem áttu eftir að setja mark sitt á árin 1948—1956. Og samtímis fóru að koma í ljós ann- markarnir á Yalta-samningi stórveldanna þriggja 1945 og afleiðingar þeirra. Og 1948 í júní hafði Tito og flokkur hans í Júgoslavíu verið rekinn úr Kominform, samstarfsbandalagi Kommúnistaflokka austur-Evrópu og fleiri. Til þess að skilja orsakir þess, sem gerist á þessum árum 1948—56 er því ekki aðeins nauðsynlegt að líta nokkuð til baka, heldur og upplýsa að nokkru þá ótrúlegu og ægilegu sögu, sem er að baki sorgleikanna í sósíalísku löndunum á þessu skeiði — og snerti Gomulka sér- staklega meðal annars. Yalta-samningur stórveldanna og afleiðingar hans Yalta-samningurinn 1945 markast al- gerlega af hagsmunum ríkisstjórnanna í Moskvu, London og Washington. Áhugamál Sovétstjórnarinnar var, — eftir hinar ægilegu fórnir þjóða hennar: 20 milljónir manna fallnar, — að tryggja sig gegn nýjum árásum að vestan með því að fá það fram að öll þau lönd, sem rauði herinn hafði frelsað undan oki fasismans, hefðu ríkisstjórnir vinsamlegar Sovétríkjunum. Áhugamál bresku stjórnarinnar — og eftir lát Roosevelts þeirrar bandarísku — var að hindra þróun eða valdatöku sósíal- isma í Vestur- og Suður-Evrópu en tryggja að nýju auðmannastéttir þar í sessi.1 Þetta var hin harða „realpólitík" sigur- vegaranna, raunsýn hagsmuna- og valda- pólitík. Annars var víst ekki að vænta í okkar harða heimi, þar sem þeir voldugu ráða örlögum hinna smáu. Við þekkjum það íslendingar: Bandaríkin knúðu Bret- land 1941 til að afhenda eitt af áhrifa- svæðum sínum: ísland — inn á áhrifa- svæði Bandaríkjanna, sem þá ætluðust til þess að fá hér herstöðvar til 99 ára — eins og þau höfðu knúið Breta til að láta af hendi í nýlendum sínum í Ameríku. Bandaríkin reyndu þar og 1945 — og hafa nú setið hér með ofbeldi í hernumdu landi í 40 ár. Ef hugsjón frelsis — óhugsandi til framkvæmdar — hefði fengið að ráða eftir stríð má ætla að Evrópa hefði orðið eitthvað á þessa leið: Pólland, Ungverja- land, Rúmenía líklega borgara- og sum- part bændalönd, hvað stjórnarfar snerti, — en Tékkóslóvakía, Búlgaría, Grikk- land, Ítalía og Frakkland öll meira eða minna sósíalísk eða alþýðulönd á leið til sósíalisma, — þar sem þjóðir þeirra hefðu gert upp sakirnar við það auðvald, er sveik þau undir nasismann. í Grikk- landi hafði þjóðfrelsisherinn sigrað nas- ista og frelsað landið, en breski herinn réðst á hann, til þess að fá landið undir Bretum þóknanlega auðvaldsstjórn, en gat ekki sigrað þjóðfrelsisherinn. Bað þá Bretastjón bandaríska herinn að taka að sér kúgunarhlutverkið — og tókst honum að koma Grikklandi undir einræðisstjórn þægra herforingja um langt skeið. — í Frakklandi og Ítalíu voru 1946 komm- únistaflokkar í stjórn með öðrum þjóð- frelsisöflum: Togliatti varaforsætisráð- herra Italíu og Thores varaforsætisráð- 182

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.