Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 62

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 62
alþjóðaráðstefnur sósíalistískra kvenna haldnar: I. ráðstefnan í Stuttgart 1907 og II. ráðstefnan í Kaupmannahöfn 1910, þar sem samþykkt var að skipuleggja alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir jafnrétti, friði og sósíalisma: 8. mars. III. ráðstefna sósialistískra kvenna var undirbúin af Klöru Zetkin sem ritara sambands þeirra í Bonn og haldin 26—28. mars 1915. Vegna undir- búnings ávarps frá þeirri ráðstefnu, er hélt fast við fyrri samþykktir um friðarbaráttu o.s.frv. var Klara sett í fangelsi júlí til októ- ber 1915. Káthe Duncker (1871 —1953) var kennari að ment, komst snemma í snertingu við sósíalismann og verklýðshreyfinguna og var oft svift kennarastarfi sínu vegna þátttöku í þeirri baráttu, t.d. 1897, af því hún hjálpaði hafnarverkamönnunum í Hamborg í nær þriggja mánaða verkfalli þeirra. 1898 gekk hún í Sósíaldemókrataflokkinn. 1906—08 var hún með Klöru Zetkin í ritstjórn ,,Die Gleicheit”, tók mikinn þátt í ráðstefnum sósialístískra kvenna í Þýskalandi og reit marga bæklinga um áhugamál þeirra. Á Kvennaráðstefnunni í Höfn 1910 hafði Káthe framsöguna um mæðra- og barna- vernd og samdi merka samþykkt, er gerð var um þau málefni. Þegar forusta þýska flokksins brást í stríðsbyrjun 1914, var Káthe ein af þeim, sem með Karl Liebknecht og Rósu Luxem- burg skipulögðu Spartacus-félagið, tók hún mjög virkan þátt í baráttu þess og var fulltrúi þess á Alþjóðlegu sósíalistísku ráðstefnunni í Stokkhólmi 1917. (Þriðja Zimmerwald-ráð- stefnan). Káthe giftist 1898 Hermann Duncker, sem var einn af bestu marxistum þýsku hreyfing- arinnar og lærifaðir með afbrigðum. Þau voru bæði meðal stofnenda Kommúnista- flokks Þýskalands 30. des. 1918 og bæði kosin í miðstjórn hans. Þau stóðu bæði við hlið Rósu og Karls um þátttöku í kosningum til stjórnlagaþingsins í Weimar eins og mest- öll miðstjórnin, en urðu undir gagnvart þeim „vinstri” öfgamönnum, er neituðu þátttöku í kosningum — og varð það þýska flokknum örlagarikt í janúar 1919. Þau hjónin Káthe og Hermann Duncker höfðu löngum forustu um starfið meðal æskulýðsins og kvenna. Er framlag þeirra geysimikið. Og þótt rit Hermanns Dunckers skipi háan sess í flokksbókmenntum þýskra kommúnista þá má starf Káthe Duncker ekki gleymast, svo þýðingarmikið sem það var. Á tímum fasismans lenti Hermann til að byrja með í fangabúðum en losnaði þaðan og komst úr landi 1936. Var hann í Dan- mörku, Frakklandi, Marokko og loks í Bandaríkjunum og þangað komst Káthe líka. Heim til Þýska-Alþýðulýðveldisins sneru þau 1947 og störfuðu þar að þeim áhugamálum sósíalismans, sem þau höfðu helgað líf sitt allt til dauðadags, Káthe dó 1953, en Hermann 1960. Órjúfanleg tengsl frelsisbaráttu konunnar við sósíalismann, sérstaklega í þýsku hreyfingunni, en einnig síðar, eru ekki hvað síst þeim Klöru Zetkin og Káthe Duncker að þakka. 190
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.