Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 4
4 7. mars 2009 LAUGARDAGUR
Sigurjón Hauksson, starfsmaður
handverkstæðisins Ásgarðs, var
rangnefndur Sigurjón Ægir Sigurðs-
son á forsíðu Fréttablaðsins í gær.
Fréttablaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.
LEIÐRÉTTING
ATVINNUMÁL Ríkisstjórnin sam-
þykkti á ríkisstjórnarfundi í gær
að hrinda í framkvæmd áætlun
í ellefu liðum sem ætlað er að
skapa ríflega fjögur þúsund árs-
verk á næstu misserum. Fyrir-
ferðarmest er atvinnusköpun í
byggingariðnaði og aðgerðir til
að bæta stöðu nýsköpunarfyrir-
tækja. Vonir standa til að fimm
verkefni sem tengjast virkjunar-
framkvæmdum og orkufrekum
iðnaði geti skapað tvö þúsund
störf til viðbótar. Vonast er til að
tillögurnar verði komnar til fram-
kvæmda í sumarbyrjun.
Tillögurnar eru þær fyrstu
sem byggðar eru á starfi stýri-
hóps ríkisstjórnarinnar í atvinnu-
málum, sem Össur Skarphéðins-
son iðnaðarráðherra er í forsvari
fyrir. Hann segir að fjögur þús-
und ársverk sé varfærin tala;
störfin gætu orðið nær fimm þús-
und.
Á það ber að líta að um áætlaða
fjölgun starfa er að ræða út frá
ýmsum forsendum sem óljóst er
hvort ná fram að ganga, eins og
skýrt kemur fram í tillögunum.
Sumt hljómar þar kunnuglega,
eins og 600 störf við byggingu
tónlistarhúss í Reykjavík sem
telst með þeim 1.700 ársverkum
sem eiga að falla til í byggingar-
iðnaði. Hins vegar eru stór verk-
efni á teikniborðinu sem ekki eru
tekin með í reikninginn, að sögn
Össurar.
Til þessa verks á að nýta fjár-
muni sem liggja fyrir í sjóðum
ráðuneyta en einnig Atvinnu-
leysistryggingasjóði og hugsan-
lega Íbúðalánasjóði. Um upphæð-
ir í þessu sambandi fengust ekki
skýr svör frá forsvarsmönnum
ríkisstjórnarinnar í gær. „Í fæst-
um tilfellum er verið að leggja til
beina fjármuni frá ríkinu,“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra. „Enda eru aðstæð-
ur okkar þær að við getum ekki
sett fjármuni í atvinnusköpun þó
við gjarnan vildum.“
Jóha nna Sigurðardót t i r
forsætisráðherra telur mikilvægt
að um 1.500 af 4.000 störfum snúi
að kvennastörfum sem síður
hefðu fallið til ef hefðbundnum
aðgerðum gegn atvinnuleysi hefði
verið beitt, eins og uppbyggingu
samgöngumannvirkja. „Þetta er
mikilvægt innlegg til að sporna
við að atvinnuleysi verði tíu pró-
sent í maí, eins og í stefndi.“
Steingrímur sagði mikilvægt að
einkaaðilar og sveitarfélög bregð-
ist við og nýti ívilnandi kjör, til
dæmis í skattamálum, og ráðist
í framkvæmdir á þeim tíma sem
þau bjóðast. svavar@frettabladid.is
Áætlun ríkisstjórnar
skapar 4.000 ársverk
Áætlun ríkisstjórnar gerir ráð fyrir að um 4.000 ársverk skapist á næstunni.
Flest störf snúa að byggingariðnaði og nýsköpun. Litlir fjármunir koma frá ríki.
Störf í byggingariðnaði 1.700 ársverk
Bætt samkeppnisstaða
nýsköpunarfyrirtækja 1.000 ársverk
Sérfræðingar af atvinnuleysisskrá
til nýsköpunarfyrirtækja 300 ársverk
Minni útflutningur óunnins fiskjar
300 ársverk
Gróðursetning, grisjun og stígagerð
230 ársverk
Endurgreiðslur/kvikmyndagerð
120-150 ársverk
Snjóflóðavarnir 110 ársverk
Orkuviðhald – orkusparnaður
50-100 ársverk
Frumkvöðlasetur í Rvk. 100 ársverk
Ferðaþjónusta 50 ársverk
Fjölgun/listamannalaun 33 ársverk
ELLEFU TILLÖGUR Í ATVINNUMÁLUM
TILLÖGUR KYNNTAR Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur
Skarphéðinsson kynntu tillögur ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FJÖLMIÐLAR Afnotadeild RÚV
verður endanlega lögð niður
um næstu mánaðamót. Að sögn
Bjarna Péturs Magnússon-
ar, deildarstjóra afnotadeildar,
hefur starfsmönnum deildarinn-
ar verið fækkað úr tíu í þrjá.
Tveir þeirra þriggja sem enn
starfa á deildinni hætta störfum
um mánaðamótin næstu. Starfs-
maðurinn sem eftir verður mun
annast samskipti við lögfræðinga
vegna óinnheimtra skulda.
Afnotagjald Ríkisútvarpsins
var lagt niður frá og með 1. jan-
úar á þessu ári. - kg
Breytingar hjá Ríkisútvarpinu:
Afnotadeild
lögð niður
NEW YORK, AP Konum á löggjafar-
þingum um allan heim hefur
fjölgað um 60 prósent frá árinu
1995. Þær eru þó aðeins 18,3 pró-
sent af heildarfjölda þingmanna
en voru 11,3 prósent árið 1995.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Alþjóðaþingmannasambandsins.
Sameinuðu þjóðirnar gerðu
sér eitt sinn vonir um að hlut-
fall kvenna á löggjafarþingum
yrði 30 prósent árið 1995. Enn
sem komið er hafa aðeins 39
löggjafarþing náð því hlutfalli,
þar á meðal Alþingi.
Rúanda er eina landið í heim-
inum þar sem meirihluti þing-
manna er konur, eða 56 prósent.
- bs
Konum á þingi vex ásmegin:
Fjölgað um 60
prósent frá 1995
Á ÞINGI Í KÚVÆT Nuría al-Sebih og
Mudhi al-Humud eru báðar ráðherrar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Verk að vinna
Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður
býður sjálfstæðismönnum í Reykjavík
í kosningakaffi á kosningaskrifstofu
sinni í Skeifunni 17, í dag kl. 14:00.
Allir hjartanlega velkomnir
Komdu og spjallaðu við þingmanninn,
barnahornið er á sínum stað.
Laugardagskaffi
með Sigurði Kára
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík
13. og 14. mars. www.sigurdurkari.is
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
20°
8°
4°
6°
5°
7°
7°
3°
4°
4°
21°
13°
17°
27°
0°
10°
15°
1°
0
0
-1
-1 -2
1
0
4
1
3
-4
5
8
15
5
4
3
2
2
6
4
5
0
2
1
0
-2
Á MORGUN
10-18 m/s hvassast á
Vestfjörðum og austan
Vatnajökuls
MÁNUDAGUR
8-13 m/s
-1
-2 -2
1
3
DAGURINN Í DAG
Í dag verður fremur
vindasamt á Vest-
fjörðum, 10-18 m/s,
hvassast nyrst og vest-
ast með snjókomu af
og til. Annars staðar
verður hæglætisveð-
ur en þó hætt við
skúrum eða éljum
sunnan og austan til,
einkum síðdegis. Hiti
0-5 stig sunnan og
austan til, mildast úti
við ströndina annars
vægt frost.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
DÓMSMÁL Tveir fyrrverandi starfs-
menn Kaupþings hafa verið ákærð-
ir fyrir markaðsmisnotkun. Þeir
eru grunaðir um að hafa vísvit-
andi búið til falska eftirspurn eftir
skuldabréfum Existu, aðaleiganda
Kaupþings, og hækka með því verð-
ið á bréfunum. Þetta munu þeir hafa
gert til að reyna að fegra stöðu pen-
ingamarkaðssjóðs sem þeir störf-
uðu við.
Annar mannanna, Daníel Þórð-
arson, var sjóðsstjóri sjóðsins
og hinn, Stefnir Agnarsson, var
skuldabréfamiðlari.
Ákæran á hendur þeim var þing-
fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær. Í henni er þeim gefið að sök að
hafa, snemma árs 2008, sex sinnum
gert kauptilboð upp á fimm millj-
ónir í bréf Existu við lok markaða,
sem voru verulega mikið hærri en
almennt verð bréfanna á mark-
aði. Segir í ákærunni að þetta hafi
verið gert til að hafa áhrif á dags-
lokaverð bréfanna og gefa þannig
eftirspurn eftir þeim og verð þeirra
misvísandi til kynna.
Daníel mætti fyrir dóm og neit-
aði sök í málinu en Stefnir er hins
vegar staddur erlendis. Þeim var
báðum sagt upp störfum hjá Kaup-
þingi um leið og málið kom upp á
sínum tíma. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins þótti brotið afar við-
vaningslegt. Þeir sem Fréttablaðið
hefur rætt við segja það engan hafa
skaðað nema starfsmennina tvo og
enginn hafi heldur hagnast á því.
Refsing fyrir brot af þessu tagi
getur mest numið sex ára fangelsi s-
vist. - sh
Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings ákærðir fyrir markaðsmisnotkun:
Reyndu að hífa upp skuldabréfaverð
ÁKÆRÐUR Daníel var sjóðsstjóri hjá
Kaupþingi.Hann er hættur störfum.
Tíu ára skaut átta ára
Átta ára gamall piltur er alvarlega
særður eftir skotárás á ferðamanna-
stað í Tyneside á Englandi í gærkvöldi.
Lögregla segir að tíu ára piltur hafi
verið handtekinn vegna málsins.
BRETLAND
ATVINNUMÁL „Það eru margir
gamlir kunningjar á þessari
verkefnaskrá. Það er líka ákaf-
lega holur hljómur í áformum
þessarar ríkisstjórnar um
atvinnuuppbygginu. Í sömu vik-
unni og þessum áformum er teflt
fram talar hún gegn uppbyggingu
álvers í Helguvík og úr fjármála-
ráðuneytinu berast skilaboð um
verulegar skattahækkanir“, segir
Bjarni Benediktsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins um áætl-
un ríkisstjórnarinnar í atvinnu-
málum. Bjarni minnir einnig á
að ríkisstjórnin hafi nýlega sett
sig upp á móti sjálfbærum hval-
veiðum.
„Þúsund ný ársverk
nýsköpunarfyrirtækja eru ágæt
áform en verkefnið sem ríkis-
stjórnin á að einbeita sér að er að
endurreisa bankakerfið og koma
blóðflæðinu til atvinnustarfsem-
innar í landinu í lag. Það er jafn-
framt ekkert eitt sem skiptir eins
miklu máli til að bjarga störfum
og að lækka vexti.“ - shá
Bjarni Benediktsson:
Forgangsröðin
röng og fátt
nýtt á dagskrá
GENGIÐ 06.03.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
186,5852
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
112,64 113,18
160,15 160,93
142,76 143,56
19,159 19,271
15,955 16,049
12,127 12,199
1,1647 1,1715
165,56 166,54
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
ALÞINGI Mörður Árnason, þing-
maður Samfylkingarinnar, hefur
í þrígang reynt að bera upp fyrir-
spurn til sjávarútvegsráðherra
um áhrif fyrirhugaðra hvalveiða
á fisksölu á erlendum mörkuðum.
Jafn oft hefur hann ekki komist
að í óundirbúnum fyrirspurnar-
tímum í þinginu.
Mörður vakti máls á þessu í
þinginu á fimmtudag. Steingrím-
ur J. Sigfússon brást hinn besti
við og bað Mörð að leggja fram
skriflega fyrirspurn sem hann
myndi glaður svara á næstu
dögum.
Mörður tók Steingrím á orðinu.
- bþs
Áhrif hvalveiða á fisksölu:
Þarf krókaleið
til að fá svör