Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 8
7. mars 2009 LAUGARDAGUR
www.ellingsen.is
TB
W
A\
RE
YK
JA
VÍ
K
\
SÍ
A
35–50
%
AFSLÁ
TTUR
AF
ÖLLUM
COLU
MBIA
FATNA
ÐI
COLUMBIA-
DAGAR
5.–14. mars
VINSTRI GRÆN
www.vg.is
Nánari upplýsingar á www.vg.is og hjá kjörstjórn í síma 840 6861.
FORVAL
VINSTRI GRÆNNA
Í REYKJAVÍK
KJÖRFUNDUR
Suðurgötu 3, 101 Reykjavík kl. 10 – 22.
OPIÐ HÚS
Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík kl. 14 – 17.
Frambjóðendur verða með heitt á könnunni.
KOSNINGAVAKA
Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík kl. 22 – 01.
Allir velkomnir!
Félag íslenskra hú›lækna, Geislavarnir ríkisins, Krabbameinsfélagi›,
Landlæknisembætti› og L‡›heilsustö› hvetja foreldra og forrá›amenn
fermingarbarna til a› fara a› tilmælum alfljó›astofnana um a› börn og
unglingar fari ekki í ljósabekki.
NEYTENDUR Bónus bauð upp á lægsta
verðið á 34 af 51 vörutegund sem
skoðuð var í verðlagseftirliti ASÍ í
matvöruverslunum á höfuðborgar-
svæðinu þriðjudaginn 3. mars.
Krónan var með lægsta verðið á
tólf vörutegundum, Kaskó á ellefu
og Nettó á þremur.
Nettó reyndist bjóða upp á hæsta
verðið í 34 tilvikum. Kaskó bauð
upp á hæsta verðið á þrettán vöru-
tegundum, Krónan tíu vörutegund-
um og Bónus var með hæsta verðið
á þremur vörutegundum.
Einungis einnar krónu verðmun-
ur var milli verslana á lægsta verði
og því næstlægsta á átján vörum.
Allar mjólkurvörur féllu undir
þann hatt. Mesti verðmunurinn í
könnuninni var 92 prósent á mæli-
einingaverði af Colgate Total tann-
kremi. Það reyndist dýrast í Nettó
og Kaskó á 4.990 krónur lítrinn, en
ódýrast var tannkremið í Bónus á
2.590 krónur lítrinn. Verðmunur
á heilhveitibrauði var mestur 84
prósent, en var 95 prósent í verð-
könnun verðlagseftirlitsins í jan-
úar. Mikill verðmunur var á kjöt-
vörum, fiski, frosnum matvælum,
spagettí, hrísgrjónum og hreinlæt-
isvörum.
Mjög lítill verðmunur var á for-
verðmerktum vörum í könnuninni,
en samkvæmt ASÍ er slík forverð-
merking bönnuð og hamlar eðli-
legri verðsamkeppni. Könnunin
var gerð í Bónus í Faxafeni, Krón-
unni í Lindum, Nettó í Hverafold og
Kaskó í Vesturbergi. - kg
92 prósenta munur milli verslana á tannkremsverði í verðlagseftirliti ASÍ:
Bónus oftast með lægsta verðið
EFTIRLIT Einungis einnar krónu verð-
munur var milli verslana á ódýrasta
verði og því næstódýrasta á átján vörum
í verðlagseftirliti ASÍ.
ALÞINGI Embætti sérstaks saksókn-
ara fær auknar heimildir til að
kalla eftir upplýsingum og gögn-
um, verði nýtt frumvarp dóms-
málaráðherra að lögum.
Í stuttu máli má segja að sak-
sóknarinn getur kallað eftir öllum
gögnum sem hann vill. Gagnvart
honum ríkir engin þagnarskylda.
Embætti sérstaks saksóknara
rannsakar grun um refsiverða
háttsemi í aðdraganda, tengslum
við og í kjölfar atburða sem leiddu
til bankahrunsins í haust. Embætt-
ið tók til starfa í byrjun febrúar.
Á stuttum starfstíma hefur
komið í ljós að heimildir þess voru
ekki nægilega skýrar og ótvíræð-
ar. Reynslan hefur leitt það í ljós.
Samkvæmt gildandi lögum ná
skyldur um veitingu upplýsinga
og gagna til Fjármálaeftirlitsins,
Samkeppniseftirlitsins og skatt-
rannsóknarstjóra. Við fyrirhug-
aða lagabreytingu bætast nýju
bankarnir við listann sem og
skilanefndir gömlu bankanna og
aðrir sem vinna að greiðslustöðv-
un, nauðasamningi eða gjaldþrota-
skiptum fjármálafyrirtækja.
Þá er í frumvarpinu kveðið á um
að ef skilanefnd, aðstoðarmaður
við greiðslustöðvun, umsjónar-
maður með nauðasamningi eða
skiptastjóri fjármálafyrirtæk-
is fær vitneskju í starfi um atvik
sem talið er að geti gefið tilefni til
rökstudds gruns um að fjármála-
fyrirtæki eða aðrir kunni að hafa
gerst sekir um refsivert athæfi
skal tilkynna það embætti sér-
staks saksóknara.
Björn Bjarnason, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, sem stóð að
frumvarpi um stofnun embætt-
is sérstaks saksóknara á sínum
tíma fagnaði á heimasíðu sinni
í vikunni víðtækum heimildum
embættisins. Gat hann þess jafn-
framt að viðskiptaráðuneytið, í
ráðherratíð Björgvins G. Sigurðs-
sonar, hefði staðið gegn svo víð-
tækum heimildum.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins áttu embættismenn við-
skiptaráðuneytisins og dómsmála-
ráðuneytisins í skoðanaskiptum
um hve víðtækar heimildirnar
mættu vera. Komu þar meðal ann-
ars til vangaveltur um skörun
verksviða embætta. Í ljósi reynsl-
unnar hafi afstaða viðskipta-
ráðuneytisins breyst og því hægt
að auka heimildir sérstaks sak-
sóknara nú.
bjorn@frettabladid.is
Saksóknarinn
á að fá það
sem hann vill
Heimildir sérstaks saksóknara til að kalla eftir gögn-
um og upplýsingum verða auknar til muna, sam-
kvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. Öll þagnar-
skylda gagnvart honum verður afnumin.
GERT KLÁRT Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari sem rannsakar grun um
refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og í kjölfar atburða sem leiddu til
bankahrunsins. Auk hans starfa nú fjórir hjá embættinu: tveir lögfræðingar og tveir
lögreglumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, segir skuldir sjávar-
útvegsins allt of miklar. „Hann
er skuldum
hlaðinn,“ sagði
hann í umræð-
um á Alþingi í
vikunni.
Grétar Mar
Jónsson, Frjáls-
lynda flokkn-
um, spurði
ráðherrann út
í skuldirnar;
vildi vita hve
miklar þær
væru. Steingrímur kvaðst ekki
hafa upplýsingar þar um á reið-
um höndum en hét því að afla
þeirra. Hann sagðist þó vita að
afkoma nokkurra stórra fyrir-
tækja í greininni á síðasta ári
hefði verið alvarleg.
- bþs
Sjávarútvegsráðherra:
Skuldum hlað-
inn útvegur
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON