Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 8
 7. mars 2009 LAUGARDAGUR www.ellingsen.is TB W A\ RE YK JA VÍ K \ SÍ A 35–50 % AFSLÁ TTUR AF ÖLLUM COLU MBIA FATNA ÐI COLUMBIA- DAGAR 5.–14. mars VINSTRI GRÆN www.vg.is Nánari upplýsingar á www.vg.is og hjá kjörstjórn í síma 840 6861. FORVAL VINSTRI GRÆNNA Í REYKJAVÍK KJÖRFUNDUR Suðurgötu 3, 101 Reykjavík kl. 10 – 22. OPIÐ HÚS Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík kl. 14 – 17. Frambjóðendur verða með heitt á könnunni. KOSNINGAVAKA Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík kl. 22 – 01. Allir velkomnir! Félag íslenskra hú›lækna, Geislavarnir ríkisins, Krabbameinsfélagi›, Landlæknisembætti› og L‡›heilsustö› hvetja foreldra og forrá›amenn fermingarbarna til a› fara a› tilmælum alfljó›astofnana um a› börn og unglingar fari ekki í ljósabekki. NEYTENDUR Bónus bauð upp á lægsta verðið á 34 af 51 vörutegund sem skoðuð var í verðlagseftirliti ASÍ í matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu þriðjudaginn 3. mars. Krónan var með lægsta verðið á tólf vörutegundum, Kaskó á ellefu og Nettó á þremur. Nettó reyndist bjóða upp á hæsta verðið í 34 tilvikum. Kaskó bauð upp á hæsta verðið á þrettán vöru- tegundum, Krónan tíu vörutegund- um og Bónus var með hæsta verðið á þremur vörutegundum. Einungis einnar krónu verðmun- ur var milli verslana á lægsta verði og því næstlægsta á átján vörum. Allar mjólkurvörur féllu undir þann hatt. Mesti verðmunurinn í könnuninni var 92 prósent á mæli- einingaverði af Colgate Total tann- kremi. Það reyndist dýrast í Nettó og Kaskó á 4.990 krónur lítrinn, en ódýrast var tannkremið í Bónus á 2.590 krónur lítrinn. Verðmunur á heilhveitibrauði var mestur 84 prósent, en var 95 prósent í verð- könnun verðlagseftirlitsins í jan- úar. Mikill verðmunur var á kjöt- vörum, fiski, frosnum matvælum, spagettí, hrísgrjónum og hreinlæt- isvörum. Mjög lítill verðmunur var á for- verðmerktum vörum í könnuninni, en samkvæmt ASÍ er slík forverð- merking bönnuð og hamlar eðli- legri verðsamkeppni. Könnunin var gerð í Bónus í Faxafeni, Krón- unni í Lindum, Nettó í Hverafold og Kaskó í Vesturbergi. - kg 92 prósenta munur milli verslana á tannkremsverði í verðlagseftirliti ASÍ: Bónus oftast með lægsta verðið EFTIRLIT Einungis einnar krónu verð- munur var milli verslana á ódýrasta verði og því næstódýrasta á átján vörum í verðlagseftirliti ASÍ. ALÞINGI Embætti sérstaks saksókn- ara fær auknar heimildir til að kalla eftir upplýsingum og gögn- um, verði nýtt frumvarp dóms- málaráðherra að lögum. Í stuttu máli má segja að sak- sóknarinn getur kallað eftir öllum gögnum sem hann vill. Gagnvart honum ríkir engin þagnarskylda. Embætti sérstaks saksóknara rannsakar grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og í kjölfar atburða sem leiddu til bankahrunsins í haust. Embætt- ið tók til starfa í byrjun febrúar. Á stuttum starfstíma hefur komið í ljós að heimildir þess voru ekki nægilega skýrar og ótvíræð- ar. Reynslan hefur leitt það í ljós. Samkvæmt gildandi lögum ná skyldur um veitingu upplýsinga og gagna til Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og skatt- rannsóknarstjóra. Við fyrirhug- aða lagabreytingu bætast nýju bankarnir við listann sem og skilanefndir gömlu bankanna og aðrir sem vinna að greiðslustöðv- un, nauðasamningi eða gjaldþrota- skiptum fjármálafyrirtækja. Þá er í frumvarpinu kveðið á um að ef skilanefnd, aðstoðarmaður við greiðslustöðvun, umsjónar- maður með nauðasamningi eða skiptastjóri fjármálafyrirtæk- is fær vitneskju í starfi um atvik sem talið er að geti gefið tilefni til rökstudds gruns um að fjármála- fyrirtæki eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsivert athæfi skal tilkynna það embætti sér- staks saksóknara. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem stóð að frumvarpi um stofnun embætt- is sérstaks saksóknara á sínum tíma fagnaði á heimasíðu sinni í vikunni víðtækum heimildum embættisins. Gat hann þess jafn- framt að viðskiptaráðuneytið, í ráðherratíð Björgvins G. Sigurðs- sonar, hefði staðið gegn svo víð- tækum heimildum. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins áttu embættismenn við- skiptaráðuneytisins og dómsmála- ráðuneytisins í skoðanaskiptum um hve víðtækar heimildirnar mættu vera. Komu þar meðal ann- ars til vangaveltur um skörun verksviða embætta. Í ljósi reynsl- unnar hafi afstaða viðskipta- ráðuneytisins breyst og því hægt að auka heimildir sérstaks sak- sóknara nú. bjorn@frettabladid.is Saksóknarinn á að fá það sem hann vill Heimildir sérstaks saksóknara til að kalla eftir gögn- um og upplýsingum verða auknar til muna, sam- kvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra. Öll þagnar- skylda gagnvart honum verður afnumin. GERT KLÁRT Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari sem rannsakar grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og í kjölfar atburða sem leiddu til bankahrunsins. Auk hans starfa nú fjórir hjá embættinu: tveir lögfræðingar og tveir lögreglumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, segir skuldir sjávar- útvegsins allt of miklar. „Hann er skuldum hlaðinn,“ sagði hann í umræð- um á Alþingi í vikunni. Grétar Mar Jónsson, Frjáls- lynda flokkn- um, spurði ráðherrann út í skuldirnar; vildi vita hve miklar þær væru. Steingrímur kvaðst ekki hafa upplýsingar þar um á reið- um höndum en hét því að afla þeirra. Hann sagðist þó vita að afkoma nokkurra stórra fyrir- tækja í greininni á síðasta ári hefði verið alvarleg. - bþs Sjávarútvegsráðherra: Skuldum hlað- inn útvegur STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.