Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 11
LAUGARDAGUR 7. mars 2009 11
KENÍA, AP Tveir baráttumenn
fyrir mannréttindum voru myrt-
ir í Kenía á fimmtudagskvöld.
Þeir höfðu sakað lögregluna um
að senda vígasveitir til að myrða
fólk, sem hefur gagnrýnt stjórn-
völd.
Oscar Kamau Kingara og John
Paul Oulu voru myrtir í bif-
reið sinni þegar þeir sátu fast-
ir í umferð í Nairóbí, höfuðborg
landsins. Kingara var yfirmað-
ur stofnunar, sem hefur gefið út
skýrslu um aftökur án dóms og
laga og hvarf þúsunda manna,
sem hafa verið í haldi lögreglu.
Oulu var fjölmiðlafulltrúi
stofnunarinnar. - gb
Tveir myrtir í Kenía:
Höfðu rannsak-
að mannshvörf
BIFREIÐIN SKOÐUÐ Námsmenn skoða
bifreiðina sem ráðist var á. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SEÚL, AP Flugfélög í Suður-Kóreu
hafa beint flugvélum sínum frá
norður-kóreskri lofthelgi eftir að
stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu
yfir að þau gætu ekki ábyrgst
öryggi suður-kóreskra farþega-
flugvéla í lofthelgi sinni. Þau
sögðu einnig suður-kóresk og
bandarísk stjórnvöld tefla á hættu
á kjarnorkustyrjöld með sameig-
inlegum heræfingum sem standa
fyrir dyrum.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa
krafist þess að Norður-Kórea
dragi hótanir sínar á hendur far-
þegaflugvélum til baka en breyt-
ingar á flugáætlunum geta valdið
flugfélögum miklum búsifjum. - bs
Spennan magnast í Kóreu:
Ekkert flug yfir
norðurhlutanum
ALÞINGI Guðbjartur Hannesson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
segist hafa reynt að fá gjaldtöku
í Hvalfjarðargöng fellda niður
en án árangurs. Málið hafi ekki
náð inn í stjórnarsáttmála og til-
raunir til að fá þingmenn Norð-
vesturkjördæmis til að flytja um
það sérstakt þingmál hefðu ekki
borið árangur.
Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðis-
flokki, rifjaði upp á þingi í gær
að Guðbjartur hefði lofað afnámi
gjaldsins í síðustu kosninga-
baráttu. Samhliða hefði Samfylk-
ingin beitt mikilli áróðursher-
ferð gegn honum. Lét hann að því
liggja að loforðið á sínum tíma
hefði verið ódýrt og innihalds-
laust. - bþs
Niðurfelling gangagjaldsins:
Guðbjartur seg-
ist hafa reynt
GUÐBJARTUR Hann segist hafa reynt að
fá gjaldtökuna fellda niður.
NÁMSSTYRKIR
Veittir verða styrkir í fjórum flokkum:
3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr.
3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr.
4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr.
3 styrkir til listnáms, 350.000 kr.
umsóknarblað má finna á landsbankinn.is
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið