Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 16

Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 16
16 7. mars 2009 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL „Ef fjölskyldur eiga í fjárhagserfiðleikum er fermingar- tollurinn felldur niður, auk þess sem prestar hafa milligöngu um að fá styrki hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar eða öðrum sjóðum vegna kostnaðar,“ segir séra Bjarni Karls- son, sóknarprestur í Laugarnes- kirkju. Dæmi eru um að foreldrar fermingarbarna, sem eiga við fjár- hagsörðugleika að etja, þurfi ekki að reiða af hendi um 15.000 króna gjald sem ætlað er í kostnað vegna fermingarfræðslu og -ferðalags. Bjarni segir ekki koma til greina að kirkjunnar menn gangi hart fram í rukkun á fermingargjald- inu. „Það er klár regla hjá öllum söfnuðum þjóð- kirkjunnar að þjónustan stend- ur ekki eða fell- ur með peninga- greiðslum. Í stærri söfnuð- um deilist ferm- ingartollurinn á þau sem ann- ast fermingar- fræðsluna, presta og aðra starfsmenn, svo að hér er ekki um miklar upphæðir að tefla fyrir neinn, enda væri það óeðlilegt.“ Bjarni hefur ekki orðið var við að fermingargjöldin skili sér verr nú en áður. Hann segir efnahags- kreppuna mögulega geta haft sínar góðu hliðar. „Ein er ef til vill sú að losa ferminguna úr klóm þeirrar hvimleiðu samanburðarlistar og markaðsvæðingar sem orðið hafa örlög hennar í vitund margra. Því skora ég á foreldra og ástvini að standa saman um að halda hófleg- ar veislur og gefa hæfilegar gjafir en leyfa aðalatriðinu, unglingnum sjálfum og játningu hans, að vera í forgrunni,“ segir séra Bjarni Karlsson. - kg Þjóðkirkjan gengur ekki hart fram í að rukka fólk í fjárhagserfiðleikum: Fella niður fermingartollinn SÉRA BJARNI KARLSSON STAÐFESTING Séra Bjarni hvetur foreldra til að halda hóflegar veislur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BRUGÐIÐ Á LEIK Á Torgi hins himneska friðar í Peking brugðu þingþjónar á leik undir lok vikunnar í tilefni þess að þjóðþing landsins kom saman. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.