Fréttablaðið - 07.03.2009, Síða 17
Jón Kristjánsson á í fórum sínum undrasögu af íslensku
dýrafóðri sem umboðsmaður neytenda fjallaði um fyrir
stuttu:
„Hundurinn minn var alltaf með stöðugt hárlos, fór ekki úr
hárum á eðlilegan hátt. Ég prófaði margar gerðir af
plastfóðri frá útlöndum, vítamín og ég veit ekki
hvað, en ekkert gekk. Síðastliðið haust prófaði
ég Iceland pet frá Ifex og aðeins tveimur vikum
síðar hætti hárlosið alveg og hefur ekki komið
síðan. Það sést mjög vel og maður finnur á
lyktinni að þetta er alvöru. Ég fóðra ekki á
þurrfóðri eingöngu því afgangar heimilisins
fara í hundinn. Hann er eins og við, vill
ekki fá það sama dag eftir dag. Frábært
fóður og ekki skemmir verðið fyrir.“
Takk fyrir það, Jón.
En staðgengill umboðsmanns neytenda hljóp á sig
í gær, þar sem talað var um smátt letur hjá leiga.
is. Jóhann hjá leiga.is hafði samband og benti
réttilega á að á síðunni sé ekkert smátt letur að
finna, einfaldlega vegna þess að það hafi verið
fjarlægt stuttu eftir áramótin. Þá hafi leiga.is
ákveðið að bjóða upp á algjörlega fría skráningu
vegna efnahagsástandsins. Núna sé þjónustuleið
4 hjá fyrirtækinu sannarlega frí í allt að þrjátíu
daga, en að þeim tíma liðnum sé eignin tekin af
skrá ef ekki er samið um aðrar þjónustuleiðir.
Leiga.is hefur einnig ákveðið að láta gott af sér
leiða með því að styrkja Mæðrastyrksnefnd um
eina krónu fyrir hvern þann sem notar síðuna.
Gott framtak það, og staðgengill umboðsmanns
biðst afsökunar á mistökunum.
NEYTENDUR: Íslenskt dýrafóður vekur mikla lukku
Íslenskt fóður hamlar hárlosi
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
KJARTAN
GUÐMUNDS-
SON
staðgengill
umboðsmanns
neytenda
DÓMSMÁL Ríflega tvítugur maður
hefur verið ákærður fyrir brot
gegn valdstjórninni, vopna-,
áfengis- og hættulögum.
Maðurinn er sakaður um að
hafa hótað lögreglumönnum líf-
láti á Akureyri júnínótt eina í
fyrra og ógnað þeim með gler-
flösku. Daginn eftir hafi hann
verið með óspektir á hafnarsvæð-
inu í Grímsey, gengið um ölvaður
og vopnaður ýmist hníf, sleggju
eða grjóti, verið með háreysti og
hótað viðstöddum. Þá hafi hann á
ógnandi hátt sviflað hníf í átt að
manni og kastað síðan sleggju á
eftir honum og þannig stofnað lífi
hans í hættu. - sh
Ungur maður ákærður:
Sleggjukastari
hótaði lögreglu
Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is
Borgun er eina fyrirtækið á landinu sem býður
heildarlausn í færsluhirðingu. Fyrirtæki sem
eru með öll kortaviðskipti hjá Borgun njóta
betri kjara og fá betri yfi rsýn yfi r tekjur með
einu uppgjöri fyrir öll kortaviðskipti.
Með Borgun tekur þú við öllum kortum.
AUÐVELDAR VIÐSKIPTI