Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 19
LAUGARDAGUR 7. mars 2009 19
Heimilisbókhald
Viðtöl við starfsfólk Sparisjóðsins
Hefðbundin Greiðsluþjónusta
Netgreiðsluþjónusta
Komdu við á næsta afgreiðslustað Sparisjóðsins og fáðu frekari
ráðgjöf um þín fjármál.
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið
Síðasta ár var einkar gott hjá hol-
lensku iðnsamsteypunni Stork.
Afkoman var umfram væntingar
og stígur félagið styrkum skref-
um inn í árið, að því haft er eftir
Sjoerd Vollebregt forstjóra í árs-
uppgjöri félagsins.
Velta nam 1,8 milljörðum evra,
um 250 milljörðum króna, sem er
níu prósenta aukning frá í hittið-
fyrra auk þess sem rekstrarhagn-
aður nam 175 milljónum evra, sem
er 51 prósents aukning. Þá jókst
pantanastaða um tuttugu prósent,
sem er óvanalegt fyrir iðnfyrir-
tæki nú um stundir.
Eyrir Invest og Marel keyptu
Stork í félagi við breska fjárfest-
ingarfélagið Candover og Lands-
bankann í fyrra. Í framhaldinu
var félagið afskráð og matvæla-
vinnsluvélahluti félagsins seldur
Marel. Eyrir á sautján prósenta
hlut í Stork og er Árni Oddur
Þórðarson, forstjóri þess, í stjórn
iðnsamsteypunnar. - jab
Stork skilar góðu ári
Heimtur hafa verið arfaslakar á
hlutabréfamörkuðum um heim
allan í vikunni. Takturinn var sem
fyrr sleginn í Bandaríkjunum á
föstudag í síðustu viku þegar fjár-
festar skelfdust við tilhugsunina
um að stjórnvöld ætluðu að veita
auknu fjármagni til bjargar við-
skiptabankanum Citigroup og taka
sneið af hlutafé hans á móti.
Í ofanálag lituðu almennt
svartsýnar horfur beggja vegna
Atlantsála þróunina á mörkuð-
um víða. Fréttastofan Associated
Press hafði eftir heimildum í gær
að óvíst væri hvort til sólar sæist í
bráð þar sem fjárfestar væru enn
að melta hagtölur síðustu daga.
Atvinnuleysistölur í Bandaríkj-
unum, sem birtar voru í gær, voru
síst til þess fallnar að kæta menn.
Hlutabréfavísitölur um nær
heim allan hafa ekki verið lægri
um árabil en S&P 500 hlutabréfa-
vísitalan í Bandaríkjunum, sem
gefur mjög góða mynd af stöðunni,
hefur ekki verið lægri í gær síðan
í september 1996.
Að öðrum vísitölum ólöstuð-
um hefur gamla Úrvalsvísitalan
(OMXI15) aldrei verið lægri í enda
dags. Nýja vísitalan, sem tekin var
upp um áramótin, á hins vegar
nokkuð eftir í að ná sínu lægsta
gildi frá 25. febrúar síðastliðnum.
- jab
Slæm vika á hluta-
bréfamörkuðum
HREMMINGAR VIKUNNAR
Helstu vísitölur Breyting í %
Bandaríkin*
Dow Jones -6,9%
S&P 500 -7,7%
Nasdaq -7,0%
Evrópa
FTSE -7,9%
CAC-40 -5,9%
Dax -4,3%
Asía
Nikkei -5,2%
Hang Seng -6,9%
Ísland
OMXI15 -5,6%
OMX6 -5,5%
* FYRIR LOKUN MARKAÐA.