Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 32
32 7. mars 2009 LAUGARDAGUR
Þegar Rósa Ingólfs stóð á hátindi frægðarinnar
gaf hún út ævisögu sem núverandi forsætisráð-
herrafrú, Jónína Leósdóttir, skrásetti. Bókin kom
út árið 1992 og Alþýðublaðið lýsti henni sem
hressilegustu ævisögu ársins.
Mesta athyglina vöktu sögur Rósu frá Þjóðleik-
húsinu sem dagblöðin tóku upp á sína arma. DV
birti þann hluta bókarinnar á heilsíðu þar sem
sagt var frá uppáferðum leikara og brennivíns-
drykkju þegar Fiðlarinn á þakinu var settur upp.
Svo langt gengu víst ástaratlotin og framhjáhöld-
in að einn leikarinn hélt við erlenda leikstjórann
beint fyrir framan nefið á öllum, þar með taldri
eiginkonu sinni.
ÆGILEGAR ÍSLENSKAR ÆVISÖGUR
Segja má að ævisagnaritun sé ein af þjóðaríþróttum Íslendinga. Ritvöllurinn getur reynst sleipur viðfangs og oftar en ekki hef-
ur afraksturinn ekki síður hneykslað en skemmt. Júlía Margrét Alexandersdóttir rótaði í ævisögum á Bókamarkaði Perlunnar og
dustaði rykið af nokkrum gömlum krassandi slögurum.
Úti í hinum stóra heimi tíðkast að blaðamenn og
sagnfræðingar gefi út ævisögur þekktra manna
án þeirrar vitundar. Á Íslandi er þessi „list“ afar
fátíð en Kári í Jötunmóð, um Kára Stefánsson, er
undantekning á þeirri reglu.
Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson fer
yfir feril Kára og sögu DeCode og þótt allir hafi
verið að tala um þennan mann með sérkenni-
lega hreiminn seldist bókin illa, fólk vildi ekki
trúa neinu illu upp á hetjuna Kára, súperstjörnu
Íslands.
Kári var enda ekki sáttur við skrif Guðna og
sendi frá sér yfirlýsingu sem birtist í Morgun-
blaðinu 2. desember 1999. Þar gaf hann Guðna
og bókinni langt nef, sagði sagnfræðinginn fara
með rangt mál. Sagan hefur nú farið í hálfhring;
DeCode berst í bökkum en stjarna Guðna hefur
aldrei skinið jafn skært.
Anna Kristine Magnúsdóttir skrifaði frásagnir
fimm þekktra kvenna í Litrófi lífsins sem kom út
2001. Sigríður Geirsdóttir stal senunni þegar hún
talaði opinskátt um ástarsamband sitt við Ólaf
Ragnar Grímsson forseta á þeirra yngri árum.
Forsetanum var lýst sem órómantískum en þó
blíðum og kurteisum manni. Hann hafi verið
kommúnisti og hvorki trúað á Guð né hjóna-
bandið.
Sigríður var fyrrum ungfrú Ísland og ferðað-
ist vítt og breitt um heiminn og snæddi með
frægðarfólki og auðjöfrum. Hún þurfti að þola
rætnar kjaftasögur um sig og dvölina í Ameríku,
meðal annars að hún hefði verið vændiskona í
New York. Gróa á leiti varð að lokum til þess að
Ólafur sleit sambandi sínu við hana og útskýrir
Sigríður það þannig að Ólafur hafi hugað á frama
í stjórnmálum. Og þá máttu menn ekki hafa
óhreint mjöl í pokahorninu.
Ævisaga Lydiu Pálsdóttur Einarsson var hluti af
miklu ævisagnaflóði árið 1992 en þá komu út 25
ævisögur fyrir jólin.
Fjölmiðlakonan Guðrún Helga Johnson
skrásetti ævisögu Lydiu sem var eiginkona
listamannsins Guðmundar frá Miðdal. Bókin naut
einhverra vinsælda enda verður seint sagt að
fullkomin sátt hafi ríkt um hjónaband Guðmund-
ar og Lydiu þótt fáir myndu kannski kippa sér
upp við það í dag. Guðmundur var nefnilega áður
kvæntur móður Lydiu. Ekki skemmdi það svo fyrir
að Íslendingar fengu nasasjón af lífi og listum
þjóðþekktra manna á borð við Jóhannesar Kjarval
og Einars Jónssonar og slíkar kræsingar hefur
þjóðin alltaf kunnað að meta.
Þegar læknir í Kanada skrifar ævisögu sína eru
fáir sem finna fyrir einhverri sérstakri þörf til
að rjúka út í búð. En ef læknirinn heitir Björn
Jónsson, er kallaður „Bjössi bomm“, ævisagan
heitir Þurrt og blautt að vestan og skartar mynd
af læknatólum og viskíflösku þá kveikir slíkt í
mörgum.
Helgi heitinn Hálfdanarson útskýrði síðan fyrir
lesendum Morgunblaðsins hvaðan „bomm“-
nafnið væri komið skömmu eftir útgáfu bókar-
innar en Helgi og Björn voru samtíðarmenn á
Sauðárkróki sem strákar. „Hann hrópaði einatt
bomm þegar hann hæfði skotmark sitt með
steinvölu,“ skrifaði Helgi en ævisaga Björns er
uppfull af daðri við fallegar konur, drykkjuskap
og frásögnum af óhefðbundnum lækningum
meðal indíána.
„Það sem mér finnst tvímælalaust standa upp
úr eftir lestur bókarinnar […] er aðdáun á því
hvernig Matthildi Jónsdóttur Campbell tókst upp
á eigin spýtur að koma sér út úr þeim vítahring
heróínneyslu og vændis sem hún hafði um árabil
setið föst í,“ skrifar Gunnlaugur A. Jónsson, bóka-
gagnrýnandi DV, um bók Hafdísar L. Pétursdóttur,
Í viðjum vímu og vændis.
Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út
árið 1993 enda voru hugtök á borð við „vændi“
og „heróín“ í órafjarlægð frá íslenskum veruleika.
DV og Dagur birtu bókarkafla og Matthildur varð
umtalaðasta manneskjan á Íslandi þau jól. Bókin
seldist ekkert sérstaklega vel enda voru hvorki
heróín né vændi neitt sérstaklega jólaleg og
siðprúðum borgurum þótti ekki við hæfi að lesa
um hórur og eiturlyf eftir jólasteikina.
Margir biðu spenntir eftir bókinni Afbrigði og
útúrdúrar sem kom út árið 2005 enda hafði
höfundurinn, Kjartan Sveinsson, gefið fyrirmæli
um að hún mætti ekki koma út fyrr en eftir árið
2000. Kjartan var skjalavörður á Þjóðskjalasafni
Íslands og kunni deili á mörgum nafntoguðum
mönnum og sögur af þeim.
Sigurjón Björnsson, gagnrýnandi á Morgun-
blaðinu, var lítt hrifinn af þessari útgáfu í dóm
sínum. Tók upp hanskann fyrir marga af þeim
sem birtast ljóslifandi í bókinni og nægir þar að
nefna Bjarna Sæmundsson, Sigurð Nordal og
Guðmund Finnbogason en þeir voru ýmist sagðir
vera smásálir, nískupúkar, drykkjumenn eða hálf-
vitar. Sigurjón lýkur síðan dómi sínum með þeim
orðum að kannski hefði útgefandinn mátt hugsa
sig tvívegis um. En hver veit? Á dögum kláms og
krimma ætti illmælgi og slúður ekki að spilla fyrir.
Allt er gott ef líkur eru á að það seljist. Líka hjá
Máli og menningu.
Kári í Jötunmóð
Rósumál Lífsganga Lydíu
Björn Jónsson
Í viðjum vímu og vændisLitróf Lífsins
Afbrigði og útúrdúrarSvínahirðirinn
„Saga dæmigerðs Íslendings sem sækir
vatnið yfir lækinn,“ skrifaði Kristín Ólafs, gagn-
rýnandi Morgunblaðsins um ævisögu Þórhalls
Vilhjálmssonar, Svínahirðirinn. Bókin sætti
nokkrum tíðindum enda góð innsýn í líf hinna
frægu og ríku. Þórhallur var bryti rithöfundar-
ins Daniellu Steel og hafði meðal annars það
hlutverk að gæta svínsins Coco, gæludýrs frú
Steel.
Svínahirðirinn náði sjötta sæti vinsældalista
Morgunblaðsins en á þeim tíma voru ekki
komnir fram hinir íslensku auðjöfrar með allt
sitt glingur. Þess verður þó vonandi ekki langt
að bíða að brytar útrásarvíkinganna breyti
upplifunum sínum í ævisögur á borð við
Svínahirðinn.