Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 5karlmenn og krabbamein ● fréttablaðið ●
● GÓÐ RÁÐ ERU EKKI
ALLTAF DÝR
Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabba-
meinsfélagsins er hægt að leita
svara við spurningum af ýmsu
tagi um krabbamein – bæði að
kostnaðarlausu og nafnlaust.
Hægt er að heimsækja Ráðgjaf-
arþjónustuna í Skógarhlíð 8,
hringja eða senda tölvupóst eftir
hentisemi hvers og eins.
Gjaldlaus símaráðgjöf er í síma
800 4040 og netfang þjónust-
unnar er 8004040@krabb.is
Ráðgjafarþjónusta Krabba-
meinsfélagsins býður upp
á fjölþætta þjónustu fyrir
krabbameinssjúka og aðstand-
endur þeirra.
Mörgum þeim sem veikjast af
krabbameini kemur á óvart að
hve mörgu er að huga. „Þetta er
ekki einfalt ferli og oft fallast fólki
hendur andspænis vandanum,“
segir Gunnjóna Una Guðmunds-
dóttir, félagsráðgjafi hjá Ráðgjaf-
arþjónustu Krabbameinsfélags-
ins. Hún er önnur tveggja starfs-
manna Ráðgjafarþjónustunnar
sem er þriggja ára tilraunaverk-
efni og hefur nú starfað í eitt og
hálft ár og gefið góða raun. Auk
þess eru sálfræðingur og iðjuþjálfi
sem taka að sér verkefni fyrir Ráð-
gjafarþjónustuna.
„Við erum upplýsingamiðstöð
og beinum fólki í farvegi þannig
að það fái einhver bjargráð og líði
betur,“ segir Gunnjóna Una og
heldur áfram: „Þegar fólk veikist
finnur það oft til einsemdar því
fólk þarf að tjá tilfinningar sínar
og það eru ekki allir sem vilja
leggja það á fjölskylduna að ræða
þessi mál sífellt. Fólk lætur sig
því oft hafa það og hummar van-
líðanina fram af sér. Svo versn-
ar ástandið og kvíðinn eykst enda
óvissa með framtíðina og fjármál-
in,“ segir Gunnjóna Una sem gerir
mikið af því að hitta fólk og hjálpa
því gegnum kerfið. Til dæmis
hjálpar hún fólki að sækja um ým-
islegt hjá Tryggingastofnun, hún
hringir í sjúkrasjóði og stéttar-
félög og aðstoðar þá sem þurfa við
að sækja um örorkumat.
Um 1.250 manns að meðaltali
greinast með krabbamein á ári og
um helmingur heldur áfram í lyfja-
og geislameðferð. Þó eru ekki allir
sem nýta sér Ráðgjafarþjónustuna.
„Það er oft erfitt að stíga fyrsta
skrefið, að hringja eða koma, en
hins vegar hefur orðið mikil aukn-
ing í aðsókn á þeim tíma sem stöð-
in hefur starfað og greinilega
mikil þörf fyrir hana,“ segir Gunn-
jóna Una og tekur fram að alger
trúnaður ríki milli þeirra sem
sæki þjónustuna og starfsmanna.
Þá er þjónustan öll ókeypis.
Sem dæmi um það sem boðið
er upp á má nefna námskeið í
hugrænni atferlismeðferð, sjálf-
styrkingarnámskeið, djúpslök-
un og námskeið fyrir börn og
unglinga sem eru aðstandendur
krabbameinssjúklinga. Auk þess
eru starfandi ýmsir stuðnings-
hópar þar sem fólk getur talað við
aðra í sömu sporum og það sjálft.
Þá er einnig hópur ekkla og ekkna
sem hittist einu sinni í mánuði til
að ræða málin sín á milli.
Þeir sem vilja hafa samband við
Ráðgjafarþjónustuna geta hringt í
síma 800 4040 eða sent tölvupóst á
8004040@krabb.is - sg
Gefur góða raun
Gunnjóna Una Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu Krabba-
meinsfélagsins og aðstoðar fólk sem hefur verið greint með krabbamein, aðstand-
endur og vini. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÞJÓNUSTA SEM BOÐIÐ ER UPP Á
Viðtöl við fagfólk.
Þjónusta í gegnum síma og
tölvupóst.
Könnun á áunnum réttindum.
Stuðningur og fræðsla.
Stuðningshópar.
Námskeið, fræðsla og fyrir-
lestrar.
Heimilislegt húsnæði, sérhæft
bókasafn, aðgengi að tölvum,
prenturum og hressingu.
Áhugasamir
drengir spjalla
við Steinar á
opnun átaksins
Karlmenn og
krabbamein í
Vodafone-höll-
inni síðastliðinn
sunnudag.
M
YN
D
/ÞÖ
K
Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Maður Lifandi, Yggdrasill, Fjarðakaup
Lífsins lind í Hagkaup, Hagkaup Smáralind, Lyfja, Lyfjaval, Krónan,
Blómaval, Nóatún Hafnarfirði og Heilsuhornið Akureyri.
Vegna einstakra gæða nýtur SOLARAY
sívaxandi virðingar og trausts um allan heim
Útsölustaðir: Heilsu si , r lifa i, Yggdrasill, Fj r k up,
Lífsins lind í Hagkaup, Hagkaup Smáralind, Lyfja, Lyfjaval, Krónan
og Blómaval.
Íslenskt grænmeti er
dyggur stuðningsaðili átaksins
Karlmenn og krabbamein.
islenskt.isÍSLENS
K
A
/S
IA
.I
S
/S
F
G
4
53
76
0
3/
09