Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 46

Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 46
 7. MARS 2009 LAUGARDAGUR6 ● fréttablaðið ● karlmenn og krabbamein Bónus er einn af stuðningsaðil- um átaksins Karlmenn og krabba- mein en í verslunum Bónus má kaupa miða til styrktar átakinu. Þá hefur Bónus einnig þá sérstöðu að hafa aldrei selt tóbak í verslun- um sínum. „Það voru stofnendur fyrirtæk- isins þeir Jóhannes og Jón Ásgeir sem tóku þessa ákvörðun,“ segir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, og telur að þar hafi hollustu- og heilsufars- sjónarmið ráðið miklu. „Þetta var eitthvað sem Jóhann- es var alveg harður á og vildi ekki sjá inni í Bónus,“ segir Guðmundur og bætir við að Bónus sé eini mat- vörumarkaðurinn sem ekki selji tóbak. En hvað segja viðskiptavin- irnir við því? „Ég held að þeir séu almennt ánægðir með þetta fram- tak enda deyja margir af völd- um reykinga á hverju ári,“ segir Guðmundur. Hann segir einnig frá því að Bónus hafi haft í hyggju að selja nikótíntyggjó á tímabili þar sem talið var að hægt væri að selja það á lægra verði. „En við komumst að því að við þyrftum lyfjaleyfi til að flytja það inn,“ segir Guðmundur og telur ákaflega litlar líkur á að sígarettur verði til sölu í verslun- um Bónus í framtíðinni. - sg Aldrei selt tóbak Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss, telur engar líkur á því að tóbak verði selt í verslunum fyrirtækis- ins í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðjón Þór Mathiesen, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Pennans, með slaufuna góðu sem Penninn selur nú öðru sinni fyrir Krabbameinsfélag Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Krabbamein er skelfilegur sjúk- dómur, sama í hvaða mynd hann birtist, og hefur mikil áhrif á fjöl- skylduna og raunar alla, burtséð frá því hvar þeir eru staddir í þjóð- félagsstiganum, því hann snertir flesta með einum eða öðrum hætti. Því viljum við láta gott af okkur leiða og taka samfélagslega ábyrgð með því að leggja góðu málefni lið,“ segir Guðjón Þór Mathiesen, framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs Pennans, sem annast nú í annað sinn sölu á slaufum fyrir Krabbameinsfélag Íslands til fyrirtækja í landinu. „Þetta er í annað sinn sem við nýtum söluteymi okkar í að bjóða slaufur Krabbameinsfélagsins til sölu en allur ágóði rennur beint til félagsins. Við seldum bleiku slauf- una í október sem mæltist mjög vel fyrir og gekk einstaklega vel, en fólk kann virkilega að meta þetta framtak þar sem við gefum alla okkar vinnu.“ Að sögn Guðjóns gengur salan þannig fyrir sig að fyrirtækja- þjónustan heimsækir fyrirtæki og býður slaufuna til sölu, en einnig má hringja í pöntunarnúmer fyr- irtækjaþjónustunnar 540 2050 og fá hana senda. „Viðtökurnar hafa verið góðar, enda álslaufan virkilega stáss- leg og flott. Því geta karlar jafnt sem konur borið hana með stolti og þannig sýnt samhug í verki.“ -þlg Vilja sýna samhug í verki Ýmsir aðilar hafa lagt átaks- verkefninu Karlmenn og krabbamein lið. Þar á meðal verslanakeðjan Herragarður- inn sem selur sérstök þrílit bindi til styrktar málefninu. „Þetta er alveg frábært málefni og við hikuðum því ekki við að leggja okkar af mörkum og með okkar hætti þegar haft var sam- band,“ segir Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins Fata og skóa, sem selur sér- stök þrílit bindi frá Krabbameins- félagi íslands í verslunum sínum, Herragarðinum, Boss og Herra- lagernum. Bindin eru einkenn- andi fyrir átaksverkefnið Karl- menn og krabbamein sem er í gangi um þessar mundir en allur ágóði af sölu þeirra rennur óskipt- ur til verkefnisins. „Hugsanlega velta einhverj- ir vöngum yfir því hvaða erindi þetta átak eigi við okkur,“ segir Hákon. „En auðvitað liggur beint við að bindin séu seld í okkar verslunum; bæði vegna þess að þær eru með þekktustu og út- breiddustu herrafataverslunum um land allt og svo er stór hluti kúnnahópsins, sem er frá tvítugu og upp í nírætt, miðaldra karlar,“ bendir hann á og bætir við: „Karl- ar á miðjum aldri og eldri eru í stórum áhættuhópi.“ Sjálfur segist Hákon huga vel að heilsunni með reglu- legr i h reyf- ingu og hollu mataræði. Hins vegar hafi hann ekki verið alveg nógu duglegur að fara í lækn- isskoðun en þetta átak Krabbameins- félags Íslands hafi svo sannar- lega hreyft við honum og vakið til umhugsunar um gildi þess að fara reglu- lega til læknis. „Það segir sig sjá l f t að þetta hefur allt áhrif og það á auðvitað við um ansi marga sjúkdóma, ekki bara krabba- mein. Mikilvægt er að vera með heilsuna í lagi, hreyfa sig, borða þokkalega hollt og gæta hófs á sem flestum sviðum.“ Hvað bindunum viðvíkur bend- ir Hákon á að þau fari vel með ýmsum jakkafötum og skyrtum, eins og meðfylgjandi myndir sýna þar sem starfsmenn Herra- garðsins í Smáralind víluðu ekki fyrir sér að stilla sér upp með bindin fyrir ljósmyndara Frétta- blaðsins. - rve Bindin styrkja starfið Dagur Ingason, verslunarstjóri Herragarðsins í Smára- lind, ásamt starfsmanni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● VISSIR ÞÚ AÐ: ■ Um 700 krabbamein greinast árlega hjá íslenskum körlum. ■ Lungnakrabbamein er það krabbamein sem dregur flesta íslenska karla til dauða. ■ Eistnakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá ungum körlum. ■ Árlega greinast sex karlar á aldrinum 15 til 39 ára með eistnakrabbamein. ■ Einn af hverjum níu körlum á Íslandi fær krabbamein í blöðruhálskirtil. ■ Talsverð aukning hefur orðið á ristilkrabbameini hjá íslenskum körlum undanfarna áratugi. Bindin fara vel með ýmsum litum, svo sem bláu, hvítu og bleiku. „Þeir sem hafa verið í sundi eða öðrum íþróttum eru betur í stakk búnir til að taka á einhverju sem upp kemur,“ segir Jörgen Már Berndsen sem fer alltaf í Laugardalslaug í hádeginu. „Ég er búinn að vera hátt í fjörutíu ár í laugunum,“ segir Jörgen sem æfði einu sinni sund með sund- félaginu Ægi en lætur sér nægja að stinga sér í heitu pottana í dag enda fleira þangað að sækja en ylinn. „Á svona stað myndast vinskapur manna sem hittast alltaf á sama tíma í hádeginu,“ segir Jörgen og útskýrir að flestir fari ávallt í sömu pottana og stundum myndist rígur þeirra á milli. Það sé þó yfirleitt í góðu og eftir sundferðina gæði pottormar sér á heitri súpu á kaffistofunni í sátt og samlyndi. Sá hópur sem stundar heitu pottana gerir ýmis- legt saman. Jörgen skipuleggur til að mynda ár- legt þorrablót og hengir upp vatnsheldar auglýs- ingar um það í pottana. „Þetta er félagsskapur þar sem allir hjálpa öllum,“ segir Jörgen sem reynir alltaf að vakna í góðu skapi. „Það er helmingurinn af því að fá mikið út úr lífinu.“ - sg Vaknar í góðu skapi Jörgen mætir í laugarnar á hverjum degi og segir sund- ferðirnar og félagsskapinn gefa lífinu gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.