Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 73

Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 73
5 MENNING Endurgerðir Skaftáreldar í stundar- fjórðungs kvikmynd. Fáir hafa lagt í að endurskapa þær hörmungar sem féllu yfir landið þegar eldarnir hófust snemma sumars 1783. Aðeins einn höfundur hefur sótt efni í eldana. Guð- mundur Magnússon, eða Jón Trausti, samdi sagnaþætti úr eldsumbrotum og byggði þá meðal annars á munnmælum úr héraðinu. megintilgangur verkefnisins, segir Hringur Hafsteinsson hjá Gagar- ín, að þeir sem gera sér ferð austur á Klaustur geti í sviphendingu séð hversu eldsumbrotin breyttu öllu landslagi þar austur frá. Gerð myndarinnar átti þann aðdraganda að fyrir rúmum tíu árum var komið á fót sjálfseign- arstofnuninni Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri til að efla rannsóknir og fræðslu um nátt- úru, menningu og sögu héraðsins. Fengu heimamenn með sér marga öfluga stuðningsmenn, en þar var fremstur í flokki Freysteinn Sig- urðsson jarðfræðingur, sem nú er nýfallinn frá. Fljótlega kom fram hugmynd um að ráðast í tölvugerða mynd um Skaftárelda og afleið- ingar náttúruhamfaranna, sem þá gæfi ferðalöngum og öðrum kost á að kynna sér þessa ham- farasögu á þeim stað sem áhrifin eru hvað sýnilegust, þ.e. á Kirkju- bæjarklaustri. Stofnað var félag- ið Skaftáreldar ehf. sem sjá myndi um sýningarhald og leitaði félag- ið í framhaldinu til margmiðlun- arfyrirtækisins Gagarín til að sjá um að framleiða 15 mínútna langa mynd sem væri blanda af upp- teknu og tölvugerðu efni og skyldi hún gefa góða innsýn í umfang og afleiðingar Skaftárelda. Myndin hefur verið um ár í vinnslu og sóttu kvikmyndagerð- armennirnir sér efni í myndir af Kröflueldum sem eru líkastir þeim eldsumbrotum sem urðu í Skaftár- eldum. Leitað var til heimamanna sem léku forfeður sína í ýmsum aðstæðum en mest af efni verksins er tölvugert. Verkefnið kostaði um tíu milljónir og lögðu margir aðil- ar til fjármagn svo af verkefninu yrði. Sýningar á myndinni hefj- ast á Kirkjubæjarklaustri á dag- skránni Sigur lífsins um pásk- ana. Frumkvöðlar verkefnisins eru Jón Helgason frá Seglbúðum sem fyrr var nefnt, Kirkjubæjar- stofa og Bær hf., sem er rekstr- araðili Hótels Klausturs. Handrit unnu Kári Jónasson og Hrafnkell Stefánsson. Söngleikur sumarsins verður Grease – þriðja stóruppfærslan á verkinu á tíu árum skellur á innan skamms á vegum Bjarna Hauks í Loftkast- alanum. Það er Selma Björnsdóttir sem setur verkið á svið en auglýst var eftir kröftum í sýninguna og verða prufur í næstu viku á hátt í 200 listamönnum sem geta sungið, leikið og dansað. Frumsýning er áætluð 11. júní. Sound of Music verður líka fyrirferðarmikið fram eftir sumri í Borgarleikhúsinu en þegar er farið að spyrjast fyrir um miða á þennan gamla söngleik þeirra Rodgers og Hammerstein. Þórhallur Sigurðs- son setur á svið en Valgerður Guðnadóttir leikur ungu stúlkuna sem verður að taka að sér stóran barnahóp og veit ekki sjálf hvað hún vill. Þýðing- una gerði Flosi Ólafsson og verður því nafngift hans, Söngvaseiður, notuð. Frumsýning er 8. maí. eða... hvað sem þér viljið ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þrettándakvöld eftir William Shakespeare leikstjóri: Rafael Bianciotto Frumsýning í Þjóðleikhúsinu 13. mars í samstarfi við Nemendaleikhús LHÍ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.