Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 73
5 MENNING
Endurgerðir Skaftáreldar í stundar-
fjórðungs kvikmynd. Fáir hafa lagt í
að endurskapa þær hörmungar sem
féllu yfir landið þegar eldarnir hófust
snemma sumars 1783. Aðeins einn
höfundur hefur sótt efni í eldana. Guð-
mundur Magnússon, eða Jón Trausti,
samdi sagnaþætti úr eldsumbrotum og
byggði þá meðal annars á munnmælum
úr héraðinu.
megintilgangur verkefnisins, segir
Hringur Hafsteinsson hjá Gagar-
ín, að þeir sem gera sér ferð austur
á Klaustur geti í sviphendingu séð
hversu eldsumbrotin breyttu öllu
landslagi þar austur frá.
Gerð myndarinnar átti þann
aðdraganda að fyrir rúmum tíu
árum var komið á fót sjálfseign-
arstofnuninni Kirkjubæjarstofu
á Kirkjubæjarklaustri til að efla
rannsóknir og fræðslu um nátt-
úru, menningu og sögu héraðsins.
Fengu heimamenn með sér marga
öfluga stuðningsmenn, en þar var
fremstur í flokki Freysteinn Sig-
urðsson jarðfræðingur, sem nú er
nýfallinn frá. Fljótlega kom fram
hugmynd um að ráðast í tölvugerða
mynd um Skaftárelda og afleið-
ingar náttúruhamfaranna, sem
þá gæfi ferðalöngum og öðrum
kost á að kynna sér þessa ham-
farasögu á þeim stað sem áhrifin
eru hvað sýnilegust, þ.e. á Kirkju-
bæjarklaustri. Stofnað var félag-
ið Skaftáreldar ehf. sem sjá myndi
um sýningarhald og leitaði félag-
ið í framhaldinu til margmiðlun-
arfyrirtækisins Gagarín til að sjá
um að framleiða 15 mínútna langa
mynd sem væri blanda af upp-
teknu og tölvugerðu efni og skyldi
hún gefa góða innsýn í umfang og
afleiðingar Skaftárelda.
Myndin hefur verið um ár í
vinnslu og sóttu kvikmyndagerð-
armennirnir sér efni í myndir af
Kröflueldum sem eru líkastir þeim
eldsumbrotum sem urðu í Skaftár-
eldum. Leitað var til heimamanna
sem léku forfeður sína í ýmsum
aðstæðum en mest af efni verksins
er tölvugert. Verkefnið kostaði um
tíu milljónir og lögðu margir aðil-
ar til fjármagn svo af verkefninu
yrði.
Sýningar á myndinni hefj-
ast á Kirkjubæjarklaustri á dag-
skránni Sigur lífsins um pásk-
ana. Frumkvöðlar verkefnisins
eru Jón Helgason frá Seglbúðum
sem fyrr var nefnt, Kirkjubæjar-
stofa og Bær hf., sem er rekstr-
araðili Hótels Klausturs. Handrit
unnu Kári Jónasson og Hrafnkell
Stefánsson.
Söngleikur sumarsins verður Grease – þriðja
stóruppfærslan á verkinu á tíu árum skellur á
innan skamms á vegum Bjarna Hauks í Loftkast-
alanum. Það er Selma Björnsdóttir sem setur
verkið á svið en auglýst var eftir kröftum í
sýninguna og verða prufur í næstu viku á
hátt í 200 listamönnum sem geta sungið,
leikið og dansað. Frumsýning er áætluð
11. júní.
Sound of Music verður líka fyrirferðarmikið fram
eftir sumri í Borgarleikhúsinu en þegar er farið að
spyrjast fyrir um miða á þennan gamla söngleik
þeirra Rodgers og Hammerstein. Þórhallur Sigurðs-
son setur á svið en Valgerður Guðnadóttir leikur
ungu stúlkuna sem verður að taka að sér stóran
barnahóp og veit ekki sjálf hvað hún vill. Þýðing-
una gerði Flosi Ólafsson og verður því nafngift
hans, Söngvaseiður, notuð. Frumsýning er 8. maí.
eða... hvað sem þér viljið
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þrettándakvöld
eftir William Shakespeare leikstjóri: Rafael Bianciotto
Frumsýning í Þjóðleikhúsinu 13. mars í samstarfi við Nemendaleikhús LHÍ