Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 76
menning
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
mars 2009
Í dag kl. 16 halda rússneski
píanósnillingurinn Albert
Mamriev og úkraínska
messó sópransöngkonan
Sophiya Palamar tónleika í
Íslensku óperunni sem bera
yfirskriftina Wagner og Wes-
endonck:
Mér liggur
mikið á
hjarta, þar
sem flutt
er tónlist
eftir
óperutón-
skáldið
Richard
Wagner.
Á tónleikunum verða meðal
annars flutt Wesendonck-
ljóðin, nokkur frönsk söng-
lög Wagners og píanóverk,
m.a. Wesendonck-sónatan.
Á milli atriða er fræðandi og
skemmtilegur texti fluttur
af Sólveigu Arnarsdóttur
leikkonu, sem tengir saman
atriðin með tilvísunum í
samtíma Wagners.
Á morgun kl. 20 verður
síðan aukasýning á hinum
bráðsmellnu Óperuperlum,
þar sem Diddú, Bjarni Thor,
Ágúst
Ólafsson
og Sigríður
Aðalsteins-
dóttir fara
á kostum;
syngja og
leika yfir 20 atriði úr nokkr-
um af frægustu óperum
tónbókmenntanna. Gríðar-
leg ánægja hefur verið með
sýninguna og hefur tveimur
aukasýningum verið bætt
við.
Óperuunnendum er síðan
bent á beina útsendingu
úr Metropolitan-óperunni
í Sambíóunum í dag kl. 18
og á mánudag kl. 19. Sýnd
verður
óperan
Madama
Butter-
fly eftir
Puccini.
Cristina
Gallardo-
Domás
er í
titilhlutverki í töfrandi upp-
setningu Anthony Minghella
kvikmyndaleikstjóra. Mar-
cello Giordani syngur á móti
henni.
AÐ TJALDABAKI
Miðasala er hafi n!
„Voigt, sem er bersýnilega á hátindi ferils síns,
er undraverður túlkandi. Hljómur hennar er í senn
jarðneskur og leiftrandi…blátt áfram dýrðlegur.”
The New York Times 2007
„… svo virðist sem hún
hafi fundið æðri tilgang
og nýtt frelsi …tilfi nningu
sem hittir mann beint
í magagrófi na.“
The Guardian 2008
„… hún er stórfengleg“
The Times 2008
31. maí
Háskólabíó
Efnisskrá:
Verk eftir Giuseppe Verdi,
Richard Strauss, Amy
Beach, Ottorino Respighi
og Ben Moore, auk laga
úr söngleikjum Leonard
Bernstein.
Meðleikari er Brian Zeger.
REYK JAVÍ K ARTS FE STI VA L
15.–31. M A Í
LISTAHÁTÍÐ
Í REYK JAVÍ K
Hin heimsþekkta sópransöngkona:
Miðasala á www.listahatid.is
www.midi.is og í síma 552 8588
Velkomin í Klúbb
Listahátíðar!
sjá www.listahatid.is