Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 82
42 7. mars 2009 LAUGARDAGUR
Góð vika fyrir …
Íslenska hönn-
un. Engin önnur
en krónprinsessa
Danmerkur sást í
íslenskum Cinta-
mani-útivistarfatnaði
í svissnesku Ölpunum.
Ágætt að eitthvað íslenskt fái
jákvæða umfjöllun í dönsku
pressunni eftir allan skítinn
tengdan íslenskum fjárfesting-
um í Köben.
Bókaorma. Þúsundir bóka
á Bókamarkaðinum í
Perlunni drógu til sín
þúsundir bókaorma sem
gerðu góð kaup á bókum
af ýmsum toga. Var ein-
hver að segja að bókin
væri dauð?
Íslenskar kvenrembur. Hið
glögga gests auga kom
með enn eina grein-
inguna á hruninu á
Íslandi. Samkvæmt
grein Vanity Fair fór
landið lóðbeint á hausinn
undir styrkri stjórn karlmanna
og eina vonin til að bjarga
ástandinu eru íslenskar konur.
Slæm vika fyrir …
Reykvíska göngugarpa. Í fal-
legu veðri er gott að fara út
að ganga, skyldi maður ætla.
Mengun var þó slík í Reykjavík
seinni hluta vikunnar að göngu-
túrinn varð ekki
svo fýsilegur
kostur, sér-
staklega
ekki fyrir
viðkvæm
lungu.
Íslenskar
karlrembur.
Hið glögga
gests auga kom
með enn eina greininguna á
hruninu á Íslandi. Samkvæmt
grein Vanity Fair fór landið lóð-
beint á hausinn undir styrkri
stjórn karlmanna og eina vonin
til að bjarga ástandinu eru
íslenskar konur.
Ný framboð. Skoð-
anakannanir sýna
að Íslendingar vilja
bara sinn gamla góða
fjórflokk og engar refjar. Smá-
framboð eiga erfitt uppdráttar
nú sem endranær.
Hvernig veðrátta hentar þér best?
Í sól og sumaryl er ég ofboðslega
sáttur. Hitinn má samt ekki verða
of mikill.
Ég panta mér pizzu … með pepp-
eróní og sveppum.
Hvaða kæki ertu með? Ósjálf-
ráða hreyfingin á „snooze“ á
vekjaraklukkunni minni.
Þegar ég var lítill hélt ég lengi …
að ég héti í raun og veru Hermann
Gunnarsson og væri betur þekktur
sem Hemmi Gunn. Stjórnaði ófáum
sjónvarpsþáttum á leikskólanum
og hér heima þar sem ég fékk fólk
í spjall í sófann til mín og klæddist
litskrúðugum jökkum.
Mig hefur alltaf langað … að
gerast flugmaður.
Hvaða frasa ofnotar þú? Orðið
akkúrat.
Hvaða teiknimyndapersónu
myndirðu vilja fóstra, yrðirðu að
velja eina og af hverju? Ég myndi
taka Abe Simpson, pabba Hómers,
í fóstur. Ástæðan fyrir því er sú að
Abe er langfyndnasti karakterinn
í Simpson-þáttunum og á ýmislegt
sameiginlegt með félaga mínum
sem býr í Frakklandi. Þeir myndu
ná vel saman.
Eftirlætislykt? Lyktin af greni-
trénu á aðfangadag.
Hvernig hringitón ertu með í
símanum þínum? Ég er með lagið
Augun úti með hljómsveitinni
Purrki Pilnikk.
Eftirlætisgrænmeti og hvaða
grænmeti geturðu alls ekki borð-
að? Agúrkur eru frábærar en rauð-
laukur er það versta sem hægt er
að nota í matargerð.
Hvaða sjö hluti leggurðu til
í gott afmælispartí? Ég legg til
sjálfan mig og kem síðan með fullt
af hressu og skemmtilegu fólki.
Sé til þess að dansgólfið og froðu-
diskóvélin séu til staðar. Því næst
kynni ég Herbert Guðmundsson
í eigin persónu með lagið Can’t
walk away og á eftir honum kemur
Bjartmar Guðlaugsson sem syng-
ur um Sumarliða og við endum á
því að fá Geir Ólafs og Bob Marley
til að syngja lagið jammin.
Hvaða fáránlega dýra hlut vær-
irðu til í að eiga en munt líklega
aldrei kaupa þér, sama hversu
ríkur þú verður? Ef ég verð ein-
hvern tímann útrásarvíkingur
væri ég til í að kaupa krúnudjásn
fjölskyldunnar í Buckingham-höll.
En það mun aldrei gerast þar sem
útrásarvíkingar þykja ekkert sér-
staklega töff í dag.
Fjórar vefsíður sem þú ferð
gjarnan á? Mbl.is, visir.is, ruv.is
og youtube.com.
Hvaða bíómynd geturðu horft á
aftur og aftur? Ég get horft enda-
laust oft á Með allt á hreinu.
Þú færð þér páfagauk. Í hvernig
lit – hvað nefnirðu hann – og hvaða
fimm orð kennirðu honum að
segja? Ég myndi nefna hann Kíkí,
hann á að vera grænn og orðin sem
hann á að kunna eru eftirfarandi:
Mikið lítur þú vel út.
Eftirlætisstigavörður allra
tíma? Það er erfitt að gera upp á
milli Katrínar Jakobs, Svanhild-
ar Hólm og Steinunnar Völu. Mér
finnst samt mest spennandi að sjá
hvar ég enda eftir að stigavarðar-
ferlinum er lokið. Sem mennta-
málaráðherra eða eiginkona Loga
Bergmanns? Það á allt eftir að
koma í ljós. juliam@frettabladid.is
Endar kannski
sem ráðherra
Ásgeir Erlendsson sér um stigavörslu í spurningakeppni framhaldsskólanna
Gettu betur fyrstur karlmanna. Hann er jafnframt umsjónarmaður keppn-
innar Skólahreysti 2009. Fréttablaðið tók Ásgeir í yfirheyrslu.
HÉLT HANN VÆRI HEMMI GUNN Ásgeir Erlendsson, stigavörður í Gettu betur, hélt á yngri árum að hann væri í raun og veru Her-
mann Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÞRIÐJA GRÁÐAN
FULLT NAFN: Ásgeir Erlendsson
FÆÐINGARÁR: 1988
Á HUNDAVAÐI: Þáttastjórn-
andi unglingaþáttanna útvarps
Samfés og Ungmennafélagsins.
Tók tímamótaviðtal við Davíð
Oddson árið 2004 (þá 16 ára
gamall) um jólamat Davíðs.
Starfaði við innslagagerð fyrir
sjónvarpsþáttinn Óp. Keppti til
úrslita í Gettu betur 2006 og
tapaði. Hóf störf á íþróttadeild
RÚV árið 2007 og tók við starfi
íþróttafréttamanns í nóvember
2008.
GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
Lagersala
GRANÍTVASKAR OG STÁLVASKAR
GASHELLUBORÐ
INNBYGGÐIR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR
HÁFAR Á VEGG OG YFIR EYJUR
OFNAR OG GASELDAVÉLAR
-% afsláttur