Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 94
54 7. mars 2009 LAUGARDAGUR
> STRESSANDI LEIKKONA
Meryl Streep segir að mótleikarar
sínir verði oft stressaðir að vinna
með sér, en verði svo steinhissa
þegar hún gleymir sjálf textanum
sínum. Leikkonan tjáði sig um það
í viðtali við tímaritið Psychologies
og viðurkennir að hún sé mjög stolt
af því að hafa verið tilnefnd til Óskars-
verðlauna 15 sinnum, en hún hefur
tvisvar sinnum hreppt verðlaunin.
folk@frettabladid.is
Amy Winehouse hefur verið
ákærð fyrir líkamsárás eftir
að hafa slegið aðdáanda sinn á
góðgerðardansleik. Söngkon-
unni hefur verið gert að mæta
fyrir rétt 17. mars næstkomandi.
Aðdáandinn, hin þrítuga Sherene
Flash, hafði unnið sér það eitt til
saka að biðja stjörnuna um eigin-
handaráritun. Amy er sögð hafa
kýlt Flash í handlegg og andlit.
Amy Winehouse hefur ítrek-
að komist í kast við lögin undan-
farin misseri. Hún hefur marg-
sinnis verið handtekin í tengslum
við eiturlyfjaneyslu sína auk
þess að hafa áður verið sökuð um
líkamsárásir.
Amy ákærð
fyrir árás
RUDDI Amy Winehouse kýldi aðdáanda
sem bað um eiginhandaráritun hennar.
NORDICPHOTOS/GETTY
Orðrómur er á kreiki um að rokk-
sveitin Guns N´ Roses sé á leið í
tónleikaferðalag um heiminn til
að kynna nýju plötu sveitarinnar,
Chinese Democracy. Söngvar-
inn Axl Rose lýsti því nýlega yfir
að útilokað væri að upprunalegu
meðlimir Guns kæmu saman
aftur og kallaði gítarleikarann
Slash „krabbamein“.
Hins vegar gæti verið að Axl
legði upp í langferð með núver-
andi meðlimum.
Umboðsmaður Guns sagði við
Rolling Stone að þetta gæti verið
í spilunum og lýsti Axl Rose, sem
tók 15 ár í að gera Chinese Demo-
cracy, sem vinnudýri: „Hann er
fagmaður og hefur unnið stíft að
því að byggja upp og viðhalda
metnaðinum í bandinu.“
Axl á leið í
tónleikaferð
TÚRAR UM HEIMINN Axl Rose ætlar að
kynna nýjustu plötu Guns N´ Roses.
Þau eru hvert af öðru tröll-
in að mynstra sig til keppni
í kraftlyftingamóti Metals
– þeirra á meðal Big Ben
sem er gamall í hettunni og
ætlar að sýna Borgarnes-
bollunni hvernig á að taka
á því.
„Menn hafa aldrei séð annað eins
skrímsli. Ég varð ægilega hrifinn
þegar ég fór og heimsótti hann.
Sjötíu sentimetra upphandlegg-
ir. Hann er 1,72 á hæð og 3,4 á
breidd. Ég er ekki að djóka,“ segir
Ingvar Jóel – Ringó – hjá kraft-
lyftingasamtökunum Metall.
Ringó er að tala um Jón Ben-
óný Reynisson sem boðað hefur
þátttöku sína í Íslandsmóti
Metals í kraftlyftingum sem
verður í húsakynnum Mótorm-
ax á Kletthálsi 13 hinn 4. apríl.
Jón, sem ýmist er kallaður Benni
breiðsíða eða Big Ben, er 47 ára
gamall. Hann hefur ekki keppt
lengi en var fyrstur Íslendinga
til að taka yfir 400 kíló í hné-
beygju. „Big Ben ætlar að kenna
ungu strákunum hvernig á að
lyfta. Og ætlar að taka Bolluna
í nefið,“ segir Ringó og er þá að
vísa til helstu vonarstjörnu kraft-
lyftingamanna, Borgarnesboll-
unnar sem heitir víst Þorvaldur
Kristbergsson.
Ringó lýsir því fjálglega hvern-
ig Big Ben flutti upp á Kjalar-
nes fyrir fimm árum. Keypti sér
þar hús og bílskúr þar sem hann
hefur verið eins og tröllin í fjöll-
unum. „Þarna hefur hann verið
að æfa eins og óður í bílskúrn-
um. Ekki arða af fitu. Og mætir
tvíefldur til leiks,“ segir Ringó.
Þegar blaðamaður spyr hvort
Benni breiðsíða verði ekki örugg-
lega hafður í keðjum svo vænt-
anlegum áhorfendum stafi ekki
hætta af skrímslinu úr fjöllun-
um kveður við annan tón í Ringó:
„Hann gerir ekki flugu mein.
Jákvæður og skemmtilegur.
Yndislegur maður. Það streymir
bara gott frá honum, svo mjög að
hann ætti að hanga í skinnbandi á
hverju heimili,“ segir Ringó sem
sér fram á alveg hreint magnað
mót. jakob@frettabladid.is
BENNI BREIÐSÍÐA
KEMUR Í BÆINN
BIG BEN Þeir verða vart hrikalegri en
Benni breiðsíða, sem er 1,72 á hæð
en 3,4 á breiddina. Hann hefur dvalið
á Kjalarnesi eins og tröllin í fjöllunum,
æft eins og brjálaður í bílskúr sínum
og mætir nú í bæinn til að kenna þeim
sem yngri eru hvernig á að gera þetta.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hvað er að frétta? Allt ágætt. Það er margt skemmti-
legt að gerast núna og auðvelt að halda sér við efnið
en það er líka erfitt að halda utan um þetta allt
saman.
Augnlitur: Blár.
Starf: Nemi.
Fjölskylduhagir: Bý með foreldrum og systur og er
einhleypur.
Hvaðan ertu? Reykjavík, Íslandi.
Ertu hjátrúarfullur? Nei, ég trúi ekki á drauga eða
neina hjátrú og er líka trúleysingi.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Dexter. Þeir þættir
eru frábærir.
Uppáhaldsmaturinn: Pitsan hennar mömmu, hún er
langbest.
Fallegasti staðurinn: Jökulsárlón á björtum sumar-
degi.
iPod eða geislaspilari: Klárlega iPod.
Hvað er skemmtilegast? Að spila á tónleikum þar
sem fólk er greinilega að skemmta sér.
Hvað er leiðinlegast? Að vera ekki viss um næsta
skref í því sem maður tekur sér fyrir hendur.
Helsti veikleiki: Óskipulag.
Helsti kostur: Ég er mjög ábyrgðar-fullur.
Helsta afrek: Að lifa af eitt sumar sem verksmiðju-
starfsmaður, það er ömurlegt.
Mestu vonbrigðin? Launin fyrir verksmiðjustarfið.
Hver er draumurinn? Frægð og frami sem
tónlistarmaður.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Keli í Agent
Fresco.
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar
fólk hættir við sögur. Til dæmis; Hei!
veistu … Æ sleppum því bara.
Hvað er mikilvægast? Að fylgja sínum
eigin sannfæringar-krafti.
HIN HLIÐIN BORGÞÓR JÓNSSON BASSALEIKARI AGENT FRESCO
Finnst pitsan hennar mömmu langbest
24.08.
1989