Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 112
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Guðmundar
Steingrímssonar
Í dag er laugardagurinn 7. mars,
66. dagur ársins.
8.14 13.39 19.05
8.01 13.23 18.47
Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógúl
íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá
sat skælbrosandi á myndinni í vel-
lystingum. Þarna var t.d. gert ráð
fyrir kampavíni í sérstökum sér-
sniðnum kæli á milli sætanna.
NOKKRU áður hafði tröllriðið
íslensku þjóðfélagi stúlka að nafni
Silvía Nótt. Hún var sérsniðin,
beinskeytt ádeila á íslenskt neyslu-
samfélag, óhófið, bruðlið, virðingar-
leysið og græðgina. Hún sló í gegn,
góðærisdrósin sú, en þó voru ekki
allir jafnvissir um að græðgispés-
arnir á meðal þjóðarinnar tækju
endilega háðsádeiluna til sín.
Kannski er boðskapurinn þeim
skiljanlegri núna.
NEYSLUDÚKKAN Silvía brotlenti
allsvakalega frammi fyrir heims-
byggðinni, í leiknu atriði á Euro-
vision sem olli Íslendingum tals-
verðri skömm. Nú sjáum við betur
að sviðsett endalok Silvíu voru eins
og æpandi skilaboð til þjóðarinn-
ar um að gjalda varhug við öllum
hinum, af hennar sauðahúsi – raun-
verulegu fólki – sem áttu eftir að
brotlenda þjóðinni allri á svipaðan
hátt skömmu síðar, frammi fyrir
heimsbyggðinni. Hún var dæmi-
saga. Viðvörun.
MIG grunar að ekki sé mikið um
kampavín í þyrlukælum nú. Elton
John spilar væntanlega einhvers
staðar þar sem gengið er hagstæð-
ara. Ætli Silvíur Nætur þessar-
ar þjóðar séu ekki farnar í fisk og
syngi lög sín í kústskaft á vinnslu-
gólfi vestur á fjörðum.
EIN besta vísbendingin sem ég hef
fengið undanfarið um að þjóðin sé
að verða heilbrigðari – að hún sé að
vinna sig burt frá neysluklikkun 1.
áratugs þessarar aldar og hverfa til
raunsærri og jarðbundnari lifnaðar-
hátta – birtist mér á öskudaginn. Þá
sá ég viðtal við börn í búningum.
Ein stúlka sagðist vera saumakona
og piltur kvaðst vera sjómaður.
NÚ væri þetta ekki merkilegt nema
fyrir þær sakir, að fyrir nokkrum
árum birtust jú í sjónvarpi mynd-
ir frá öskudegi þar sem allar stúlk-
ur, og gott ef ekki einhverjir strákar
líka, voru áðurnefnd Silvía. Þannig
birtist góðærið í háttsemi barn-
anna þá. Einsleitir búningar þeirra
endurspegluðu þjóðfélagið eins og
það var þá, á þyrluskeiðinu. Allir
voru Silvía.
FJÖLBREYTTIR búningar þeirra
nú, þar sem eitt barnið er bóndi,
annað saumakona, þriðja sjómaður,
fjórða verkfræðingur, fimmta tón-
listarmaður og sjötta kennari, er
einhver áhrifamesti vitnisburður
þess að á Íslandi er jafnvel bjartari
framtíð en nokkru sinni fyrr, þrátt
fyrir tímabundna erfiðleika.
Breytt þjóð
Opið 07 til 02
Lyfja Lágmúla
- Lifið heil
www.lyfja.is
1.990,-