Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 112

Fréttablaðið - 07.03.2009, Page 112
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Guðmundar Steingrímssonar Í dag er laugardagurinn 7. mars, 66. dagur ársins. 8.14 13.39 19.05 8.01 13.23 18.47 Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógúl íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá sat skælbrosandi á myndinni í vel- lystingum. Þarna var t.d. gert ráð fyrir kampavíni í sérstökum sér- sniðnum kæli á milli sætanna. NOKKRU áður hafði tröllriðið íslensku þjóðfélagi stúlka að nafni Silvía Nótt. Hún var sérsniðin, beinskeytt ádeila á íslenskt neyslu- samfélag, óhófið, bruðlið, virðingar- leysið og græðgina. Hún sló í gegn, góðærisdrósin sú, en þó voru ekki allir jafnvissir um að græðgispés- arnir á meðal þjóðarinnar tækju endilega háðsádeiluna til sín. Kannski er boðskapurinn þeim skiljanlegri núna. NEYSLUDÚKKAN Silvía brotlenti allsvakalega frammi fyrir heims- byggðinni, í leiknu atriði á Euro- vision sem olli Íslendingum tals- verðri skömm. Nú sjáum við betur að sviðsett endalok Silvíu voru eins og æpandi skilaboð til þjóðarinn- ar um að gjalda varhug við öllum hinum, af hennar sauðahúsi – raun- verulegu fólki – sem áttu eftir að brotlenda þjóðinni allri á svipaðan hátt skömmu síðar, frammi fyrir heimsbyggðinni. Hún var dæmi- saga. Viðvörun. MIG grunar að ekki sé mikið um kampavín í þyrlukælum nú. Elton John spilar væntanlega einhvers staðar þar sem gengið er hagstæð- ara. Ætli Silvíur Nætur þessar- ar þjóðar séu ekki farnar í fisk og syngi lög sín í kústskaft á vinnslu- gólfi vestur á fjörðum. EIN besta vísbendingin sem ég hef fengið undanfarið um að þjóðin sé að verða heilbrigðari – að hún sé að vinna sig burt frá neysluklikkun 1. áratugs þessarar aldar og hverfa til raunsærri og jarðbundnari lifnaðar- hátta – birtist mér á öskudaginn. Þá sá ég viðtal við börn í búningum. Ein stúlka sagðist vera saumakona og piltur kvaðst vera sjómaður. NÚ væri þetta ekki merkilegt nema fyrir þær sakir, að fyrir nokkrum árum birtust jú í sjónvarpi mynd- ir frá öskudegi þar sem allar stúlk- ur, og gott ef ekki einhverjir strákar líka, voru áðurnefnd Silvía. Þannig birtist góðærið í háttsemi barn- anna þá. Einsleitir búningar þeirra endurspegluðu þjóðfélagið eins og það var þá, á þyrluskeiðinu. Allir voru Silvía. FJÖLBREYTTIR búningar þeirra nú, þar sem eitt barnið er bóndi, annað saumakona, þriðja sjómaður, fjórða verkfræðingur, fimmta tón- listarmaður og sjötta kennari, er einhver áhrifamesti vitnisburður þess að á Íslandi er jafnvel bjartari framtíð en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Breytt þjóð Opið 07 til 02 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is 1.990,-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.