Fréttablaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 24
16 30. mars 2009 MÁNUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Mánudagur 30. mars 2009
➜ Tónleikar
20.00 Nemendaópera Söngskóla Sig-
urðar Demetz flytur Töfraflautu Mozarts
í Lindakirkju við Uppsali í Kópavoginum.
➜ Fyrirlestrar
12.30 Jean-Philippe Antoine flytur
erindi í stofu 204 hjá myndlistadeild
LHÍ að Laugarnesvegi 91. Allir velkomnir.
➜ Hönnun Og Tíska
Norræni tískutvíæringurinn í Norræna
húsinu við Sturlugötu 19.3 - 5.4.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Nánari upplýsingar á www.nordice.is.
Opið alla daga kl. 12-17.
16.00 Nemendur HÍ kynna leiðir að
sjálfbærum háskóla.
➜ Tónlist
19.00 Lokakvöld undanúrslita í
Músík-tilraunum verður Íslensku Óper-
unni við Ingólfsstræti 2a. Nánari
upplýsingar á www.
musiktilraunir.is
Upplýsingar um
viðburði sendist
á hvar@frettabla-
did.is
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500
SÍMI 564 0000
L
L
16
L
16
L
L
L
MALL COP kl. 5.50 - 8 - 10
MARLEY AND ME kl. 8 - 10.10
BLÁI FÍLLINN kl. 5.50
L
L
12
14
MALL COP kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
MALL COP LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
KILLSHOT kl. 6 - 8 - 10
BLÁI FÍLLINN kl. 4
WATCHMEN D kl. 5.50 - 9
MARLEY AND ME kl. 5.30 - 8 - 10.30
ÆVINTÝRI DESPERAUX kl. 3.40
THE PINK PANTHER 2 kl. 3.40
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR
BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI
50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ
KAUPIR BÍÓMIÐANN Á
12
L
14
L
14
L
THE BOY IN THE STRIPED PYJAMAS kl. 5.50 - 8 - 10.10
MALL COP kl. 5.50 - 8 - 10.10
ARN THE NIGHT TEMPLAR kl. 6 - 9
LAST CHANCE HARVEY kl. 10.20
THE READER kl. 8
VICKY CRISTINA BARCELONA kl. 5.50 5%
5%
SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000
L
16
16
12
12
L
MARLEY AND ME kl. 5.30 - 8 - 10.30
KILLSHOT kl. 6 - 8 - 10
THE INTERNATIONAL kl. 10.30
HE´S JUST NOT THAT INTO YOU kl. 6 - 9
VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 8
FANBOYS kl. 6
600kr.
fyrir börn
750kr.
fyrir fullorðna
Vinsælasta
gamanmynd
ársins í USA
2 vikur á
toppnum!
Öryggi tekur sér aldrei frí!
ógleymanleg saga um
strákinn í röndóttu
náttfötunum
Byggða á samnefndri
METSÖLUBÓK sem farið hefur
sigurför um heiminn.
Saga um vinskap sem átti sér
engin landamæri
STÆRSTA OPNUN Í USA Á ÞESSU ÁRI!
FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 2009!
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
★★★★
KNOWING kl. 5:30D - 8D - 10:30D 12
KNOWING kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP
RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 5:50D - 8 L
DUPLICITY kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
WATCHMEN kl. 8 - 10:10 16
ELEGY kl. 5:50 12
GRAN TORINO kl. 8 - 10:30 12
BEVERLY CHIHUAHUA m/ísl tali kl. 5:50 L
KNOWING kl. 8D - 10:30D 12
RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 5:50D L
WATCHMEN kl. 7D - 10D 16
CONFESSIONS SHOPAHOLIC kl. 5:50 - 8 L
GRAN TORINO kl. 10:10 12
THE INTERNATIONAL kl. 8 16
THE WRESTLER kl. 8 14
KNOWING kl. 8 - 10:20 12
RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 8 7
WATCHMEN kl. 10 16
kl. 8 16
GRAN TORINO kl. 10:10 12
RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 8 L
★★★★
Einn besti spennutryllir
sem ég hef séð -
MÖGNUÐ, ÓTRÚLEGA
SNJÖLL og þegar á þarf
að halda ÓHUGNALEGA
SPENNANDI
Roger Ebert, Einn virtasti kvikmyndagagnrýnandi USA.
NICHOLAS CAGE ER Í TOPP FORMI Í ÞESSUM MAGNAÐA
SPENNUTRYLLI FRÁ LEIKSTJÓRA I-ROBOT - ALEX PROYAS!
- bara lúxus
Sími: 553 2075
MALL COP kl. 6, 8 og 10 L
DUPLICITY kl. 8 og 10.30 16
BLÁI FÍLLINN kl. 6 - (650) L
VILLTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 12
Einar Tönsberg, betur þekktur sem Eberg, hefur
stofnað dúettinn Feldberg með Rósu, söngkonu
Sometime. Margir kannast eflaust við tvö lög þeirra
sem hafa hljómað ótt og títt undanfarið í auglýsing-
um frá Kringlunni og Nova. Annað heitir Don´t Be A
Stranger en hitt Daydreamer.
„Leiðir okkar lágu saman í kringum einhverja
stúdíóvinnu. Síðan fórum við að hittast á þriðju-
dagskvöldum og erum búin að vera síðustu mánuði
á þriðjudagskvöldum að malla saman einhver lög,“
segir Einar, sem gefur sjálfur út sína aðra sólóplötu
á næstunni. Þar syngur Rósa einmitt í einu lagi.
„Þetta er eiginlega hliðarverkefni fyrir okkur bæði.
Það er svo þægilegt að vinna með einhverju fólki
eftir svona einyrkja vitleysu,“ segir hann.
Samstarf Einars og Rósu hefur þegar getið af
sér sex lög og stefna þau á sína fyrstu plötu í haust.
„Það þarf bara fleiri þriðjudagskvöld til að þetta
klárist,“ segir Einar, greinilega spenntur fyrir sam-
starfinu. „Það er gaman að vinna með Rósu. Hún er
með skemmtilega rödd og góðar og skemmtilegar
hugmyndir. Þetta er frískandi fyrir okkur bæði og
virðist bara ganga rembingslaust fyrir sig.“ - fb
Dúett á þriðjudagskvöldum
Gítarleikararnir Björn Thor-
oddsen og Svíinn Ulf Wakenius
leika saman á tónleikum á Nalen
í Stokkhólmi 3. apríl. Ulf er án efa
þekktasti djassgítarleikari Svía og
hefur hróður hans borist víða, m.a
til Bandaríkjanna þar sem hann
leikur reglulega með mörgum af
stóru nöfnunum. Í auglýsingum
er því slegið fram að tveir af allra
fremstu gítaristum Svíþjóðar og
Íslands leiki saman í fyrsta skipti.
„Það er flott að hann skuli spila
með mér og ákveðin viðurkenning
á löngu starfi mínu,“ segir Björn,
„Hann er mjög spennandi gítar-
leikari. Hann hefur spilað hér á
Íslandi með Niels Henning held ég
í tvígang. Það verður mjög spenn-
andi að spila með honum.“
Björn er nýkominn frá Kanada
þar sem hann spilaði á tónleik-
um með stórsveit Winnipeg-borg-
ar, sem gengu mjög vel. Hann var
einnig að ljúka við plötuna Í heið-
anna ró með Andreu Gylfadóttur.
Hún er sú þriðja og síðasta sem
þau gera saman með íslenskum
lögum þar sem vorið er umfjöll-
unarefnið. - fb
Björn spilar með
sænskum snillingi
BJÖRN THORODDSEN Björn leikur með
Svíanum Ulf Wakenius á tónleikum í
Stokkhólmi 3. apríl.
FELDBERG Einar Tönsberg og Rósa Ísfeld skipa dúettinn Feld-
berg sem undirbýr sína fyrstu plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Benni Hemm Hemm fer
í tveggja vikna tónleika-
ferðalag um Þýskaland,
Sviss, Tékkland og Austur-
ríki í júní til að kynna plötu
sína Murta St. Calunga sem
kemur út í Evrópu í sama
mánuði.
Í þetta sinn verða aðeins tveir
Íslendingar í hljómsveitinni, eða
forsprakkinn Benedikt Hermann
Hermannsson og trompetleikarinn
Eiríkur Orri Ólafsson. Hinir þrír
koma frá Edinborg í Skotlandi,
þar sem Benedikt er búsettur um
þessar mundir. „Það verður fjög-
urra manna hljómsveit með mér á
þessum túr. Þarna verður frábær
bassaleikari og líka söngkona sem
heitir Emily Scott og svo tromm-
ari sem heitir Owen Williams.
Hann er í hljómsveitinni Pineapple
Chunks,“ segir Benni.
Hann ætlar einnig að spila sjálf-
ur á tvennum tónleikum í Edinborg
í apríl og maí, án hljómsveitar,
vopnaður kassagítar og munn-
hörpu. Á þeim síðari hitar hann
upp fyrir hljómsveitina Hjaltalín.
Hyggur hann jafnframt á sólótúr
um Holland og Írland í maí. „Ég
er reyndar alveg logandi hræddur
við trúbadorabransann. Það eru
hættuleg mörk á því að spila einn
sem Benni Hemm Hemm og sem
trúbador.
Ég myndi hugsa mig vel um áður
en ég myndi kalla mig það sjálf-
ur.“ Tónleikaferðir Benna Hemm
Hemm um Skandinavíu og Banda-
ríkin eru einnig fyrirhugaðar, en
Murta St. Calunga kemur einmitt
út vestanhafs í júlí.
Benni hefur dvalið í Edinborg
síðan í september og líst vel á sig
í stórborginni. „Lífið hefur aldrei
verið betra, ég veit ekki af hverju
það er. Ég hef aldrei haft minni
peningaáhyggjur, sem er ágætt, en
það er alveg flott kreppa í gangi
hérna líka,“ segir hann.
freyr@frettabladid.is
MEÐ SKOTUM Í EVRÓPUTÚR
BENNI HEMM HEMM Benedikt Hermann Hermannsson hefur það gott í Edinborg
þar sem hann er búsettur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA