Fréttablaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 30. mars 2009
SÉRFERÐIRÚTIVIST Bára Ketilsdóttir er þjálf-ari fjallaklúbbsins Toppfara sem komst í hann krappan á Skessu-
horni á laugardag. Hún segir hinn
tólf manna hóp oft hafa lent í verri
aðstæðum en þeim sem voru á
fjallinu þennan dag.
Hópurinn bað um aðstoð þegar
kona úr hópnum rann niður 200
metra og slasaðist. Konan er á
batavegi og losnaði af gjörgæslu
í gær.
Veður var afleitt á svæðinu, auk
þess sem snjóflóðahætta var tölu-
verð. Jón Gauti Jónsson fjallaleið-
sögumaður fór með hópnum upp
á fjallið og því voru þau í góðum
höndum að mati Báru. „Við erum
að ganga allt árið um kring við
allar aðstæður. Við höfum oft
verið í miklu erfiðari aðstæð-
um heldur en þarna,“ segir hún.
Eftir að kallað var á björgunar-
sveitir gróf hópurinn sig í fönn,
hélt hita á konunni sem slasaðist
og mokaði sjó með fjórum skófl-
um sem hann hafði meðferðis. Um
fimm klukkustundir liðu þangað
til hjálpin barst. „Þarna var lík-
lega tíu stiga frost. Við bjuggum
til stórt snjóhús og skiptumst á að
halda henni heitri. Við pökkuðum
henni vel inn og lágum sitt hvoru
megin við hana. Aðrir voru að
moka á meðan og aðrir að fá sér
að borða,“ segir Bára. „Mér finnst
það standa upp úr sem algjört
þrekvirki að þessi hópur skyldi
geta gert þetta. Bæði haldið henni
heitri og í stöðugu ástandi og sjálf-
um sér klukkustundum saman í
brattri hlíð í svona mikilli hæð og
í þessu veðri.“
Bára segist aldrei hafa verið
hrædd um að finnast ekki. „Allir
útivistarmenn og menn sem eru
í björgunarsveitinni þekkja þetta
svæði eins og lófann á sér. Þetta
fer náttúrulega í reynslubankann.
Við erum búin að margfara yfir
þetta og það var ekki á neinn hátt
eitthvað sem var rangt gert. Ísland
er svona land með þetta veður og
þennan snjó stóran hluta af árinu.
Ef þú ætlar að ganga upp á fjöll
eru þetta aðstæðurnar sem þú ert
í.“
Klúbburinn Toppfarar hefur
verið starfandi í tvö ár og gengur
á fjöll allt árið um kring hvern ein-
asta þriðjudag. Alls hefur klúbbur-
inn klifið tæplega sextíu fjöll. - fb
Toppfarar komust í hann krappan á Skessuhorni:
Skiptust á að halda
hita á slasaðri konu
Á SKESSUHORNI Björgunarstarfsmenn komu fólkinu til bjargar eftir að það hafði
beðið í fimm klukkustundir í miklum kulda.