Fréttablaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 26
18 30. mars 2009 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
25. – 27. apríl
24. – 26. apríl
Verð á mann:
59.900 kr.
75.900 kr.
Innifalið: Flug með sköttum og
öðrum greiðslum og miði á leikinn.
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, hótelgisting með morgunverði
í 2 nætur og miði á leikinn.
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Man. Utd.
Tottenham
Arsenal
M’boro
Verð á mann í tvíbýli:
Boltinn er hjá okkur!
TILBOÐ!
HANDBOLTI Fram tryggði sér í gær
sæti í úrslitakeppni N1-deildar
karla með fjögurra marka sigri
á FH, 30-26. FH hefði þurft sigur
í leiknum til að eiga möguleika á
sæti í úrslitakeppninni.
Fram byrjaði miklu betur í
leiknum og náði mest
átta marka forystu. En
FH náði að bíta frá sér
í síðari hálfleik og var
nálægt því að jafna metin
undir lok leiksins.
„Við hleyptum þessu
upp í óþarfa spennu,“ sagði
Stefán Baldvin Stefánsson,
leikmaður Fram, eftir leik.
„Þeir fóru að spila 4-2 vörn
sem við réðum ekki við.
Við hættum líka að spila
skynsamlega og sem lið.“
Hann var þó ánægður
með sigurinn og sætið í úrslita-
keppninni. Fram færðist upp í
þriðja sæti deildarinnar þar sem
HK gerði jafntefli við Hauka á
sama tíma í gær.
Elvar Erlingsson,
þjálfari FH, var óánægð-
ur með leikinn en sáttur
við tímabilið í heild.
„Við tókum slæmar ákvarð-
anir í fyrri hálf-
leik sem reynd-
ust dýrkeyptar.
En fyrir tímabil-
ið hefði ég fagnað því að ná
fimmta sæti deildarinnar. Ég
er því nokkuð sáttur enda erum
við með ungt og óreynt lið.“
- esá
Fram í úrslitakeppnina eftir sigur á FH:
Var óþarflega spennandi
JÓHANN GUNNAR EINARSSON
Skoraði átta mörk fyrir Fram í gær.
> Tinna þrefaldur meistari
Tinna Helgadóttir varð um helgina þrefaldur Íslands-
meistari í badminton en meistaramót Íslands fór fram
í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um helgina.
Tinna sigraði í einliða- og tvíliðaleik kvenna sem og
tvenndarleik ásamt bróður sínum, Magnúsi Inga. Helgi
Jóhannesson varði titil sinn í einliðaleik karla en þetta
er fjórði Íslandsmeistaratitill hans síðan 2008.
Tinna varð hins vegar Íslandsmeistari í ein-
liðaleik kvenna í fyrsta sinn. Íslandsmeistarar í
tvíliðaleik karla urðu þeir
Magnús Ingi og Helgi en
félagi Tinnu í tvíliðaleik
kvenna var Erla Björg
Hafsteinsdóttir.
Haukar úr Hafnarfirði urðu um helgina deildarmeistarar bæði í
N1-deild karla og kvenna. Kvennaliðið vann sigur á FH á
laugardaginn og tryggði sér um leið efsta sæti deildarinnar.
Karlaliðið gerði svo jafntefli við HK í gær, 27-27, eftir að hafa
verið undir í hálfleik.
Bæði lið hafa því tryggt sér heimavallarrétt-
inn alla úrslitakeppnina sem hefst eftir
páska.
„Þetta var mjög ánægjulegt enda
mikil vinna að baki,“ sagði Aron Kristjánsson,
þjálfari Hauka. „Þetta er sá bikar sem mesta
vinnan fer í og krefst þess að menn haldi ein-
beitingu yfir allt tímabilið.“
Aron sagði sína menn í karlaliði Hauka hafa
verið sérstaklega öfluga eftir áramót. „Við
settumst aftur niður í janúarbyrjun til að end-
urskoða okkar gildi og markmið. Þá kom í ljós að við
vorum staðráðnir í að vinna þennan titil og var það
markmið okkar. Það var sérstaklega ánægjulegt að klára
þetta strax í dag svo við getum farið að undirbúa
okkur fyrir úrslitakeppnina sem fyrst.“
Hann segir það vissulega gott að vera með
heimavallarréttinn en býst engu að
síður við jafnri og spennandi úrslita-
keppni.
„Það eru bara fjögur lið í úrslita-
keppninni sem þýðir að aðeins
lið sem hafa náð góðum
árangri í vetur komust í
úrslitakeppnina enda
hefur baráttan verið
hörð. En nú byrja allir
á núlli og ég vona að
áhorfendur verði fljótir
að taka við sér því ég á
von á svakalegri úrslita-
keppni með mikilli baráttu og
spennu.“
DRAUMAHELGI HJÁ HAUKUM: URÐU DEILDARMEISTARAR Í N1-DEILDUM KARLA OG KVENNA
Verður afar jöfn og spennandi úrslitakeppni
KÖRFUBOLTI „Það er frábært að fá
oddaleik. Þetta er eins skemmti-
legt og það getur orðið. Við erum
nú búin að fara í alla úrslitaleiki
sem í boði voru á tímabilinu sem
er æðislegt. Þetta er eins og góður
konfektmoli,“ sagði Jóhannes
Árnason, þjálfari KR, eftir sigur
sinna manna á Haukum í gær, 65-
56. Þar með er ljóst að úrslitin í
rimmu liðanna um Íslandsmeist-
aratitil kvenna í körfubolta ráðast
í oddaleik á miðvikudagskvöldið.
Eins og úrslitin gefa til kynna
var varnarleikurinn og baráttan
í fyrirrúmi. Leikurinn var afar
kaflaskiptur. Haukar byrjuðu
betur en heimamenn unnu 2. og 3.
leikhluta með miklum mun og voru
komnir í góða stöðu.
En þá virtist allt frjósa í her-
búðum KR og Haukar gerðu sig
líklega til að stela sigrinum. En
KR-ingar héldu haus og kláruðu
leikinn á nokkuð öruggan máta.
„Í versta falli hefðum við getað
tapað þessu niður. En ég vissi að
ef vörnin myndi halda myndum
við klára leikinn. Ég sá það í and-
litunum á Haukunum að þær voru
þreyttar. En það má heldur ekki
gleyma því að þær eru með mjög
góða leikmenn og því var ég alls
ekkert öruggur með sigurinn,“
bætti Jóhannes við.
Kollegi hans hjá Haukum, Yngvi
Gunnlaugsson, sagði það mjög ólíkt
sínu liði að hleypa KR-ingum aftur
inn í leikinn eins og þær gerðu um
miðbik leiksins.
Svæðisvörn Hauka virkaði mjög
vel í fyrsta leikhluta en þá fóru
KR-ingar að hitta vel að utan.
„Kannski átti ég að prófa svæð-
isvörnina aftur undir lokin en þá
vorum við farin að elta í leikn-
um. Mér fannst að fyrst og fremst
þurftum við að ná stemningunni
aftur upp en því miður þá gekk
það ekki. En það var mjög svekkj-
andi að ná tíu stiga forystu og fara
svo að slaka á. Við töluðum um það
fyrir leikinn að það mætti ekki
gerast.“
Hvort lið hefur nú unnið bæði
á heima- og útivelli. Það er því
ómögulegt að spá fyrir um hvernig
oddaleikurinn verður. „Þetta eru
tvö bestu liðin á landinu í dag. Við
bjuggumst við því að þurfa fimm
leiki,“ sagði Yngvi.
KR varð bikarmeistari fyrr í
vetur eftir sigur á Keflavík og á
því möguleika á að vinna tvöfalt í
ár. Árangurinn kemur þjálfara KR
ekki á óvart. „Við hófum tímabilið
með það fyrir augum að gera eitt-
hvað stórkostlegt. Það er einmitt
það sem við ætlum að gera – eitt-
hvað stórkostlegt.“
eirikur@frettabladid.is
Eins og góður konfektmoli
KR vann í gær sigur á Haukum á heimavelli í fjórða leik liðanna um Íslands-
meistaratitil kvenna í körfubolta. Úrslitin um titilinn munu því ráðast í odda-
leik á miðvikudagskvöldið er liðin mætast á heimavelli Hauka í Hafnarfirði.
TEKIÐ Á ÞVÍ Monika Knight, Haukum, og Hildur Sigurðardóttir, KR, í baráttunni í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KR - HAUKAR 65-56
Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22 (12 frák.),
Margrét Kara Sturludóttir 14, Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir 14 (9 fráköst), Guðrún Þorsteins-
dóttir 5 (8 fráköst), Helga Einarsdóttir 5, Guðrún
Ámundadóttir 4, Guðrún Sigurðardóttir 1.
Stig Hauka: Slavica Dimovska 17, Ragna
Brynjarsdóttir 13, Monika Knight 10, Kristrún
Sigurjónsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Telma
Fjalarsdóttir 4 (8 fráköst).