Fréttablaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 30
22 30. mars 2009 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. stagl, 6. í röð, 8. gums, 9. fugl, 11.
slá, 12. vansæmd, 14. jurtaríki, 16.
skammstöfun, 17. völlur, 18. fæða,
20. sjúkdómur, 21. útungun eggja.
LÓÐRÉTT
1. elds, 3. bor, 4. vörurými, 5. fyr-
irboði, 7. pergament, 10. grús, 13.
form, 15. svara, 16. ris, 19. samtök.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. tafs, 6. áb, 8. lap, 9. lóm,
11. rá, 12. skömm, 14. flóra, 16. þe,
17. tún, 18. ala, 20. ms, 21. klak.
LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. al, 4. farmrúm,
5. spá, 7. bókfell, 10. möl, 13. mót,
15. ansa, 16. þak, 19. aa.
„Þetta er ekkert eins og í gamla
daga. Ég þarf bara sjálfur að borga
fyrir farið, ég næ að kaupa farseð-
il og kannski styrkir pabbi mig,“
segir Ólafur Ólafsson, unnusti
Jóhönnu Guðrúnar, Eurovision-
fara Íslands. Eins og kom fram í
Fréttablaðinu skömmu eftir sigur
Jóhönnu hafði Ólafur mikinn hug
á því að fylgja kærustunni sinni til
Moskvu. En til þess að það verði að
veruleika þurfa nokkrir hlutir að
ganga upp. Ólafur stundar nám við
Flensborgarskólann í Hafnafirði
og er auk þess í fjarnámi í Versl-
unarskólanum. „Ég þarf að færa
prófin aðeins til í Versló, kannski
um tvo daga og vona að stjórnend-
ur skólans komi til móts við þær
óskir,“ segir Ólafur. Þau Jóhanna
Guðrún hafa verið saman í tæp
tvö ár.
Ólafur er staðráðinn í að sjá
Jóhönnu á undanúrslitakvöld-
inu sem verður á þriðjudeginum.
„Mig langar alveg rosalega til að
vera í Moskvu þegar hún stígur á
stóra sviðið í fyrsta skipti. Og ef
hún kemst alla leið í úrslitin þá
verð ég auðvitað að vera þar líka,“
segir Ólafur
En ef svo ólíklega fer að Ólafur
kemst ekki til höfuðborgar Rúss-
lands þarf Jóhanna ekkert að kvíða
því að hún verði ein og yfirgefin.
Því móðir hennar, Margrét Stein-
dórsdóttir, verður henni til halds
og traust. Margrét sagðist í sam-
tali við Fréttablaðið vera ákaflega
spennt fyrir ferðinni. Enda væri
Moskva heillandi borg og þangað
hefði hún ekki komið áður. „Maður
á ekki beint leið um Moskvu á
hverjum degi,“ segir Margrét
sem hefur fylgt dóttur sinni eins
og skugginn á nokkuð löngum ferli
hennar.
Margrét er ekki í nokkrum vafa
um að dóttir hennar hafi allt til
brunns að bera til að geta staðið
sig vel í þessari hörðu keppni þrátt
fyrir ungan aldur. „Ég held að
Jóhanna sé yngsti keppand-
inn miðað við það sem ég
hef lesið á þessum Euro-
vision-síðum en það ætti
ekki að koma að sök, hún
er svo sterkur persónu-
leiki,“ segir Mar-
grét sem hyggst
fyrst og fremst
vera í hlutverki
„mömmunnar“ í
þessari ferð.
O g E u r o -
vision-nirðirn-
ir hafa mikið
verið að spá og spekúlera í fram-
lagi Íslendinga, Is it True? End-
anleg útgáfa lagsins fór á Netið
í gær og hefur fengið prýðilega
dóma. Jóhönnu hefur verið spáð
þriðja sætinu í forkeppninni af
veðbönkum en í úrslitunum
getur síðan allt gerst. „Mér
skilst síðan að ein-
hverjir hafi stillt
laginu upp á
móti framlagi
Breta,“ segir
Margrét en það
er samið af söng-
leikjakóngnum
Andrew Lloyd
Webber.
freyrgigja@
frettabladid.is
ÓLAFUR ÓLAFSSON: HLIÐRAR TIL PRÓFLESTRI FYRIR EUROVISION-FERÐ
Kærasti Jóhönnu safnar
fyrir farseðli til Moskvu
SAMHENTAR Mæðgurnar Margrét og Jóhanna hafa farið víða saman og Margrét
hefur stutt dyggilega við bakið á dóttur sinni. Hún verður við hlið hennar í Moskvu
þegar Eurovision-keppnin fer þar fram. Ólafur, kærasti Jóhönnu, þarf sjálfur að greiða
fyrir farseðilinn til Moskvu vilji hann sjá unnustu sína á stóra sviðinu.
„Þetta er heljarinnar fyrirtæki, við
höfum verið að ræða við þá að undan-
förnu en nú er talað um að við þurfum
að fara til Sviss, New York og London
og ræða við forsvarsmenn fyrirtæk-
isins þar,“ segir Magnús Scheving en
tannkremsrisinn Colgate hefur áhuga
á að fá Latabæjarpersónurnar á vörur
sínar.
Magnús segir að þetta sé allt á við-
ræðustigi og því ekki útséð með fram-
haldið en bætir því við að Colgate vanti
einhverja þekkta fígúru til að auglýsa
vöru sína.
„Íþróttaálfurinn er náttúrulega
mjög áhugasamur um tannhirðu
barna, hann burstar tennurnar á hverj-
um morgni í hverjum þætti og syngur
meira að segja um mikilvægi þess að
bursta tennurnar,“ segir Magnús og
því ljóst að persónur þessa vinsæla
sjónvarpsþáttar eru tilvaldar til að
auglýsa tannkrem.
„Og svo má náttúrulega ekki gleyma
því að Latibær var einu sinni styrkt-
ur af Tannlæknafélaginu á
Íslandi,“ skýtur Magnús að.
Og Latibær heldur áfram að
heilla heimsbyggðina upp úr
skónum. Nýverið var staddur
hér á landi viðskiptaútvarpsmað-
urinn Peter Day sem starfar hjá
BBC World Service. Day þessi er
ákaflega virtur í sínu fagi og hann
var agndofa yfir þeim árangri sem
Latibær hefur náð á heimsvísu.
„Honum fannst magnað að
sjá fyrirtæki eins og Lata-
bæ sem hefði samfélags-
lega ábyrgð blómstra.
Það væri dálítið á
skjön við það sem
áður þekktist,“
segir Magnús en
Day lýsti meðal
a n n a r s y f i r
áhuga sínum á að
gera heimildarmynd um
Latabæjarfyrirbærið íslenska.
- fgg
Latibær á tannkremstúpur
„Myndin er á lokastigi og verð-
ur sýnd á laugardagskvöld fyrir
páska,“ segir Egill Eðvarðsson en
mynd hans um sögufræga píla-
grímsför FTT og Hljóma til Liver-
pool er komin á dagskrá Ríkissjón-
varpsins.
Um hundrað manna hópur fór
sérstaka afmælisför til Liver-
pool síðasta sumar á Bítlaslóðir.
Meðal annars var farið á tónleika
Pauls McCartney og fylgst með
því þegar Hljómar stigu á svið í
hinum sögufræga Cavern-klúbbi
– 44 árum eftir að þeir tóku þar
frægt „gigg“. Skipuð nákvæmlega
þeim sem komu þar fram fyrir 44
árum: Gunnari, Rúnari Júlíussyni,
Eggerti Kristinssyni og Erlingi
Björnssyni. Það gigg markar í
raun upphaf gríðarlegra vinsælda
Hljóma á Íslandi,
Myndin heitir Sveitapiltsins
draumur og er tileinkuð minn-
ingu Rúnars Júlíussonar sem Egill
segir sér ljúft og skylt. „Þetta
snertir marga fallega strengi í
brjóstum. Ferðin, upplifunin og
svo Rúnars þáttur í þessu. Hann
fer þarna sína hinstu för og allir
fylgja honum. En menn voru
ánægðir með þennan hóp sem
fylgdi Hljómum. Ferðin hófst í
Keflavík og endar þar.“
Elsa María Jakobsdóttir er
umsjónarmaður en tökumaður
er Jón Páll Pálsson. Rætt er við
ferðalanga en meginefnið eru
viðtöl við Hljómana sem rifja
upp fyrstu árin. Og hver sér þetta
sínum augum. „Eins og Gunni
segir svo ágætlega þá eru til fjór-
ar ólíkar útgáfur á hvernig Hljóm-
ar urðu til. Elli segir eitt og Rúnar
annað, Eggert með þriðju ver-
sjónina og Gunni ypptir öxlum og
segir: það eru margar útgáfur af
þessu,“ segir Egill. - jbg
Sveitapiltsins draumur á dagskrá fyrir páska
TÖKULIÐ Á BÍTLASLÓÐ Mynd Egils Eðvarðssonar um rómaða pílagrímsför Hljóma og
aðdáenda þeirra er nú á lokastigi. FRÉTTABLAÐIÐ/JAKOB
„Hún hefur alltaf verið afskap-
lega hugmyndarík og dugleg og
ég er auðvitað mjög ánægð með
hana. Hún hefur alltaf verið að
búa eitthvað til, teikna eitthvað
og byggja frá hún fæddist. Og ég
er nú þegar búin að panta hjá
henni stól.“
Anna Sigríður Arnþórsdóttir, móðir
Andreu Tryggvadóttur, sem komst í úrslit
í þekktri danskri húsgagnakeppni með
umhverfisvæna hugmynd að stól.
Í SÓKN Magnús og
Latibær hafa ekki
lagt árar í bát held-
ur eru í viðræðum
við tannkrems-
risann Colgate
um samstarf.
25% AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM FISKI Í DAG
ýsuflök, lúðusneiðar laxaflök, fiskréttir
hörpuskel, humar, rauðmagi og margt fleira.
HUGSUM UM HEILSUNA OG BORÐUM FISK.
Félag hljómplötuframleiðanda
stendur fyrir kosningu á hundrað
bestu plötum allra tíma á Íslandi
í samvinnu við Tónlist.is og Rás
2. Hægt er að kjósa á milli fjögur
hundruð platna, þar á meðal eru
fjórar frá hljómsveitinni Todmobile
sem gerði garðinn frægan á tíunda
áratugnum. Er það svo sem ekki
í frásögur færandi nema það að í
stjórn Félags hljómplötuframleið-
anda er einmitt bassa-
leikari Todmobile,
Eiður Arnarsson.
Todmobile er
þó hvergi nærri
atkvæðamest á
listanum og til að
mynda eiga Stuð-
menn, Sálin
og Ný dönsk
þar sex plötur
hver.
Halldór Bragason, blúsmaður
númer eitt á Íslandi, hefur í nægu
að snúast í kringum heimsókn
Pinetops Perkins, blúsarans
aldraða. Eins og greint hefur verið
frá vildi kappinn sérstakt reyk-
ingaherbergi og lifir víst eingöngu
á McDonald‘s-hamborgurum
en hefur látið af þeirri iðju sinni
að drekka heila koníaksflösku
yfir daginn. Nú ætla kokkarnir
á Vox að reiða fram sérstaka
hamborgaramáltíð handa Pinetop
en hún samanstend-
ur víst af tveimur
tvöföldum
hamborgur-
um, tveimur
eplabökum og
miðstærð af
Sprite.
- fb/fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Svein Harald Öygard.
2 Bolungarvík.
3 Margrét Ingibjörg
Halldórsdóttir.