Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006
!
Laugardaginn 14. janúar sl. birti
sá mæti bókmenntafræðingur og
bókasafnsstarfsmaður, Úlfhildur
Dagsdóttir, grein í Lesbók undir
yfirskriftinni „Menningarvitinn
logar ekki“ og átti að vera yfirlit
yfir bókaútgáfuna hérlendis á
síðasta ári.
Þar sem greinin bar svipaða yfirskrift
og erindi sem hún hafði flutt „Brennið þið
menningarvitar: flóð og fjara í íslenskum
bókmenntum 2005“ hjá Félagi íslenskra
fræða fyrr í vikunni fannst mér þetta
áhugavert. Við lestur greinarinnar voru
það mér hins vegar vonbrigði
að Úlfhildur var fráleitt að
fást við það efni, heldur að-
allega að bregðast við grein-
arkorni sem ég birti í Morgunblaðinu í
byrjun desember undir yfirskriftinni „Af
bókmenntalegri nægjusemi“ þar sem ég
lýsti þeirri skoðun minni að svokölluðum
spennubókum væri gert óþarflega hátt
undir höfði í bókaumfjöllun fjölmiðla.
Ég þekki Úlfhildi aðeins að góðu einu,
ekki síst fyrir að veita á sínum tíma fersk-
um straumum inn í hérlenda bókmennta-
umræðu. Ég bjóst því við að hún hefði
áhuga á því að greina flóruna, átta sig á
línum í margbreytilegu landslagi íslenskra
bókmennta, benda á nýjabrumið. En þess
í stað lagði hún sig fram við að réttlæta og
viðhalda þeirri eintóna umræðu, þeim
staðalímyndum sem um þær myndast í
fjölmiðlum á hverju hausti. Staðal-
ímyndum sem endurspegla raunveruleik-
ann ekki nema að litlu leyti, en eru hins
vegar afar gagnlegar fyrir stórmarkaði og
fjölmiðla.
Samkvæmt Bókatíðindum síðasta árs
komu á fimmta hundrað nýjar bækur út
2005, sem verður sennilega að teljast harla
gott. Þótt ég hafi náttúrlega ekki lesið
nema brot af þessu sýnist mér útgáfan
einkennast af mikilli fjölbreytni, grósku
hvarvetna, myndarlegar barnabækur,
metnaðarfull fræðiverk, íslenskar og
þýddar skáldsögur, ljóð, leikrit. Semsagt,
heilmikið fjör.
Meðal þessara fjögur hundruð og eitt-
hvað bóka voru einar fimmtán svokallaðar
spennubækur, reyfarar sem eru ágætar
fyrir sinn hatt, en svo sem ekkert meira en
það. Bókaumfjöllun í fjölmiðlum (að Morg-
unblaðinu og Rás 1 undanskildum) snerist
hins vegar að stórum hluta um þær, ómak-
lega á kostnað annarra bóka. Svo rammt
kvað að þessu í nóvember að mér fannst
stappa nærri einhvers konar rétthugsun.
Slík rétthugsun finnst mér fremur hvim-
leið, sama hvaðan hún kemur, og því leyfði
ég mér að benda á þetta misræmi raun-
veruleika og fjölmiðlaumfjöllunar í áð-
urnefndu greinarkorni sem birtist í Morg-
unblaðinu. Fékk raunar fremur lítil en
jákvæð viðbrögð við henni.
Við Úlfhildur erum semsagt ósammála
um listrænt og bókmenntalegt gildi
spennusagna, en skemmtigildi þeirra vé-
fengi ég ekki, enda les ég þær mér til
ánægju í bland við annað eins og fram
kemur í títtnefndum greinarstúf. Enn
skemmtilegra finnst mér þó að leggja upp
í það sem Frakkar kalla „aventure intel-
lectuelle“ (vitsmunalegt ævintýri), þýða og
lesa bækur sem næra andann ofurlítið. Nú
er ég til dæmis að lesa nýja, stórmerka
bók um nútímann eftir franska heimspek-
inginn (og menningarvitann!) Alain Fink-
ielkraut sem nefnist Nous autres, les mod-
ernes (Við, þessir nútímalegu). Það er
náttúrlega ekki spennubók, enginn drep-
inn, ekkert blóð, engu stolið og engum
nauðgað, en hún er mun meira spennandi
en flestar spennubækur. Bráðskemmtileg
gagnrýni á ýmsa samferðamenn okkar og
-konur sem halda sig óskaplega fram-
sækin, sér á parti og nútímaleg, en eru í
raun bara að dansa eftir pípuleik markaðs-
afla og afturhalds.
Úlfhildur sýndi mér alls óverðskuld-
aðan heiður með þessari umfjöllun sinni
um greinarstúfinn. Ég hafði ekki áttað
mig á því að hann hefði markað svo djúp
spor í bókmenntaumræðu síðasta árs að
hann gæti orðið uppistaðan í heilli Lesbók-
argrein.
Einhvern veginn grunar mig nú samt að
bókafólk hafi fremur lítinn áhuga á karpi
sem þessu og lesi bara nokk þær bækur
sem því sýnist. Enda eru bókmenntir sem
betur fer mun áhugaverðari en umræðan
um þær.
Bókmenntaleg
rétthugsun
Eftir Friðrik
Rafnsson
fr@hi.is
Höfundur er bókmenntafræðingur og þýðandi. Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ég er byrjuð að fara aftur á McDon-alds eftir margra ára hlé. Hléiðkom til vegna Fast Food Nation oghryllingslýsinganna í þeirri bók.
Eftir að ég fluttist til Svíþjóðar byrjaði ég aft-
ur að dragast að þessum skyndibita sem hver
og einn er jú búinn til úr mörg þúsund beljum.
Ég reyni að telja sjálfri
mér trú um að ég hafi lað-
ast aftur að Big Mac í
neyð. Á bílferðalögum í
Svíþjóð er varla annað að
fá en McDonalds eða Burger King. Nema
maður hafi tíma til að stúdera afgreiðslutíma
sveitakaffihúsa, taka sénsinn á rækjusamloku
í afskekktri sjoppu eða smyrja nesti.
Endurfæðing McDonalds með salötum og
dverggulrótum hafði ekkert með upprifjun
gamalla kynna við McDonalds að gera. Ég fæ
mér hollan mat einhvers staðar annars staðar
og finnst skyndibitastaðir ekki eiga að reyna
að vera eitthvað annað en þeir eru. En þetta er
fínt auglýsinga- og markaðstrix sem hefur
skilað sér fyrir skyndibitarisann.
Það var á McDonalds í því fræga plássi
Trollhättan sem ég var á leið út, södd en með
samviskubit, og rak augun í tímarit í standi.
Titillinn Våra Barn – Börnin okkar, með bleik-
um stöfum á grænum bakgrunni og ham-
ingjusöm móðir brosandi framan í lesendur.
Undirtitillinn Blað um fjölskyldulíf, ókeypis
handa þér.
Ég fékk ónotatilfinningu. Gat verið að
McDonalds væri að koma sér lymskulega á
framfæri við barnafólk með ókeypis tímariti
um uppeldismál – fjórða tölublaði? Greip ein-
tak og gleymdi þessu þangað til nú í vikunni.
Gróf þá blaðið undan bunkanum á skrifborð-
inu og hugsaði skyndibitarisanum aftur þegj-
andi þörfina. „Skyndibitastaður að þykjast
vera eitthvað annað en hann er, með gulrætur
í staðinn fyrir franskar, og nú blað um uppeld-
ismál í þokkabót!“ Svo opnaði ég blaðið og er
enn að lesa.
Ég varð að játa að greinarnar eru allflestar
mjög áhugaverðar fyrir foreldra og blaðið er
hiklaust í sama gæðaflokki og fleiri sænsk
tímarit um uppeldismál, sem sagt gott. Rit-
stjórinn er Marianne von Baumgarten-
Lindberg, fyrrverandi ritstjóri eins þekktasta
uppeldisblaðs Svía, Vi Föräldrar. Tímaritið
Våra barn var stofnað upp úr 1990 en hætti að
koma út vegna fjárhagserfiðleika. Nafnið var
og er í eigu fyrirtækis ritstjórans sem fann
tækifæri til að endurlífga það með samvinnu
við McDonalds í Svíþjóð sem veitir fjárhags-
legan stuðning og dreifir blaðinu. Fyrir utan
alla veitingastaði McDonalds er blaðið að finna
á mæðra- og barnaheilsugæslustöðvum.
Í samtali við Dagens Industri sagðist rit-
stjórinn ekki vera hrædd við ritskoðun. For-
sendan fyrir samstarfinu við McDonalds hefði
verið sjálfstæði ritstjórnar sem væri vissulega
virt. Í fjórða tölublaðinu er ekki margt sem
minnir á McDonalds. Nafn fyrirtækisins kem-
ur fram undir yfirskriftinni aðrir samstarfs-
aðilar en þrjár heilsíðuauglýsingar segja líka
sitt. Þetta eru þó auðvitað ekki hefðbundnar
auglýsingar, heldur auglýsingar sem skapa
velvild, á barnaklúbbi McDonalds og barna-
sjóði McDonalds til styrktar veikum börnum.
Ein fréttatilkynning um sjóðinn er einnig birt
á lokasíðum blaðsins.
Greinarnar í tímaritinu eru af ýmsum toga.
Viðtöl við nýbakaða foreldra, barnabókahöf-
und og fjölskylduráðgjafa. Myndasería af
börnum á öllum aldri í alls konar grímubún-
ingum þar sem strákar jafnt sem stelpur eru í
prinsessubúningum og sjóræningjabúningum.
Slíkt sæist seint í íslensku blaði held ég.
Áhugaverð grein um hvaða áhrif neyslu-
samfélagið hefur á börnin og hvaða hlutverki
foreldrar gegna sem fyrirmyndir í því sam-
bandi; „… börnin gera eins og við gerum, ekki
eins og við segjum“. Greinar um hjónabandið,
hollan morgunmat og viðtal við skemmtilegan
og skapandi skólastjóra vekja líka áhuga. Og
sú skoðun myndast við lesturinn að ekki allir
vilji eða geti verið áskrifendur að uppeld-
isblaði. Upplýsingarnar eru þó gagnlegar fyrir
alla foreldra og með þessu ókeypis blaði er
hægt að ná í þær með því að fara inn á næsta
McDonalds og ná sér í blað. Kippa með sér
gulrótapoka í leiðinni til að fá ekki sam-
viskubit. Þvílík snilldarmarkaðssetning.
Ég tel mig þokkalega gagnrýna á umhverfi
mitt og ekki láta bjóða mér hvað sem er. Lang-
ar ekki vitund í Big Mac á meðan ég les blaðið,
narta reyndar í gulrót á meðan ég fletti því.
En ég játa að afstaða mín til ruslrisans hefur
mildast af einhverjum orsökum. Ég var ánægð
í Trollhättan um daginn þegar barnið mitt
valdi sér ávaxtapoka af matseðlinum. Er ekki
farin að ganga svo langt sjálf að panta mér sal-
at á McDonalds, en það bragðast víst ágæt-
lega. McDonalds er líklega meistari í markaðs-
setningu. Ávaxtapokar og uppeldisblað er
kannski allt sem þarf til að milda afstöðu rifr-
ildisseggja eins og mín. Það er kannski allt í
lagi að skyndibitastaður standi fyrir eitthvað
meira en feitar franskar og feitt verk-
smiðjukjöt?
Meistari í markaðssetningu
’Ég fékk ónotatilfinningu. Gat verið að McDonaldsværi að koma sér lymskulega á framfæri við barnafólk
með ókeypis tímariti um uppeldismál – fjórða tölu-
blaði? ‘Fjölmiðlar
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
ÍTarot er dauðaspilið ekki slæmt.Það merkir breytingar. Og breyt-ingar eru alltaf góðar. Ef þú lítur
á þær þannig. Hjá DV hefur þetta verið
vika breytinga. Þær höfðu svosem legið
í loftinu lengi.Það er skrýtin tilhugsun
að Mikael Torfason skuli ekki lengur
vera við stjórnvölinn. Mikael er einn
merkilegasti maður sem ég hef kynnst.
Ótrúlega duglegur, með ótrúlegar hug-
myndir og ótrúlegan vilja til að koma
þessum hugmyndum í verk. Mikael tal-
aði oft um að DV myndi á endanum
sigra. Að eftir nokkur ár myndi blaðið
standa uppi sem sigurvegari og tróna
yfir öðrum blöðum á markaðnum. Það
yrði stóri bróðir Fréttablaðsins. Ég
trúði þessu. Eins og aðrir þeir sem
lögðu allt að veði fyrir DV. Tíma sinn
og orku. Ég efast um að á öðrum blöð-
um sé hugsjónin jafnsterk og hjá þeim
sem hafa starfað fyrir Mikael. Enda
var Mikael blaðið og blaðið Mikael. Há-
leitar hugsjónir verða mönnum stund-
um að falli. Það var sorglegt að sjá fall-
ið verða að brotlendingu í hverjum
fréttatímanum á fætur öðrum þessa
viku. Nú tekur hins vegar við tími
breytinga. Og vonandi mun hugsjón rit-
stjórans fyrrverandi rætast. Mér leist
ágætlega á hugmyndir Björgvins um
að auka áhersluna á pólitík og við-
skiptafréttir. Mæli þó með því að fast-
eignafréttum verði einnig gert hátt
undir höfði. Þær selja.
Símon Birgisson
http://101hafnarfjordur.blogspot.com
Hugsjón
Mikaels
I Níutíu og fimm prósent af kvikmyndum semsýndar eru í íslenskum bíóhúsum eru frá
Hollywood. Áttatíu prósent alls efnis á netinu
er á ensku. Rúmlega fjörutíu prósent alls efnis
í íslensku sjónvarpi er á
ensku. Um það bil helming-
urinn af bókunum í eigu neðanmálsritara eru á
ensku. Ekkert af þessu kemur neitt sér-
staklega á óvart. Svona er þetta. Enskan blíf-
ur.
II En stöldrum nú aðeins við. Í samtölum viðháskólafólk í Lesbók í dag kemur fram að
kennsla í íslenskum háskólum fer í auknum
mæli fram á ensku. Mestallt MBA- og MA-
nám í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík fer
til að mynda fram á ensku. Ástæðan er líklega
sú að það er verið að búa nemendur undir störf
í íslenskum fyrirtækjum sem starfa í al-
þjóðlegu umhverfi. Í samtali við talsmenn út-
rásarfyrirtækjanna svokölluðu kemur fram að
innan þeirra sé enska jafnmikið töluð og ís-
lenska og í einu þeirra sé hún orðin aðalmálið.
Það er líkast til ekki einsdæmi. Hvað þýðir
þetta? Er eitthvað að gerast sem við höfum
ekki full tök á?
III Pétur Gunnarsson rithöfundur benti áþað í samtali við neðanmálsritara í vik-
unni að þetta ástand minnti á aðstæður við
siðaskiptin árið 1550. Þá streymdu danskir
embættismenn inn í landið og smám saman
varð danskan mjög fyrirferðarmikil í íslenskri
stjórnsýslu á kostnað íslenskunnar. Allir
þekkja hvernig fór. Eftir þrjú hundruð ára
hörmungartíð risu Íslendingar upp tungu
sinni til varnar. Núna gerast hlutirnir hraðar.
Útrásin er varla þriggja ára gömul. Hugs-
anlega er aftur kominn tími til að taka póli-
tíska ákvörðun um að efla stöðu málsins.
Neðanmáls
Morgunblaðið/Ásdís